Besta platan með The Beatles – Revolver

Gefin út af Parlophone þann 5. ágúst 1966, 14 lög á 35 mínútum og 1 sekúndu.

bibbinnnnnnn12.JPG
Auglýsing

Hug­myndin um bestu plöt­una hverju sinni bygg­ist ein­göngu á skoðun minni og þekk­ingu. Skoð­unin er oft­ast mjög sterk en þekk­ingin getur verið alla­vega. Þannig hika ég ekki við að til­nefna bestu plöt­una og þá skiptir engu hvort ég þekki allar útgáfur við­kom­andi mjög vel eða bara þessa einu – já eða eitt­hvað þar á milli.

Ég er þess vegna alltaf til í rök­ræður og upp­fræðslu frá les­endum sem annað hvort vita betur eða telja sig vita bet­ur. Aðal­málið er að hlusta á og ræða hljóm­plötur sem heild, bestu plöt­una í hvert skipti.

Hljóm­sveitin The Beat­les var stofnuð árið 1960 í Liver­pool á Englandi og hætti störfum árið 1970. The Beat­les gaf út 13 breið­skífur á ferl­in­um:

Auglýsing

Ple­ase Ple­ase Me (1963)

With the Beat­les (1963)

A Hard Day's Night (1964)

Beat­les for Sale (1964)

Help! (1965)

Rubber Soul (1965)

Revol­ver (1966)

Sgt. Pepper's Lon­ely Hearts Club Band (1967)

Magical Mystery Tour (1967)

The Beat­les (The White Album) (1968)

Yellow Submar­ine (1969)

Abbey Road (1969)

Let It Be (1970)

Revol­ver var sjö­unda stóra plata Bítl­ana á þremur árum og þá áttu þeir eftir að gefa út sex til við­bótar á þeim fjórum árum sem bandið tórði. Tíu ára fer­ill, 13 breið­skífur á sjö árum (sem reyndar má toga upp í 23 ef til­teknar eru allar furðu­út­gáfur af þessum þrettán fyrir aðra heims­hluta og þá aðal­lega Banda­rík­in) frægð, frami og áhrif sem ekk­ert tón­list­ar­fólk hefur kom­ist í námunda við fyrr, síðar eða mun gera eft­ir­leið­is. Nákvæm­lega þarna má skipta ferl­inum í tvennt, fyrir og eftir Revol­ver því eftir útgáfu plöt­unnar tók við síð­asta tón­leika­ferð þeirra og eft­ir­leiðis unnu þeir aðeins í hljóð­ver­inu.

Það er auð­velt að hlusta á The Beat­les

Ég man ekki hvenær ég heyrði Revol­ver fyrst. Og senni­lega veit ég það bara ekki. Þessar plötur voru ekki til á heim­il­inu og ég varð ekk­ert sér­stak­lega mikið var við þær sem slík­ar. En eins og hvert annað manns­barn heyrði ég auð­vitað Bítla­lög í löngum bun­um. Ég var hins­vegar kom­inn yfir tví­tugt þegar ég tók fyrstu skipu­legu yfir­ferð­ina á ferl­in­um. Þá setti ég Ple­ase Ple­ase Me á fón­inn, síðan With the Beat­les og svo koll af kolli þangað til ég hafði klárað Let It Be. Til ykkar sem ekki hafa prófað að hlusta svona krónólógískt á Bítl­ana vil ég nefna sér­stak­lega hversu auð­velt það er. Plöt­urnar eru lang­flestar undir 35 mín­útum að lengd og engin nema Hvíta albú­mið sem ruggar þeim báti alvar­lega, tvö­föld og meira en einn og hálfur tími. En það tekur bara um það bil 10 tíma að hlusta á allar 13 plöt­urnar að við­bættum tím­anum sem tekur að skipta um skífur á fón­inum og snúa þeim við. Og það er gam­an. Þetta er allt svo auð­velt. Og það er mjög skýr bogi á ferl­in­um.

Rauða platan og Bláa platan

Við eigum þær öll. Og við eigum öll að eiga þær. Þær eru frá­bær­lega heppn­aðar og með betri safn­plötum allra tíma.En ég held að það sé vin­sældum þeirra að kenna hversu mörg okkar þekkja ekki ein­stakar plötur Bítl­anna. Það er eig­in­lega með ólík­indum að við skulum ekki öll vita meira en við vit­um. Það var það sem fékk mig til að rúlla í gegnum þær í réttri röð og þær negldu mig svo ger­sam­lega að ég man hvar ég var þegar ég var að hlusta á hverja og eina þeirra í dag. Jæja, kannski ekki alveg. En alltaf þegar ég hlusta á Rubber Soul man ég eftir sól úti á svöl­um. Help! er tengd við tré og ég er nokkuð við um að ég hafi verið á rölti með Discman þegar ég hlust­aði á hana. Abbey Road, her­bergið mitt og ég löðr­andi á fingr­unum að borða eitt­hvað. Já ok, þetta eru nú greini­lega ekki heilar minn­ingar en ég fæ þessar sömu myndir upp í hug­ann í hvert skipti. Og vegna þess að ég hlust­aði svona harka­lega í röð þá hef ég líka alltaf mjög sterka til­finn­ingu fyrir upp­haf­inu, miðju og endi.

Þetta byrjar allt af gríð­ar­legum frum­krafti og Ple­ase Ple­ase Me er eig­in­lega hálf­gert brjál­æði. Hún er tekin upp á innan við 13 klukku­tímum og eðl­is­á­vísun látin ráða för frekar en eitt­hvað ann­að. Þar eru mörg tök­u­lög og allt eins hrátt og hægt er að hugsa sér, gredda, vilj­inn til að sigra heim­inn, óáskyggj­an­leg gleði og áhyggju­leysi fjög­urra manna sem héldu hóp­inn eins og her­sveit. Á hinum enda fer­ils­ins er Let It Be og hún er allt það sem Ple­ase Ple­ase Me er ekki. Jú, hún er auð­vitað frá­bær, því allar Bítla­plöt­urnar eru það. 

En hún er þaul­hugsuð og kannski of. Hún er búin til af mönnum sem höfðu ekk­ert að sanna, voru ekki lengur þessi sam­ein­aða heild, áttu allt of mikla pen­inga og allan tíma heims­ins, voru með haus­inn á kafi í útsetn­ingum og nýj­ustu hljóð­upp­töku­tækni og stundum fær maður á til­finn­ing­una að þeir hafi verið að drepa tím­ann eða að fylla upp í eitt­hvert hlut­verk sem þeim hafði verið skaff­að. Höfum í huga að við erum að tala um 13 plötur sem allar eru ótrú­leg verk og innan þess skala verðum við að dæma þær. Þannig eru sumar síðri en aðrar og fyrir mér eru það þessar enda­plötur sem eru verst­ar. Hápunktur fer­ils Bítl­anna er um mið­bikið þegar allt þetta ofan­greinda fer saman í réttu hlut­falli. Rubber Soul, Revol­ver og Sgt. Pepper's Lon­ely Hearts Club Band. Þetta eru bestu verkin þeirra. Rubber Soul er á rétt að verða komin á tind­inn, Sgt. Pepp­er’s er komin nokkur skref niður hinum meg­in. Og Revol­ver er þarna á milli, full­komið jafn­vægi af frum­krafti, sköp­un, kunn­áttu, for­vitni, sjálfs­ör­yggi, monti, sam­heldni og sann­fær­ingu.

Lögin sem aldrei hljóm­uðu á tón­leikum

Bítl­arnir spil­uðu aldrei eitt ein­asta lag af Revol­ver á tón­leik­um. Þau voru ein­fald­lega of flókin eða víð­fem og ekki útsett fyrir fjög­urra manna hljóm­sveit. Þar að auki nutu þeir þess­ara mán­aða á túrnum alls ekki vegna þess að hljóð­kerfi og magn­arar þess tíma voru ekki tæki sem réðu við að koma hljóði til svona margra ein­stak­linga í einu. Bítl­arnir voru orðnir fyrsta leik­vanga­band ver­aldar og ómögu­legt að fólk fengi að heyra þá og sjá þannig að sóma­sam­legt væri. Þeir voru orðnir svo stórir að þeir heyrðu hrein­lega ekki í sjálfum sér. Og aðrir heyrðu enn minna.Eftir þetta spil­uðu þeir bara saman í hljóð­ver­inu. En þeir urðu líka meist­arar hljóð­vers­ins og fundu upp stóran hluta af þeirri tækni sem búið er að þróa til muna og notuð er enn í dag. Ef ekki væru Bítl­arnir hefðu seinni­tímarisar tón­list­ar­sög­unnar ekki hljó­mað eins og þær gerðu. Queen er þar gott dæmi og nær­tæk­ast að tala um söngupp­tök­urnar og sándið sem ein­kennir margt sem Freddie setti inn á teip. Bítl­arnir höfðu lengi barist við að tvö­falda söng­inn við upp­tök­ur, sem sagt taka upp nákvæm­lega eins söng ofan í þann sem fyrir var. 

Þetta var bæði tíma­frekt og erfitt því til þess að slíkt hljómi vel þarf fram­kvæmdin að vera afar nákvæm, en þá er upp­skeran líka góð. Upp­töku­stjóri Bítl­anna ein­fald­aði þessa aðgerð þegar þeir unnu að Revol­ver. Honum datt í hug að tengja saman tvær teip­vél­ar, not­ast bara við eina söng­töku en senda hana í gegnum báðar vél­arnar áður en hann sam­ein­aði hljóð­merkin á ný. Vegna þess að hljóðið var örlítið lengur á leið­inni í gegnum aðra vél­ina en hina (hér ein­falda ég sann­leik­ann aðeins) voru þessi tvö hljóð­merki ekki alveg sam­taka þegar á hinn end­ann var komið og því hljóm­aði söng­ur­inn tvö­fald­ur. Þessu fylgir þó alger­lega sér­stakur hljómur sem fæst ekki með öðrum aðferðum og nákvæm­lega þetta nýttu Queen-liðar sér ákaft á sínum ferli. Bohem­ian Rhapsody er gríð­ar­lega gott dæmi um þetta.Annað blað brutu þeir í upp­töku­tækni við gerð Revol­ver og það var sú aðferð að setja hljóð­nem­ana alveg upp að því sem taka átti upp. Fram að þessu höfðu míkró­fónar verið hugs­aðir sem ígildi eyrna, þeim var stillt upp á stað sem hægt var að hugsa sér sem þægi­legan stað fyrir til­von­andi kaup­anda plöt­unn­ar, hefði hann verið á staðn­um. Þannig skyldi upp­lifunin flutt beint úr hljóð­ver­inu í eyru okk­ar. 

En með því að setja hljóð­nem­ana alveg upp að gít­armagn­ar­an­um, tromm­um, píanó­um, org­elum og öllu hinu fékkst ákveðin ein­angrun og auð­veld­ara var að úti­loka umhverf­is­hljóð. Öll eft­ir­vinnsla er með þessu móti tals­vert auð­veld­ari og í dag er þessi aðferð notuð í 99% til­vika. Þarna þótti þetta hins vegar svo fjar­stæðu­kennt að tækni­maður hljóð­vers­ins var skammaður af yfir­boð­urum og eig­endum fyrir að fara illa með hljóð­nem­ana og auð­velt að setja sig í spor þess­ara jakka­fata­manna sem vit­an­lega sáu fyrir sér mann­eskju með eyrað klesst upp við sner­il­trommu sem Ringo barði síðan í erg og gríð. Fyrst slíkt skemmdi manns­eyrað hlaut það að skemma hljóð­nem­ann.

183.000.000 ein­tök seld

Revolver undir nálinni.Þetta er rosa­leg tala. Bítl­arnir hafa selt 183 millj­ónir ein­taka platna í heild­ina og eru langsölu­hæsta band allra tíma. Hvíta albú­mið er langstærst, 24.000.000 ein­tök seld og þótt ótrú­legt megi virð­ast er hún eina plata þeirra sem fer á topp 10 yfir mest seldu breið­skífur heims, hún er í fjórða sæti á eftir Thriller með Mich­ael Jackson og Hotel Cali­fornia og Their Greatest Hits (1971–1975) með Eag­les. Revol­ver er hvergi nálægt þeirra vin­sæl­ustu verkum og hefur „að­eins“ selst í rúm­lega 6 milljón ein­taka.

Guli kaf­bát­ur­inn í her­berg­inu

Besta lagið á Revol­ver er I'm Only Sleep­ing en þau eru öll meist­ara­verk. Nema eitt. Hel­vítis Yellow Submar­ine. Það er eig­in­lega bara ógeðs­legt. Senni­lega átti þetta að vera fyndið en þetta er ekk­ert fynd­ið. Þeir sögðu síðar í við­tölum að lagið hefði verið smíðað sér­stak­lega til þess að Ringo gæti sungið það, hann býr jú ekki yfir neitt sér­stak­lega víðu raddsviði. En komm­on, þið eruð Bítl­arn­ir. Hvernig var þetta leiðin til þess að leysa mál­ið?

Annað sér­lega mark­vert er að Harri­son kemur þremur frá­bærum lögum á blað. Þeirra best er upp­haf­slag plöt­unn­ar, Taxm­an. Það er auð­vitað eitt­hvað brjálað við það að semja lag í stíl við þema­lög ofur­hetju­mynda sam­tím­ans og kvarta undan því að skatt­ur­inn sé grimmur við þig þegar þú ert er George Harri­son í Bítl­unum árið 1966. Og til að bæta ofan á pirr­ing­inn tekur Paul þarna eitt brjál­að­asta gít­ar­sóló í sögu Bítl­ana, metalskotið og gauðrif­ið. Bassa­leik­ar­inn sjálfur sem aldrei tók sóló.Ég er aðeins minna hrif­inn af sítaræf­ingum Harri­son en læt það þó ekk­ert fara í taug­arnar á mér. Ekk­ert mik­ið.

Lögin sem víst hljóm­uðu á tón­leikum

Við nið­ur­lag þess­ara pistla þykir mér gaman að velta fyrir mér stöðu við­kom­andi bands eða lista­fólks í dag. Hér er því auð­vitað ekki að heilsa. Einnig finnst mér gaman að skoða hvernig lög af plöt­unni sem um ræðir hafa ratað inn á tón­leik­ar­prógröm á þeim árum sem síðan eru lið­in. Þar er sömu sögu að segja, þessi lög hafa aldrei verið spiluð á tón­leik­um. Ekki af Bítl­un­um. Og þá komum við að þeirri svaka­legu stað­reynd að öll lögin af Revol­ver og öllum hinum plöt­unum af hljóð­vers­tíma­bil­inu hafa verið spiluð á tón­leikum um víða ver­öld, oftar og fyrir fleiri en næstum öll lög önnur sem samin hafa ver­ið. Flutt af ótelj­andi lista­fólki við allar aðstæð­ur.Eleanor Rigby er einmitt fyrsta lagið sem rataði inn á Bítla­plötu þar sem þeir sjálfir spila ekki á eitt ein­asta hljóð­færi. Og svo gerir Ray þetta bara blind­andi.

Ég hvet ykkur öll til að hlusta á þetta meist­ara­verk í heild. Hér er mín skoðun en ég skal glaður rök­ræða hana: Revol­ver er besta platan með The Beat­les.

Laga­listi:

Hlið A

01 – Taxman

02 – Eleanor Rigby

03 – I'm Only Sleep­ing

04 – Love You To

05 – Here, There and Everywhere

06 – Yellow Submar­ine

07 – She Said She Said

08 – Good Day Suns­hine

09 – And Your Bird Can Sing

10 – For No One

11 – Doctor Robert

12 – I Want To Tell You

13 – Go To Get You Into My Life

14 – Tomor­row Never Knows

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFólk