Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar

Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.

matur
Auglýsing

Ofþyngd og offita virðast kannski vera þreytt hugtök í umræðunni, enda ætti holdafar ekki að skipta nokkru máli. Það sem þó skiptir máli er heilsufar okkar og því miður er það svo að offita er tengd við aukna áhættu á fjölda sjúkdóma.

Offita hefur aukist gríðarlega síðastliðin 30 ár, í Bandaríkjunum hefur hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu farið úr 15 prósent árin 1976-1980 upp í 40 prósent árið 2019. Á sama tíma glíma 33 prósent Bandaríkjamanna við ofþyngd, ástand sem er oft undanfari offitu. Ætla má að allir þessir einstaklingar þurfi í gegnum ævina á meira heilbrigðisþjónustu að halda í samanburði við þá sem eru í kjörþyngd.

Það er af þessum ástæðum sem rannsóknir sem snúa að offitu og ofþyngd eru mikilvægar. Það skiptir máli að skilja hvað gerist í líkamanum til að skilja hvernig er hægt að koma í veg fyrir það, til að hámarka lífsgæði einstaklinga, a.m.k. hvað heilsufar þeirra varðar.

Auglýsing

Rannsókn sem unnin var við University of Virginia, sem framkvæmd var í músum, bendir til þess að líkamsklukkan geti bæði haft áhrif á hvað við borðum og hvernig við vinnum úr því. Rannsóknin var birt í Current Biology snemma í þessum mánuði.

Í rannsókn hópsins í Virginu var fylgst með músum sem fengu mismunandi fæði yfir nokkra vikna skeið. Annars vegar fékk hópur af músum það sem mætti kallast náttúrulegt fæði og hins vegar fékk hópur af músum orkuríkt fæði, þ.e. kaloríuríkt fæði. Í báðum tilfellum var maturinn aðgengilegur hvenær sem er sólarhringsins.

Munurinn á milli hópanna kom á óvart, en mýsnar sem fengu orkuríkari mat voru líklegri til að borða allan sólarhringinn, þ.e. milli þess sem gæti talist máltíð en einnig voru þær líklegri til að borða á hvíldartímum. Þessar mýs voru líka líklegri til að fitna.

Þegar mýs sem ekki mynda dópamín, verðlaunaboðaefni sem við losum þegar við borðum góðan mat, fengu sömu meðferð voru niðurstöðurnar aðrar. Þegar engin verðlaunaboðefni voru til staðar héldu mýsnar réttum takti, óháð því hvort fæðan þeirra var orkurík eða ekki.

Líkamsklukkan er það sem stjórnar takti líkama okkar, segir okkur hvenær við erum þreytt og hvenær við erum svöng. Þessi klukka slær taktinn þegar kemur að öllum lífeðlisfræðilegum ferlum í hverri frumu líkama okkar og er því, eins og gefur að skilja, mjög mikilvægt tæki til að viðhalda heilbrigðum líkama. 

Lífsstíll sem setur þennan takt úr skorðum getur því haft meiri áhrif en virðist við fyrstu sýn. Að vaka og borða þegar við ættum að sofa hefur, samkvæmt þessari rannsókn, jafnvel meiri áhrif á okkur en að borða óhollan mat á matmálstímum.

Fréttin birtist fyrst á vef Hvatans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk