Þróunarfræðilegur tilgangur fullnæginga

Fullnægingar kvenna hafa löngum verið ráðgáta, þ.e.a.s. tilgangur þeirra þar sem þær virðast ekki nauðsynlegar til að viðhalda stofninum. En nýjustu rannsóknir benda þó til annars.

Fullnæging
Auglýsing

Fullnægingar karla hafa sennilega aldrei verið ráðgáta þróunarfræðinga. Bæði vegna þess að upphaflega voru þróunarfræðingar eingöngu karlar en líka vegna þess að tilgangur sáðláts er augljós þegar kemur að því að búa til nýjan einstakling.

Fullnægingar kvenna hafa hins vegar löngum verið ráðgáta, þ.e.a.s. tilgangur þeirra þar sem þær virðast ekki nauðsynlegar til að viðhalda stofninum. En nýjustu rannsóknir benda þó til annars.

Rannsóknarhópur við University of Cincinnati hefur unnið að rannsóknum á kynhegðun kanína í þeim tilgangi að skilgreina hvers vegna konur fá fullnægingar. 

Auglýsing

Rannsóknarhópurinn gengur út frá þeirri tilgátu að þar sem lífeðlisfræðin á bak við fullnægingu er mjög flókin, þá er mjög ólíklegt að hún hafi þróast fyrir tilviljun. Líklegast er að einhverjir þróunarfræðilegir kraftar togi í þá eiginleika sem gefa konum hæfnina til að fá fullnægingu. 

Margir hafa haldið því fram að tilgangurinn sé einfaldlega að stuðla að því að konur stundi kynlíf, þar sem afleiðingar þess geta ekki bara verið sársaukafullar heldur einnig lífshættulegar (hér er vitnað í barnsfæðingar). 

Hjá mörgum öðrum dýrategundum hefur kynferðisleg örvun kvendýranna þann tilgang að koma af stað egglosi. Rannsóknarhópurinn í University of Cincinnati gekk því út frá því að svipaðan tilgang væri að finna meðal mannfólks. 

Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu PNAS, er hópurinn að prófa hvaða áhrif það hefur á kvendýrin að þegar efnið fluoxetine er til staðar. Fluoxetine minnkar líkur á fullnægingu hjá konum og því vildi hópurinn skoða hvort efnið hefði þau áhrif á kanínur að egglos ætti sér ekki stað.

Þegar kanínunum var gefið fluoxitine daglega í tvær vikur fækkaði egglosum um 30%. Það gefur til kynna að ferlarnir sem fluoxitine hafa áhrif á, stjórni ekki bara fullnægingu kvenna heldur einnig getu kvenkyns kanína til að fjölga sér. 

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fullnæging kvenna sé arfleið frá samskonar kerfi og fyrirfinnast í kanínum. Þar er kynferðisleg örvun nauðsynleg til að egglos fari af stað. Þar af leiðandi er hún mikilvæg til þess að viðhalda tegundinni.

Eins og áður kom fram er frekar ólíklegt að jafn flókið ferli og fullnæging þróist ef enginn tilgangur er með því fyrir tegundina. Frekari rannsóknir munu þó væntanlega leiða í ljós hvort meiri þróunarfræðilegur ávinningur séu af þessum ferlum eða hvort fullnægingar kvenna séu í dag bara skemmtileg viðbót við lífeðlisfræðina okkar mannanna.

Umfjöllunin birtist líka á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk