Losunarlaus áliðnaður í sjónmáli og nýr samningur við ESB

Árni Snævarr ræddi við Halldór Þorgeirsson formann Loftslagsráðs um stöðu Íslands í loftslagsmálum, nýjan samning við ESB og tæknibyltingu í áliðnaði sem gæti gjörbylt ýmsum forsendum.

Halldór Þorgeirsson (lengst til hægri) við háborðið í loftslagsviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Halldór Þorgeirsson (lengst til hægri) við háborðið í loftslagsviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Auglýsing

Skammt er stórra högga á milli í loftslagsmálum. Samkomulag tókst nýverið við Evrópusambandið um skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamningnum, á sama tíma og loftslagsmál hafa aldrei verið jafn mikið í brennidepli vegna fjöldamótmæla ungmenna. Þá hafa verðhækkanir á losunarkvótum ýtt undir tækninýjungar sem kunna að leiða til þess að koltvísýringslosun álvera heyri sögunni til. Um leið verður losun og föngun koltvísýrings eins og sú sem fram fer á Hellisheiði áhugaverðari frá efnahagslegu sjónarhorni.

Framundan er leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og menn ráða ráðum sínum um hvað Ísland setur þar á oddinn, en þrýstingur er á að aðildarríkin kynni þar nýjar aðgerðir.

Halldór Þorgeirsson var um árabil einn af æðstu mönnum stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem heldur utan um loftslagssáttmála samtakanna (UNFCCC) í Bonn, en skömmu eftir að hann snéri aftur heim fyrir ári tók hann að sér að stýra nýju Loftslagsráði.

Auglýsing

Samningur við ESB

Halldór bendir á að samstarf við nágrannaríki okkar skiptir jafnvel meira máli í loftslagsmálum en á nokkru öðru sviði vegna samflots Íslands, Noregs og Lichtenstein annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar við framkvæmd markmiða Parísarsamningsins um loftslagsbreytingar.

Nýi samningurinn felur í sér að draga verður úr losun um 29% fyrir 2030 auk þess sem þak er sett á hve mikið tillit er tekið til bindingar koltvísýrings.

„Ísland er í nánu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar í Evrópu,“ segir Halldór Þorgeirsson í viðtali við vefsíðu UNRIC. „Sameiginlegar skuldbindingar Íslands, Noregs og Lichtenstein með ESB gagnvart Parísarsamningnum er mjög nauðsynlegur þáttur í íslenskri loftslagsstefnu. Það væri mjög erfitt fyrir Ísland að ætla sér að halda stóriðjulosun ef það ætti bara að tengja það íslenskum skuldbindingu, vegna stærðargráðunnar. Allir stórlosendur eru í svokölluðu Emission Trading Scheme (ETS), þar á meðal álframleiðendur. Íslensk álframleiðsla þarf að hafa losunarheimildir og verð á þeim hefur snarhækkað undanfarið, vegna þess að verðið var óraunhæft.“

Þessi verðhækkun á losunarheimildum koltvísýrings hefur leitt til þess að áhugi hefur aukist að nýju á föngun og bindingu koltvísýrings, eins og í CarbFix-verkefni vísindamanna og Orkuveitunnar á Hellisheiði.

„Verð á heimildum innan ETS er að komast á sama verðbil og kostnaðurinn við að dæla niður koltvísýringi í berg. Það sem er mikilvægt við Carb Fix-verkefnið við að fanga og binda koltvísýring er að ekki er aðeins búið að þróa tæknina og sýna fram á að hún virka, heldur er hún í notkun. Ef álverin myndu fanga og binda sína losun, þá þurfa þau ekki að taka alla losunina í einu. Þau geta byrjað á 5% af útblæstir og aukið það smám saman.“

Bylting framundan í áliðnaði

En þetta eru ekki einu breytingaranar sem eru við sjóndeildarhringinn því tæknibylting er að verða í álframleiðslu sem er kennd við óvirk skaut.

„Hún felur í sér að hætt verður notkun kolaskauta við rafgreiningu en núverandi koltvísýringslosun verður þegar þau brenna upp,“ segir Halldór. „Með þessu móti myndi hreinlega öll losun álveranna hverfa. Tæknin er ekki langt undan því Alcoa, Rio Tinto og Quebec fylki í Kanada sem hafa þróað þessa tækni í sameiningu búast við að hún verði komin í notkun árið 2024 -innan fimm ára.

Nýja tæknin er orkufrekari, sérstaklega í byrjun á meðan verið er að reyna hana.

Stóra spurningin er hvar íslensku verksmiðjurnar lenda í biðröðinni, eftir nýrri tækni, en vonandi munu okkar álver njóta þess að þau eru drifin áfram af hreinni orku.

Fleira hangir á þarna á spýtunni. Verður greitt hærra verð í framtíðinni fyrir ál sem framleitt er með kolefnissnauðum aðferðum? Er hægt að fá fram að þetta verði sér vara? Með þeim hætti gætu kaupendur tölva, bíla og svo framvegis geti valið vöru sem er framleidd með áli sem framleitt er á loftslagsvænan hátt.

Og þetta tengist svo því að Ísland þarf að búa sig undir að efla samkeppnisfærni sína á sviði kolsefnissnauðs hagkerfis. Forsenda þess er að uppfylla markmið Parísarsamningsins um kolefnisjafnvægi fyrir miðja öldina. Og reyndar er það svo að við þurfum að ná slíku jafnvægi fyrir miðja öldina einfaldlega til að geta lifað öldina af, þetta er eina lausnin til að koma í veg fyrir skaðlega uppsöfnun koltvísýrings í andrúmsloftinu.“

Föngun og binding koltvísýrings eins og á Heillisheiði er ekki óumdeilt fyrirbæri því hingað til hefur þessu aðallega verið beitt í kolaiðnaði og því tengja margir þetta við skálkaskjól, eins og konar afsökun til að halda áfram kolanotkun.

„Umhverfisverndarsamtök sjá þetta bara í samhengi við kol,“ segir Halldór. „Og tengja þetta við viðleitni til að hvítþvo kol með pólitíska hugtakinu „hrein kol,“, en auðvitað er slíkt ekki til nema einna helst í Hvíta húsinu. En hugsanlega myndu umhverfisverndarsamtök fagna „CarbFix“ því þar fara saman endurnýjanleg orka og að koma fyrir losun frá iðnaði, og hvorki kola- eða olíuvinnsla eins og í Noregi.“

Markaðshvati

Bandaríkjamenn fanga og binda meir en nokkur önnur þjóð en Norðmenn byrjuðu snemma og ætla sér stóra hluti í Evrópu.

„Í Noregi gat Statoil unnið meiri olíu með því að dæla koltvísýringin iður,“ segir Halldór og bendir á að ríkisolíufyrirtækið hafi farið út í þetta í Norðursjó til þess að spara sér að greiða kolefnisskatt eftir að honum var komið á. Hann minnir á að hvað sem öðru líður muni ljóstillifínu plantna verða öflugasta tækið til að fanga koltvísýring. Sá hluti CarbFix verkefnisins á Hellisheiði muni líklega verða áhugaverður jaðarmarkaður, en mestur áhugi verði á því að fanga koltvísýring í meiri styrk; beint úr strompi iðn- og orkuvera.

Hátt verð á „mengunarkvótum“ á ETS-markaðnum hefur orðið til þess að búa til markaðshvata til þess að þróa og taka í notkun nýja tækni. Halldór segir að loftslagsvandinn hafa skapast meðal annars af því að markaðslögmál hafi ekki ráðið ferð.

„Það hefur ekkert kostað að setja koltvísýring út í andrúmsloftið. Það er búið að tala um ný skaut í álverum frá því ég byrjaði í loftslagsmálunum 1998, fyrir meir en tveimur áratugum, en það var aldrei nægur áhugi. Ástæðan er ekki sú að fólkið sé svo vont, heldur að það er ekki fyrr en verðsins á losun koltvsýrings fer að gæta í bókhaldinu, sem tæknilausnirnar komu. Nú geta stjórnendur réttlætt kostnaðinn fyrir stjórnum fyrirtækja og því er loksins farið í þessar fjárfestingar.“

Skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamningum kalla þó flestar á aðgerðir innanlands ef markmiðunum skal náð. Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2% milli áranna 2016 og 2017.

Samgöngur og losun stóru málin

„Það sem eru stóru viðfangefnin í losun eru samgöngur og úrgangsmál og losun tengd landnotkun, og fjórða væri svo fiskveiðar,“ segir Halldór. „Við notum um 300,000 tonn af olíu til að knýja samgöngutækin. Þetta var á niðurleið en síðan kom ferðaþjónusprengingin og er enn á uppleið. Það standa vonir til þess að 2018 verði hámarksárið í olíunoktun í innanlandssamöngum á landi. Þar kemur fyrst og femst til hreinbílavæðing (blendings og rafmagnsbílar, metanbílar).

Stóri vandinn þar eins og víðast hvar er að þetta er ný tækni og það er ótti við hana. Það tengist líka einviðum að einhverju leyti en það er ekki eins stórt vandamála og fólk fill vera láta.“

Sjálfur ekur Halldór rafbíl og er hinn ánægðasti. Hann segir bílaleigur og þungaflutninga (dísel) vera stórar hindranir, en þessir aðilar treysti sér ekki í breytingar. Meira að segja rútur á föstum leiðum eins og flugrútan á milli Keflavíkur og Reykjavíkur halda fast í bensínið.

Úrgangsmyndun er gríðarlegt vandamál, þótt árangur hafi náðst td.varðandi ennota drykkjarílat vegna skilagjalds.

Hringrásin varla náð hingað

Hins vegar eru Íslendingar „heimsmeistarar í að kaupa einnota fatnað og annað. það er stór þátttur. Hringrásarhagkerfið er rétt að byrja hér,“ segir Halldór.

„Endurheimt votlendis er mjög spennandi mótvægisaðerð ekki bara út af koelfninu, heldur hefur það líka jákvæð áhrif varðandi fuglalíf sem er tengt lýðheilsu og öðru slíku með aukinni útivist, að ógleymdum áhrifum á vatnsmiðlun.“

Þá er mikið verk óunnið í sjávarútvegi. Þar hefur heildarlosun minnkað en mikil tækifæri blasa líka við. „Það hefur lítið verið gert í kælimiðlun og þessi samdráttaur sem hefur átt sér er fyrst og fremst tilkominn vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins og svo að hætt var að fara í Smuguna,“ segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, að lokum.

Greinin er birt í samvinnu Kjarnans og Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiViðtal