Þróunarfræðilegur tilgangur fullnæginga

Fullnægingar kvenna hafa löngum verið ráðgáta, þ.e.a.s. tilgangur þeirra þar sem þær virðast ekki nauðsynlegar til að viðhalda stofninum. En nýjustu rannsóknir benda þó til annars.

Fullnæging
Auglýsing

Fullnægingar karla hafa sennilega aldrei verið ráðgáta þróunarfræðinga. Bæði vegna þess að upphaflega voru þróunarfræðingar eingöngu karlar en líka vegna þess að tilgangur sáðláts er augljós þegar kemur að því að búa til nýjan einstakling.

Fullnægingar kvenna hafa hins vegar löngum verið ráðgáta, þ.e.a.s. tilgangur þeirra þar sem þær virðast ekki nauðsynlegar til að viðhalda stofninum. En nýjustu rannsóknir benda þó til annars.

Rannsóknarhópur við University of Cincinnati hefur unnið að rannsóknum á kynhegðun kanína í þeim tilgangi að skilgreina hvers vegna konur fá fullnægingar. 

Auglýsing

Rannsóknarhópurinn gengur út frá þeirri tilgátu að þar sem lífeðlisfræðin á bak við fullnægingu er mjög flókin, þá er mjög ólíklegt að hún hafi þróast fyrir tilviljun. Líklegast er að einhverjir þróunarfræðilegir kraftar togi í þá eiginleika sem gefa konum hæfnina til að fá fullnægingu. 

Margir hafa haldið því fram að tilgangurinn sé einfaldlega að stuðla að því að konur stundi kynlíf, þar sem afleiðingar þess geta ekki bara verið sársaukafullar heldur einnig lífshættulegar (hér er vitnað í barnsfæðingar). 

Hjá mörgum öðrum dýrategundum hefur kynferðisleg örvun kvendýranna þann tilgang að koma af stað egglosi. Rannsóknarhópurinn í University of Cincinnati gekk því út frá því að svipaðan tilgang væri að finna meðal mannfólks. 

Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu PNAS, er hópurinn að prófa hvaða áhrif það hefur á kvendýrin að þegar efnið fluoxetine er til staðar. Fluoxetine minnkar líkur á fullnægingu hjá konum og því vildi hópurinn skoða hvort efnið hefði þau áhrif á kanínur að egglos ætti sér ekki stað.

Þegar kanínunum var gefið fluoxitine daglega í tvær vikur fækkaði egglosum um 30%. Það gefur til kynna að ferlarnir sem fluoxitine hafa áhrif á, stjórni ekki bara fullnægingu kvenna heldur einnig getu kvenkyns kanína til að fjölga sér. 

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fullnæging kvenna sé arfleið frá samskonar kerfi og fyrirfinnast í kanínum. Þar er kynferðisleg örvun nauðsynleg til að egglos fari af stað. Þar af leiðandi er hún mikilvæg til þess að viðhalda tegundinni.

Eins og áður kom fram er frekar ólíklegt að jafn flókið ferli og fullnæging þróist ef enginn tilgangur er með því fyrir tegundina. Frekari rannsóknir munu þó væntanlega leiða í ljós hvort meiri þróunarfræðilegur ávinningur séu af þessum ferlum eða hvort fullnægingar kvenna séu í dag bara skemmtileg viðbót við lífeðlisfræðina okkar mannanna.

Umfjöllunin birtist líka á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk