Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar

Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.

matur
Auglýsing

Ofþyngd og offita virðast kannski vera þreytt hugtök í umræðunni, enda ætti holdafar ekki að skipta nokkru máli. Það sem þó skiptir máli er heilsufar okkar og því miður er það svo að offita er tengd við aukna áhættu á fjölda sjúkdóma.

Offita hefur aukist gríðarlega síðastliðin 30 ár, í Bandaríkjunum hefur hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu farið úr 15 prósent árin 1976-1980 upp í 40 prósent árið 2019. Á sama tíma glíma 33 prósent Bandaríkjamanna við ofþyngd, ástand sem er oft undanfari offitu. Ætla má að allir þessir einstaklingar þurfi í gegnum ævina á meira heilbrigðisþjónustu að halda í samanburði við þá sem eru í kjörþyngd.

Það er af þessum ástæðum sem rannsóknir sem snúa að offitu og ofþyngd eru mikilvægar. Það skiptir máli að skilja hvað gerist í líkamanum til að skilja hvernig er hægt að koma í veg fyrir það, til að hámarka lífsgæði einstaklinga, a.m.k. hvað heilsufar þeirra varðar.

Auglýsing

Rannsókn sem unnin var við University of Virginia, sem framkvæmd var í músum, bendir til þess að líkamsklukkan geti bæði haft áhrif á hvað við borðum og hvernig við vinnum úr því. Rannsóknin var birt í Current Biology snemma í þessum mánuði.

Í rannsókn hópsins í Virginu var fylgst með músum sem fengu mismunandi fæði yfir nokkra vikna skeið. Annars vegar fékk hópur af músum það sem mætti kallast náttúrulegt fæði og hins vegar fékk hópur af músum orkuríkt fæði, þ.e. kaloríuríkt fæði. Í báðum tilfellum var maturinn aðgengilegur hvenær sem er sólarhringsins.

Munurinn á milli hópanna kom á óvart, en mýsnar sem fengu orkuríkari mat voru líklegri til að borða allan sólarhringinn, þ.e. milli þess sem gæti talist máltíð en einnig voru þær líklegri til að borða á hvíldartímum. Þessar mýs voru líka líklegri til að fitna.

Þegar mýs sem ekki mynda dópamín, verðlaunaboðaefni sem við losum þegar við borðum góðan mat, fengu sömu meðferð voru niðurstöðurnar aðrar. Þegar engin verðlaunaboðefni voru til staðar héldu mýsnar réttum takti, óháð því hvort fæðan þeirra var orkurík eða ekki.

Líkamsklukkan er það sem stjórnar takti líkama okkar, segir okkur hvenær við erum þreytt og hvenær við erum svöng. Þessi klukka slær taktinn þegar kemur að öllum lífeðlisfræðilegum ferlum í hverri frumu líkama okkar og er því, eins og gefur að skilja, mjög mikilvægt tæki til að viðhalda heilbrigðum líkama. 

Lífsstíll sem setur þennan takt úr skorðum getur því haft meiri áhrif en virðist við fyrstu sýn. Að vaka og borða þegar við ættum að sofa hefur, samkvæmt þessari rannsókn, jafnvel meiri áhrif á okkur en að borða óhollan mat á matmálstímum.

Fréttin birtist fyrst á vef Hvatans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk