Samantekt af WWDC 2019

Atli Stefán Yngvason fer yfir lykilræðuna á tækniráðstefnunni WWDC.

WWDC 2019
WWDC 2019
Auglýsing

Apple mun uppfæra stýrikerfi sín í haust, í kjölfar sölu á nýjum símum. Haldin var yfir tveggja tíma lykilræða í vikunni til að sýna hverju stýrikerfin eiga von á. Þrjár stærstu fréttirnar eru innskráning með Apple, Mac Pro tölvan og Dark Mode.

iOS 13 - Dökkt viðmót og app uppfærslur

Apple kynning vor 2019iOS er nú stýrikerfi iPhone síma og iPod touch (sem var verið að uppfæra), en ekki lengur fyrir iPad spjaldtölvur. Stærsta breytingin er undir húddinu og verður iOS13 mun hraðara en iOS12. FaceID til dæmis verður 30% hraðara en áður. Tæki frá iPhone 6S og iPad Air 2 munu uppfærslu í iOS13.

Næst stærsta breytingin er að hægt verður að velja á milli tveggja viðmóta: Það klassíska ljósa og hið nýja dökka viðmót. Dökk viðmót hafa verið vinsæl og í fyrra bauð Apple upp á „dark mode“ fyrir Mac-tölvur. Mörgum finnst dekkri viðmót vera þægilegri fyrir augun og með OLED-skjám er hægt að ná niður rafmagnsnotkun tækisins með dekkri pixlum ólíkt LCD-skjám.


Auglýsing

iOS öpp frá Apple fá veglegar uppfærslur. Reminders fær nýtt viðmót þannig hægt er að forgangsraða verkum betur með tíma og flöggun. Maps fá mun nákvæmari kort og betri götusýn (vitum ekki hvort Ísland fái það).

Apple kynning vor 2019

Mail fær loksins að breyta letri og sniði pósta og mun styðja Rich Text Formatting. Notes fær nýtt yfirlit yfir glósur fyrir betri yfirsýn. Safari getur svo stillt sig fyrir hvern vef og fær nú fullar útgáfur af vefjum á iPad. iMessage fer enn nær Whatsapp og nú verður hægt að setja prófíl-mynd.

Memoji stickers

Apple kynning vor 2019Þau sem nota Memoji (svipað Bitmoji) með iPhone X eða iPhone XS, fá nú sjálfkrafa límmiðapakka.

Skautaðu á lyklaborðinu

Það verður loksins hægt að skauta („swipe-a“) orð á lyklaborðinu með QuickPath, sem hefur lengi verið í boði með SwiftKey eða GBoard lyklaborðunum. Þannig er hægt að mynda orð á skjótan máta með því að draga puttann yfir þá stafi sem mynda orðið. Lyklaborðið giskar svo á hvaða orð þú reyndir að draga út frá samhengi og fyrri notkun. Nokkuð sniðugt, og mjög hratt.


iPadOS nú sérstakt stýrikerfi

Apple kynning vor 2019

iPad spjaldtölvurnar hafa verið að fá aukna áherslu frá Apple og er Pro-línan þeirra hægt og rólega að nálgast fartölvur í getu. Apple ætlar greinilega að leggja enn meiri áherslu á iPad og fá spjaldtölvurnar nú sitt eigið stýrikerfi: iPadOS. Nýjungar í ár eru mikið til á skjáborðum (sc. Það verður loksins í boði að setja tól (widget) á skjáborð).

Apple kynning vor 2019

Slide-over eiginleikinn kemur öppum til hliðar í nettri stiku til að auðvelda fjölverkun.

Apple kynning vor 2019

Penninn fær nýja tólastiku með nýju útliti og tölum. En lasso-tólið fékk að fjúka.

Apple kynning vor 2019

Með Side car verður hægt að varpa skjánum af Mac-tölvum yfir á iPad og nota spjaldtölvuna sem teikniborð með Apple-pennanum.

Undo, redo, copy og paste fá snertiflýtiaðgerðir sem virka alls staðar í stýrikerfinu. Notast er við þriggja fingra snertiflýtiaðgerð til að framkvæma þær aðgerðir. Það verður hægt að draga bendilinn á auðveldari máta, og velja svo texta með því að draga yfir hann með puttanum (þarft ekki lengur að halda puttanum yfir og bíða eftir stækkunarglerinu). Það verður líka hægt að velja eitt orð með því að ýta tvisvar á það og velja setningu með því að ýta þrisvar á hana.

Þetta er risastór uppfærsla fyrir iPad sem gerir spjaldtölvurnar enn öflugri. Stýrikerfið fær flýtilykla í gegnum það allt, mun styðja allar leturgerðir og skráarkerfið (files) verður tekið á næsta stig.

WatchOS 6 bætir heilbrigði


Apple heldur áfram með „intelligent guardian“-hugtakið og bætir við nýjum eiginleikum til að fylgjast með og bæta heilsu. Ný öpp koma fyrir tíðarhringi (Cycles) og lyfjainntöku (Dose). Hávaðamælir verður í boði sem varar þig hávaða sem getur skemmt heyrn. En stærsta fréttin hér er að Apple Watch fær nú sína eigin app-verslun. Apple hefur líka gert mikið til að auðvelda þriðja aðila að þróa fyrir úrið og fara nú vonandi almennileg öpp að koma frá Spotify eða Audible.

Apple kynning vor 2019

Apple TV fyrir alla fjölskylduna


tvOS stýrikerfið mun loksins styðja marga notendur innan heimilis, eins og við þekkjum af Netflix. Apple TV mun geta tengst Xbox og Playstation 4 fjarstýringum fyrir tölvuleikjaspilun. Það verður svo haugur af nýjum bakgrunnum, meðal annars einn neðansjávar.

Apple kynning vor 2019

MacOS fær fleiri öpp af iOS og iTunes deyr

Apple kynning vor 2019

MacOS Catalina fær fullt af nýjum öppum, en eitt hættir. Umdeilda appið iTunes fær að fjúka, og koma ný öpp í staðinn. Apple Music fyrir tónlist, TV appið fyrir vidjóleiguna, Podcast appið fyrir hlaðvarp og Finder tekur að sér það sem tengist iPhone eða iPad. Notes, Reminders og Safari fá uppfærslur í takt við iOS13 uppfærsluna. Screen time kemur svo á MacOS til að hjálpa þér að skilja notkun þína í tölvunni. Apple Watch mun geta veitt heimildir eins og lykilorð með því að tvísmella á hliðartakkann á úrinu. Raddstýring fær svo risastóra uppfærslu fyrir þau sem eiga erfitt með að nota lyklaborð eða mýs.

Ný Mac Pro tölva og skjár

Mac Pro eru tölvur í dýrari kantinum sem hafa verið hugsaðar fyrir þá sem þróa flókin kerfi eða smíða hágæða efni (myndir, myndbönd, tölvuleikir). Apple gaf út síðasta Mac Pro árið 2013, og er talið að hann hafi floppað sökum lélegrar hitalosunar. Tölvan varð einfaldlega of heit og skjákortin brunnu reglulega yfir. Lítið var hægt að eiga við tölvuna, breyta og bæta. Nýja Mac Pro er allt öðruvísi tölva og fer aftur áratug í hönnun í tölvuturninn. Þetta er svakalega öflug tölva sem verður hægt að uppfæra í mörg ár með nýju innvolsi. Tölvan mun líklega kosta í kringum milljón hér á landi og er hugsuð fyrir atvinnufólk.

Apple kynning vor 2019

Display Pro XDR - besti skjárinn?

Apple kynning vor 2019

Apple er ekkert að grínast með þennan skjá. Viðmiðið þegar lagt var af stað var 43.000 dollara skjár frá Sony fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Skjárinn er með 6K upplausn, 1000-1600 NITS-birtustig, 1.000.000:1 í birtuskilum og 32” skjáflöt. Hann er skarpur, bjartur og stór. Hann sýnir bestu mögulegu útgáfu af HDR af öllum skjám á markaðinum. Bara standurinn kostar 999 dollara og skjárinn kostar frá 4.990 dollara, eða nálægt milljón á Íslandi. Þessi skjár er fyrir mjög sérhæfðan markhóp.

Innskráning með Apple

Apple kynning vor 2019

Það hefur lengi verið hægt að skrá sig inn í öpp, vefsíður og önnur kerfi með Facebook eða Google. Apple leggur gríðarlega mikla áherslu á persónuvernd, og munu notendur fá að velja hvort netfangið þeirra fari áfram til þess aðila sem er verið að skrá sig. Einnig mun verður hægt að nota TouchID eða FaceID til að skrá sig inn á þeim tækjum sem bjóða upp á þær leiðir.

Heimildir

https://www.apple.com/ios/ios-13-preview/

https://www.theverge.com/2019/6/3/18644510/apple-wwdc-2019-recap-top-news-ios-13-mac-pro-os-catalina-xdr-ipados-announcements-summary-updates

https://www.apple.com/ipados/ipados-preview/

https://www.apple.com/newsroom/2019/06/tvos-13-powers-the-most-personal-cinematic-experience-ever/

https://9to5mac.com/2019/06/03/sign-in-with-apple-requirement/

https://www.apple.com/macos/catalina-preview/

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar