Sagan af sannfærandi og hrífandi sölumanninum Skúla Mogensen

Bókadómur um WOW – Ris og fall flugfélags eftir Stefán Einar Stefánsson, sem fjallar um rússíbanareið Skúla Mogensen og fjólubláa flugfélagsins hans.

Auglýsing
Wow ris og fall

Blaða­mennsku­bækur eru sam­fé­lags­lega mik­il­væg­ar. Séu þær vel gerð­ar, og umfjöll­un­ar­efni þeirra þannig að það eigi mikið erindi við almenn­ing, þá ná þær að segja heild­ræna sögu mála sem hafa verið mikið í umræð­unni yfir lengra tíma­bil.

Stundum verða mál ein­fald­lega það stór að það nægir ekki að segja frá brota­kenndum atburðum þeirra í hefð­bundnu fjöl­miðlaformi. Það þarf að púsla sög­unni sam­an.

Eitt slíkt mál er vöxtur og brot­lend­ing flug­fé­lags­ins WOW air.

Stefán Einar Stef­áns­son, við­skipta­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, tók sér það verk­efni fyrir hendur og Vaka- Helga­fell gaf út bók hans, WOW – Ris og fall flug­fé­lags, fyrir skemmstu. Í bók­inni er við­skipta­saga Skúla Mog­en­sen, manns­ins sem stofn­aði og stýrði WOW air upp fjallið og fram af bjarg­brún­inni, rakin frá því að hann skipu­lagði partí í Tungl­inu og á Borg­inni með Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni sem korn­ungur mað­ur. 

Þar er farið yfir feril Skúla sem sölu­manns körfu­bolta­mynda og hæðir og lægðir OZ-æv­in­týr­is­ins sem gerði hann á end­an­um, eftir mikla þraut­seigju, að millj­arða­mær­ingi þegar Nokia keypti fyr­ir­tækið 30. sept­em­ber 2008, viku fyrir neyð­ar­laga­setn­ingu á Íslandi.

Hrunið á Íslandi, og með­fylgj­andi geng­is­fall íslensku krón­unnar um tugi pró­senta, gerði auð Skúla í íslenskum krónum enn umfangs­meiri og hann valdi að nýta sér þá stöðu. Fyrst leiddi hann hóp sem keypti MP banka og síðar stofn­aði hann, þvert á flestar ráð­legg­ing­ar, lág­far­gjalda­flug­fé­lagið WOW air seint á árinu 2011, sem fór með him­in­skautum árin eft­ir, en háði svo afar æsi­legt og dramat­ískt dauða­stríð fyrir framan alþjóð frá sumr­inu 2018 og fram til 28. mars 2019, þegar félagið fór í þrot. 

Auglýsing
Á þessum tíma lék WOW air lyk­il­hlut­verk í því að ferja stór­auk­inn fjölda ferða­manna til Íslands, en fjöldi þeirra fór úr um hálfri milljón í 2,3 millj­ónir á örfáum árum.

Dýpkar meg­in­at­riði

Stefán Einar hefur mikla þekk­ingu á efn­inu eftir að hafa skrifað mikið um WOW air á und­an­förnum árum og á auð­velt með að raða upp sög­unni þannig að hún fljóti vel og les­endur sem hafa ekki sett sig djúpt inn í við­skipta­æv­in­týri Skúla Mog­en­sen eða rús­sí­ban­areið WOW air ættu að geta áttað sig vel á atburða­rásinni við lestur bók­ar­inn­ar.Skúli Mogensen er söguhetja bókarinnar.

Fyrir þá sem hafa fylgst vel með bar­áttu WOW air síð­ustu tvö árin er kannski ekki margt nýtt fyrir stóru mynd­ina sem fram kemur í bók­inni en Stef­áni Ein­ari hefur þó tek­ist ágæt­lega að dýpka umfjöllun um mörg meg­in­at­riði, meðal ann­ars með við­tölum við þá sem voru þar leik­end­ur. Það sem helst stendur upp úr nýjum upp­lýs­ingum snertir hið fræga skulda­bréfa­út­boð sem WOW air lok­aði í sept­em­ber 2018. Höf­undur birtir í bók­inni áður óséðar upp­lýs­ingar um hverjir tóku þátt í því útboði og sýnir fram á að stór hluti þeirra voru kröfu­hafar WOW air sem voru að breyta skamm­tíma­kröfum í lang­tíma­kröf­ur. Þ.e. aðilar sem voru í við­skiptum við WOW air sem flug­fé­lagið hafði ekki getað greitt fyr­ir.

Þessir aðilar tóku ekki neina áhættu í skulda­bréfa­út­boð­inu. Þeir keyptu skulda­bréf, greiddu fyrir þau og fjár­mun­irnir sem þeir greiddu voru not­aðir til að gera upp aðrar skuldir við sömu aðila. Þeir fjár­festar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu, og lögðu til raun­veru­legt nýtt fjár­magn, vissu margir hverjir ekki af þessu.Stefán Einar Stefánsson.

Stefán Einar greinir líka ágæt­lega orsök, ástæður og afleið­ingar þess að svo fór sem fór hjá WOW air. Í flug­fé­lag­inu var allt of lítið eigið fé til að takast á við þann vöxt sem það rèð­ist í og til að takast á við óum­flýj­an­legar sveiflur í flug­heim­um, einum áhættu­samasta rekstri sem fyr­ir­finnst. Hann fer vel yfir það þegar Korta­þjón­ustan fór í raun á haus­inn haustið 2017 og  hvernig fyr­ir­greiðslu­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins við WOW air, sem í fólst að mun stærri hluti af fyr­ir­fram­greiddum flug­far­gjöldum streymdu beint inn í kistur flug­fé­lags­ins, hætti og lausa­fjár­staðan varð þannig að hún bar ekki lengur umfang starf­sem­inn­ar.

Stefán Einar fer einnig vel yfir það hvernig hluta­fjár­aukn­ingar Skúla, sem greiddar voru með skulda­jöfnun við hann sjálfan, fólu ekki í sér neina nýja inn­spýt­ingu á fé, heldur breyt­ingu á bók­uðum þókn­ana­tekjum vegna ábyrgðar í nýtt hluta­fé.

WOW air tók ein­fald­lega of mikla áhættu og var allt of seint að bregð­ast við þegar ljóst var að í óefni stefndi. Það var aldrei raun­hæft að bjarga félag­inu eins og það var orð­ið. Að þeirri nið­ur­stöðu komust Icelanda­ir, Indigo Partners, íslenska ríkið og allir hinir fjár­fest­arnir sem leitað var til á síð­ustu metr­un­um. Líkt og segir í bók­inni þá var ein­fald­lega ekki for­svar­an­legt að henda góðum pen­ingum á eftir slæm­um.

Auglýsing
Gagnrýnin grein­ing höf­undar á með­höndlun opin­bera fyr­ir­tæk­is­ins Isa­via, sem rekur Kefla­vík­ur­flug­völl og leyfði WOW air að safna upp millj­arða skuld­um, og Sam­göngu­stofu, eft­ir­lits­að­il­ans sem hefur það hlut­verk að grípa inn í ef flug­rekstr­ar­leyf­is­hafar eru ekki rekstr­ar­hæfir, er sömu­leiðis rétt.

Lands­náms­hani og kampa­víns­flöskur

Sam­tíma­sögur af raun­veru­legum atburðum þurfa sögu­hetjur alveg eins og skáld­sög­ur. Óum­flýj­an­lega er Skúli Mog­en­sen í algjöru aðal­hlut­verki í bók Stef­áns Ein­ars. Þar er að finna nokkrar áhuga­verðar frá­sagnir af hon­um, sem sumar hafa lengi verið á margra vit­orði en ekki ratað í opin­beran texta. Þar ber til að mynda að nefna sög­una af land­náms­han­anum sem vinur Skúla gaf honum í fimm­tugs­af­mæl­is­gjöf í fyrra en var svo myrtur af Huskey-hundi eins veislu­gests­ins. Önnur slík er af því þegar Skúli sendi nokkrum af æðstu stjórn­endum Icelandair hana­sté­lið Key Royal – þannig blandað að það var fag­ur­fjólu­blátt – á Snaps skömmu eftir að til­kynnt hafði verið um mik­inn vöxt WOW air árið 2017. Sú þriðja lýs­ingar af því hvers konar kampa­víns­flaska sé kölluð tvö­faldur Jeró­bóam og hvað ein­kennir flösku sem kall­ast Rehóbóam.Landsnámshani.

Stefán Einar lýsir Skúla líka ágæt­lega, með hæfi­legri blöndu af virð­ingu fyrir kostum hans og gagn­rýni á aug­ljósa bresti. Í frá­sögn­inni er Skúli ævin­týra­maður sem neitar að spila eftir tak­mörk­unum sem aðrir telja rök­rétt­ar. Honum finnst Íslend­ingar að mörgu leyti heim­ótta­legir vegna þess að þeir þori ekki að stefna nægi­lega hátt. Skúli hefur enda ítrekað sagt það í við­tölum að honum hafi ekki nægt að verða „Ís­lands­meist­ari“ í flug­geir­an­um, heldur vildi hann verða „heims­meist­ari“. Sama hvernig áraði var Skúli alltaf bjart­sýnn. Það er lík­ast til erfitt að finna nokkurn mann sem heldur á jafn hálf­fullu glasi og hann. Hann hefur lít­inn tíma fyrir þá sem deila ekki með honum bjart­sýn­inni. Þeir eru nei­kvæð­ir. Ekki nægi­lega létt­ir. Hæl­bítar sem þora ekki að láta sig dreyma. 

Það er hins vegar munur á því að láta sig dreyma og því að lifa í drauma­heimi.

Í bók Stef­áns Ein­ars segir á blað­síðu 335: „En þegar horft er til baka, allt til áranna á Borg­inni og í Tungl­inu, OZ, aðkom­unnar að MP Banka og svo WOW air, þá stendur einn þáttur í fari Skúla upp úr og yfir­skyggir í raun alla aðra. Það eru hinir óum­deildu og lík­lega veiga­mestu hæfi­leikar Skúla. Hann er sölu­maður af Guðs náð og á betra en flestir með að hrífa fólk með sér og sann­færa um að sú leið, eða sýn sem hann boð­ar, sé hin rétta.“

Minnir á Ther­esu May

Það velk­ist eng­inn í vafa um það að Skúli Mog­en­sen er ekki maður sem gefst auð­veld­lega upp. Þrátt fyrir að ansi margir sem höfðu kíkt undir húddið í rekstri WOW air síð­sum­ars í fyrra hefðu kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu strax þá að félagið ætti ekki mögu­leika á að lifa af, úr því sem komið væri, þá barð­ist hann eins og ljón fram á síð­asta dag. 

Auglýsing
WOW air lifði þar af leið­andi mun lengur en margir sér­fræð­ingar höfðu talið raun­hæft. Úthald Skúla minnti á Ther­esy May, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, og Brex­it-glímu henn­ar. Likt og hjá May þá stóð Skúli af sér ótrú­leg­ustu bar­daga en tap­aði óum­flýj­an­lega stríð­inu að lok­um.Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands.

Von­andi gengur Skúla Mog­en­sen líka vel í næsta verk­efni, sem er nær örugg­lega ekki langt und­an. Hann virð­ist strax vera búinn að end­ur­heimta kraft­inn til að gera, og kvart­aði nýverið undir því að vera farið að leið­ast aðgerð­ar­leysið, tveimur mán­uðum eftir gjald­þrot WOW air.

En von­andi lærir hann líka af reynsl­unni. Skúli gerði nefni­lega stór mis­tök sem höfðu miklar afleið­ingar fyrir fjöl­marga aðra en hann sjálf­an.

Þótt Skúli sé afar áhuga­verður þá hefði það gætt sög­una meira lífi ef fleiri per­sónur hefðu fengið meira pláss. Hún fer á flug þegar karakt­erar eins og Steve Udvar-Házy, stofn­andi og eig­andi Air Lease Cor­poration, kemur inn á sögu­svið­ið. Lýs­ing­arnar á honum eru afar skemmti­legar og eft­ir­minni­leg­ar.

Fram­halds­sagan ósögð

Það er afar vel gert að hafa skrifað þessa sögu á jafn skömmum tíma og Stefán Einar gerði og svo skömmu eftir að WOW air féll. Eina nei­kvæða við það er að enn eiga ýmis kurl eftir að koma til graf­ar. Þannig var til að mynda greint frá því á föstu­dag að ráð­ist verður í stjórn­sýslu­út­tekt á aðkomu Isa­via og Sam­göngu­stofu að mál­efnum WOW air og að nið­ur­staðan sé vænt­an­leg í haust.

Auglýsing
Ljóst er að margir kröfu­hafar WOW air eru afar ósáttir við mála­lykt­ir, sér­stak­lega þeir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði félags­ins, og nú stendur yfir rann­sókn Deloitte á öllum mál­efnum WOW air á vegum slita­bús þess. Nið­ur­staða hennar verður kynnt kröfu­höfum í ágúst. Þá liggur fyrir að efna­hags­leg áhrif falls WOW air á íslenskt sam­fé­lag, að minnsta kosti til skamms tíma, verða veru­leg og ekki sér almenni­lega fyrir end­ann á umfangi þeirra. Allt þetta eru púsl sem munu skipta máli, og gætu breytt sög­unni um WOW air umtals­vert. En Stefán Einar skrifar þá kannski bara fram­halds­bók ef með þarf.

Sam­an­dregið þá er „WOW – Ris og fall flug­fé­lags“ prýði­leg blaða­mennsku­bók. Hún flæðir vel, það er lítið um end­ur­tekn­ing­ar, hún tengir saman upp­lýs­ingar á skilj­an­legan hátt og greinir ferlið sem leiddi til gjald­þrots fjólu­bláa flug­fé­lags­ins með rök­studdum hætti. Von­andi erum við að horfa fram á að íslenskrar blaða­manna­bækur verði næsta æði í bóka­geir­anum – að framundan sé nýtt voraf­brigði í þeim geira – og útgef­endur hér­lendis horfi í auknum mæli til að gefa þannig bækur út. Slíkt yrði gott fyrir íslenska fjöl­miðlun og íslenskt sam­fé­lag. Það þarf nefni­lega að skrá sög­una með þessum hætti. Og Stefán Einar gerir það vel í bók­inni.

WOW – Ris og fall flugfélags

Stefán Einar Stef­áns­son

367. bls

Vaka-Helga­fell 2019

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk