Besta platan með The Beatles – Revolver

Gefin út af Parlophone þann 5. ágúst 1966, 14 lög á 35 mínútum og 1 sekúndu.

bibbinnnnnnn12.JPG
Auglýsing

Hug­myndin um bestu plöt­una hverju sinni bygg­ist ein­göngu á skoðun minni og þekk­ingu. Skoð­unin er oft­ast mjög sterk en þekk­ingin getur verið alla­vega. Þannig hika ég ekki við að til­nefna bestu plöt­una og þá skiptir engu hvort ég þekki allar útgáfur við­kom­andi mjög vel eða bara þessa einu – já eða eitt­hvað þar á milli.

Ég er þess vegna alltaf til í rök­ræður og upp­fræðslu frá les­endum sem annað hvort vita betur eða telja sig vita bet­ur. Aðal­málið er að hlusta á og ræða hljóm­plötur sem heild, bestu plöt­una í hvert skipti.

Hljóm­sveitin The Beat­les var stofnuð árið 1960 í Liver­pool á Englandi og hætti störfum árið 1970. The Beat­les gaf út 13 breið­skífur á ferl­in­um:

Auglýsing

Ple­ase Ple­ase Me (1963)

With the Beat­les (1963)

A Hard Day's Night (1964)

Beat­les for Sale (1964)

Help! (1965)

Rubber Soul (1965)

Revol­ver (1966)

Sgt. Pepper's Lon­ely Hearts Club Band (1967)

Magical Mystery Tour (1967)

The Beat­les (The White Album) (1968)

Yellow Submar­ine (1969)

Abbey Road (1969)

Let It Be (1970)

Revol­ver var sjö­unda stóra plata Bítl­ana á þremur árum og þá áttu þeir eftir að gefa út sex til við­bótar á þeim fjórum árum sem bandið tórði. Tíu ára fer­ill, 13 breið­skífur á sjö árum (sem reyndar má toga upp í 23 ef til­teknar eru allar furðu­út­gáfur af þessum þrettán fyrir aðra heims­hluta og þá aðal­lega Banda­rík­in) frægð, frami og áhrif sem ekk­ert tón­list­ar­fólk hefur kom­ist í námunda við fyrr, síðar eða mun gera eft­ir­leið­is. Nákvæm­lega þarna má skipta ferl­inum í tvennt, fyrir og eftir Revol­ver því eftir útgáfu plöt­unnar tók við síð­asta tón­leika­ferð þeirra og eft­ir­leiðis unnu þeir aðeins í hljóð­ver­inu.

Það er auð­velt að hlusta á The Beat­les

Ég man ekki hvenær ég heyrði Revol­ver fyrst. Og senni­lega veit ég það bara ekki. Þessar plötur voru ekki til á heim­il­inu og ég varð ekk­ert sér­stak­lega mikið var við þær sem slík­ar. En eins og hvert annað manns­barn heyrði ég auð­vitað Bítla­lög í löngum bun­um. Ég var hins­vegar kom­inn yfir tví­tugt þegar ég tók fyrstu skipu­legu yfir­ferð­ina á ferl­in­um. Þá setti ég Ple­ase Ple­ase Me á fón­inn, síðan With the Beat­les og svo koll af kolli þangað til ég hafði klárað Let It Be. Til ykkar sem ekki hafa prófað að hlusta svona krónólógískt á Bítl­ana vil ég nefna sér­stak­lega hversu auð­velt það er. Plöt­urnar eru lang­flestar undir 35 mín­útum að lengd og engin nema Hvíta albú­mið sem ruggar þeim báti alvar­lega, tvö­föld og meira en einn og hálfur tími. En það tekur bara um það bil 10 tíma að hlusta á allar 13 plöt­urnar að við­bættum tím­anum sem tekur að skipta um skífur á fón­inum og snúa þeim við. Og það er gam­an. Þetta er allt svo auð­velt. Og það er mjög skýr bogi á ferl­in­um.

Rauða platan og Bláa platan

Við eigum þær öll. Og við eigum öll að eiga þær. Þær eru frá­bær­lega heppn­aðar og með betri safn­plötum allra tíma.



En ég held að það sé vin­sældum þeirra að kenna hversu mörg okkar þekkja ekki ein­stakar plötur Bítl­anna. Það er eig­in­lega með ólík­indum að við skulum ekki öll vita meira en við vit­um. Það var það sem fékk mig til að rúlla í gegnum þær í réttri röð og þær negldu mig svo ger­sam­lega að ég man hvar ég var þegar ég var að hlusta á hverja og eina þeirra í dag. Jæja, kannski ekki alveg. En alltaf þegar ég hlusta á Rubber Soul man ég eftir sól úti á svöl­um. Help! er tengd við tré og ég er nokkuð við um að ég hafi verið á rölti með Discman þegar ég hlust­aði á hana. Abbey Road, her­bergið mitt og ég löðr­andi á fingr­unum að borða eitt­hvað. Já ok, þetta eru nú greini­lega ekki heilar minn­ingar en ég fæ þessar sömu myndir upp í hug­ann í hvert skipti. Og vegna þess að ég hlust­aði svona harka­lega í röð þá hef ég líka alltaf mjög sterka til­finn­ingu fyrir upp­haf­inu, miðju og endi.

Þetta byrjar allt af gríð­ar­legum frum­krafti og Ple­ase Ple­ase Me er eig­in­lega hálf­gert brjál­æði. Hún er tekin upp á innan við 13 klukku­tímum og eðl­is­á­vísun látin ráða för frekar en eitt­hvað ann­að. Þar eru mörg tök­u­lög og allt eins hrátt og hægt er að hugsa sér, gredda, vilj­inn til að sigra heim­inn, óáskyggj­an­leg gleði og áhyggju­leysi fjög­urra manna sem héldu hóp­inn eins og her­sveit. Á hinum enda fer­ils­ins er Let It Be og hún er allt það sem Ple­ase Ple­ase Me er ekki. Jú, hún er auð­vitað frá­bær, því allar Bítla­plöt­urnar eru það. 

En hún er þaul­hugsuð og kannski of. Hún er búin til af mönnum sem höfðu ekk­ert að sanna, voru ekki lengur þessi sam­ein­aða heild, áttu allt of mikla pen­inga og allan tíma heims­ins, voru með haus­inn á kafi í útsetn­ingum og nýj­ustu hljóð­upp­töku­tækni og stundum fær maður á til­finn­ing­una að þeir hafi verið að drepa tím­ann eða að fylla upp í eitt­hvert hlut­verk sem þeim hafði verið skaff­að. Höfum í huga að við erum að tala um 13 plötur sem allar eru ótrú­leg verk og innan þess skala verðum við að dæma þær. Þannig eru sumar síðri en aðrar og fyrir mér eru það þessar enda­plötur sem eru verst­ar. Hápunktur fer­ils Bítl­anna er um mið­bikið þegar allt þetta ofan­greinda fer saman í réttu hlut­falli. Rubber Soul, Revol­ver og Sgt. Pepper's Lon­ely Hearts Club Band. Þetta eru bestu verkin þeirra. Rubber Soul er á rétt að verða komin á tind­inn, Sgt. Pepp­er’s er komin nokkur skref niður hinum meg­in. Og Revol­ver er þarna á milli, full­komið jafn­vægi af frum­krafti, sköp­un, kunn­áttu, for­vitni, sjálfs­ör­yggi, monti, sam­heldni og sann­fær­ingu.

Lögin sem aldrei hljóm­uðu á tón­leikum

Bítl­arnir spil­uðu aldrei eitt ein­asta lag af Revol­ver á tón­leik­um. Þau voru ein­fald­lega of flókin eða víð­fem og ekki útsett fyrir fjög­urra manna hljóm­sveit. Þar að auki nutu þeir þess­ara mán­aða á túrnum alls ekki vegna þess að hljóð­kerfi og magn­arar þess tíma voru ekki tæki sem réðu við að koma hljóði til svona margra ein­stak­linga í einu. Bítl­arnir voru orðnir fyrsta leik­vanga­band ver­aldar og ómögu­legt að fólk fengi að heyra þá og sjá þannig að sóma­sam­legt væri. Þeir voru orðnir svo stórir að þeir heyrðu hrein­lega ekki í sjálfum sér. Og aðrir heyrðu enn minna.



Eftir þetta spil­uðu þeir bara saman í hljóð­ver­inu. En þeir urðu líka meist­arar hljóð­vers­ins og fundu upp stóran hluta af þeirri tækni sem búið er að þróa til muna og notuð er enn í dag. Ef ekki væru Bítl­arnir hefðu seinni­tímarisar tón­list­ar­sög­unnar ekki hljó­mað eins og þær gerðu. Queen er þar gott dæmi og nær­tæk­ast að tala um söngupp­tök­urnar og sándið sem ein­kennir margt sem Freddie setti inn á teip. Bítl­arnir höfðu lengi barist við að tvö­falda söng­inn við upp­tök­ur, sem sagt taka upp nákvæm­lega eins söng ofan í þann sem fyrir var. 

Þetta var bæði tíma­frekt og erfitt því til þess að slíkt hljómi vel þarf fram­kvæmdin að vera afar nákvæm, en þá er upp­skeran líka góð. Upp­töku­stjóri Bítl­anna ein­fald­aði þessa aðgerð þegar þeir unnu að Revol­ver. Honum datt í hug að tengja saman tvær teip­vél­ar, not­ast bara við eina söng­töku en senda hana í gegnum báðar vél­arnar áður en hann sam­ein­aði hljóð­merkin á ný. Vegna þess að hljóðið var örlítið lengur á leið­inni í gegnum aðra vél­ina en hina (hér ein­falda ég sann­leik­ann aðeins) voru þessi tvö hljóð­merki ekki alveg sam­taka þegar á hinn end­ann var komið og því hljóm­aði söng­ur­inn tvö­fald­ur. Þessu fylgir þó alger­lega sér­stakur hljómur sem fæst ekki með öðrum aðferðum og nákvæm­lega þetta nýttu Queen-liðar sér ákaft á sínum ferli. Bohem­ian Rhapsody er gríð­ar­lega gott dæmi um þetta.



Annað blað brutu þeir í upp­töku­tækni við gerð Revol­ver og það var sú aðferð að setja hljóð­nem­ana alveg upp að því sem taka átti upp. Fram að þessu höfðu míkró­fónar verið hugs­aðir sem ígildi eyrna, þeim var stillt upp á stað sem hægt var að hugsa sér sem þægi­legan stað fyrir til­von­andi kaup­anda plöt­unn­ar, hefði hann verið á staðn­um. Þannig skyldi upp­lifunin flutt beint úr hljóð­ver­inu í eyru okk­ar. 

En með því að setja hljóð­nem­ana alveg upp að gít­armagn­ar­an­um, tromm­um, píanó­um, org­elum og öllu hinu fékkst ákveðin ein­angrun og auð­veld­ara var að úti­loka umhverf­is­hljóð. Öll eft­ir­vinnsla er með þessu móti tals­vert auð­veld­ari og í dag er þessi aðferð notuð í 99% til­vika. Þarna þótti þetta hins vegar svo fjar­stæðu­kennt að tækni­maður hljóð­vers­ins var skammaður af yfir­boð­urum og eig­endum fyrir að fara illa með hljóð­nem­ana og auð­velt að setja sig í spor þess­ara jakka­fata­manna sem vit­an­lega sáu fyrir sér mann­eskju með eyrað klesst upp við sner­il­trommu sem Ringo barði síðan í erg og gríð. Fyrst slíkt skemmdi manns­eyrað hlaut það að skemma hljóð­nem­ann.

183.000.000 ein­tök seld

Revolver undir nálinni.Þetta er rosa­leg tala. Bítl­arnir hafa selt 183 millj­ónir ein­taka platna í heild­ina og eru langsölu­hæsta band allra tíma. Hvíta albú­mið er langstærst, 24.000.000 ein­tök seld og þótt ótrú­legt megi virð­ast er hún eina plata þeirra sem fer á topp 10 yfir mest seldu breið­skífur heims, hún er í fjórða sæti á eftir Thriller með Mich­ael Jackson og Hotel Cali­fornia og Their Greatest Hits (1971–1975) með Eag­les. Revol­ver er hvergi nálægt þeirra vin­sæl­ustu verkum og hefur „að­eins“ selst í rúm­lega 6 milljón ein­taka.

Guli kaf­bát­ur­inn í her­berg­inu

Besta lagið á Revol­ver er I'm Only Sleep­ing en þau eru öll meist­ara­verk. Nema eitt. Hel­vítis Yellow Submar­ine. Það er eig­in­lega bara ógeðs­legt. Senni­lega átti þetta að vera fyndið en þetta er ekk­ert fynd­ið. Þeir sögðu síðar í við­tölum að lagið hefði verið smíðað sér­stak­lega til þess að Ringo gæti sungið það, hann býr jú ekki yfir neitt sér­stak­lega víðu raddsviði. En komm­on, þið eruð Bítl­arn­ir. Hvernig var þetta leiðin til þess að leysa mál­ið?

Annað sér­lega mark­vert er að Harri­son kemur þremur frá­bærum lögum á blað. Þeirra best er upp­haf­slag plöt­unn­ar, Taxm­an. Það er auð­vitað eitt­hvað brjálað við það að semja lag í stíl við þema­lög ofur­hetju­mynda sam­tím­ans og kvarta undan því að skatt­ur­inn sé grimmur við þig þegar þú ert er George Harri­son í Bítl­unum árið 1966. Og til að bæta ofan á pirr­ing­inn tekur Paul þarna eitt brjál­að­asta gít­ar­sóló í sögu Bítl­ana, metalskotið og gauðrif­ið. Bassa­leik­ar­inn sjálfur sem aldrei tók sóló.



Ég er aðeins minna hrif­inn af sítaræf­ingum Harri­son en læt það þó ekk­ert fara í taug­arnar á mér. Ekk­ert mik­ið.

Lögin sem víst hljóm­uðu á tón­leikum

Við nið­ur­lag þess­ara pistla þykir mér gaman að velta fyrir mér stöðu við­kom­andi bands eða lista­fólks í dag. Hér er því auð­vitað ekki að heilsa. Einnig finnst mér gaman að skoða hvernig lög af plöt­unni sem um ræðir hafa ratað inn á tón­leik­ar­prógröm á þeim árum sem síðan eru lið­in. Þar er sömu sögu að segja, þessi lög hafa aldrei verið spiluð á tón­leik­um. Ekki af Bítl­un­um. Og þá komum við að þeirri svaka­legu stað­reynd að öll lögin af Revol­ver og öllum hinum plöt­unum af hljóð­vers­tíma­bil­inu hafa verið spiluð á tón­leikum um víða ver­öld, oftar og fyrir fleiri en næstum öll lög önnur sem samin hafa ver­ið. Flutt af ótelj­andi lista­fólki við allar aðstæð­ur.



Eleanor Rigby er einmitt fyrsta lagið sem rataði inn á Bítla­plötu þar sem þeir sjálfir spila ekki á eitt ein­asta hljóð­færi. Og svo gerir Ray þetta bara blind­andi.

Ég hvet ykkur öll til að hlusta á þetta meist­ara­verk í heild. Hér er mín skoðun en ég skal glaður rök­ræða hana: Revol­ver er besta platan með The Beat­les.

Laga­listi:

Hlið A

01 – Taxman

02 – Eleanor Rigby

03 – I'm Only Sleep­ing

04 – Love You To

05 – Here, There and Everywhere

06 – Yellow Submar­ine

07 – She Said She Said

08 – Good Day Suns­hine

09 – And Your Bird Can Sing

10 – For No One

11 – Doctor Robert

12 – I Want To Tell You

13 – Go To Get You Into My Life

14 – Tomor­row Never Knows





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk