Topp 10 - Bestu teiknimyndir sögunnar

Kristinn Haukur Guðnason
Animal Farm
Auglýsing

Teikni­myndir hafa þró­ast í tím­ans rás með undra­verðum hætti. Þær eru ekki aðeins fyrir börn, og margar þeirra þykja með áhrifa­mestu kvik­myndum sem komið hafa fram á hvíta tjald­ið. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur tók saman lista yfir tíu teikni­myndir sem hann telur bestu teikni­myndir sög­unn­ar.

10. FANTASTIC MR. FOX – Banda­rík­in, 2009

Leik­stjór­inn Wes And­er­son hefur gert það ­gott í Hollywood á und­an­förnum árum með kvik­myndum á borð við Rushmore, The Royal Tenen­baums og The Grand Buda­pest Hotel. Hinn frá­bæri refur er þó eina teikni­myndin sem hann hefur gert. Hún ber þó aug­ljós merki þess að vera And­er­son-­mynd því að myndir hans hafa ákaf­lega sér­stakan stíl, þá ­sér­stak­lega kvik­mynda­takan sem ein­kenn­ist af flötum og sam­hverfum römm­um. Hvert ­at­riði er í raun eins og mál­verk. Auk þess notar hann yfir­leitt sömu leik­ar­ana í sínum eins og t.d. Bill Murray, Owen Wil­son og Willem Defoe sem allir kom­a við sögu hér. Myndin er byggð á sam­nefndri barna­bók Roalds Dahl frá árinu 1970 og fjallar um bar­áttu smá­dýra við þrjá bænd­ur. Dýrin eru leidd af hinum frá­bæra ref sem tal­settur er af ­sjálfum George Cloo­n­ey.

Auglýsing
 

9. KOKAKU KIDOTAI – Jap­an, 1995

Flest vin­sæl manga blöð enda sem annað hvort eða bæði teikni­mynda­þættir og ­kvik­mynd­ir. Draug­ur­inn í skel­inni er þar engin und­an­tekn­ing. Myndin er vís­inda­skáld­skapur sem ger­ist árið 2029 í a­sískri stór­borg sem aug­ljós­lega er byggð á Hong Kong. Sér­stakt lög­gæsluteymi er fengið til þess að kló­festa hættu­legan hakk­ara sem kall­ast Puppet Mast­er. ­Net-og tölvu­væð­ing er sér­stakt þema í mynd­inni og hvernig fólk og tölv­ur ­sam­ein­ast í svoköll­uðum “skelj­um” eða gervi­lík­öm­um. Draug­ur­inn í skel­inni hafði gríð­ar­mikil áhrif út fyrir hinn þrönga heim jap­anskra anime teikni­mynda. ­Mark hennar sést t.a.m. í Hollywood kvik­mynd­unum The Mat­rix, Avatar o.fl.  Brátt fáum við einnig að sjá leikna end­ur­gerð af kvik­mynd­inni með sjálfri Scar­lett Johans­son í aðal­hlut­verki.

 

8. SNOW WHITE AND THE SEVEN DWARFS – Banda­rík­in, 1937

Mjall­hvít og dverg­arnir sjö er fyrsta hand­teikn­aða kvik­mynd­in í fullri lengd. Hún er byggð á hinu fræga þýska ævin­týri sem Grimms-bræður gáfu út á prenti á 19. öld. Walt Dis­ney hafði á þessum tíma gert garð­inn frægan með­ ­stuttum teikni­myndum en hann vildi færa út kví­arnar og lagði því allt í söl­urnar og veð­setti allar eigur sínar til að fram­leiða mynd­ina. Menn héldu að þetta væri hans feigð­ar­flan en myndin sló hins vegar svo ræki­lega í gegn að hún­ er ennþá með tekju­hæstu kvik­myndum allra tíma. Fyrir gróð­ann af mynd­inni kom D­is­ney upp stóru teikni­mynda­veri og á næstu árum á eftir fram­leiddi hann teikni­myndir á borð við Gosa, Dúmbó, Bamba og hina draum­kenndu Fantasíu. Ís­lend­ingar telja sig eiga hlut í þessu ævin­týri þar sem fyr­ir­myndin að Mjall­hvíti Dis­neys gæti vel hafa verið stúlka að nafni Kristín Sölva­dótt­ir.

 

7. VAL­HALLA – Dan­mörk, 1986

Teikni­mynda­bæk­urnar Goð­heimar eru okkur Íslend­ingum að góðu kunn­ar. Þær hafa ver­ið ­gefnar út af danska teikn­ar­anum Peder Mad­sen síðan á átt­unda ára­tug seinust­u aldar en hann leik­stýrði einmitt sjálfur teikni­mynd­inni Val­höll sem var byggð á nokkrum af bók­un­um. Efni­viður Mad­sens er hin forna heiðni sem hann togar og teygir í ýmsar átt­ir. Í Val­höll fylgj­umst við með för þrumuguðs­ins Þórs og föru­neyti hans til Útgarða Loka eins og segir í Snorra-Eddu. Myndin var gríð­ar­vin­sæl á Norð­ur­löndum þegar hún kom út en fjár­mögnun henn­ar ­fór alger­lega úr bönd­unum og hún er því ennþá

tap­mesta kvik­mynd Dan­merkur frá upp­hafi. Myndin lagði þó grund­völl­inn að danskri teikni­mynda­gerð og hóp­ur­inn sem kom að henna átt­i ­seinna eftir að gera myndir á borð við Skóg­ar­dýrið Húgó og Hjálp, ég er fisk­ur!

 

6. SOUTH PARK: BIG­GER, LON­GER & UNCUT – Banda­rík­in, 1999

Hinir illa teikn­uð­u….. eða illa límd­u þættir tvíeyk­is­ins Trey Parker og Matt Stone hófu göngu sína árið 1997 og ullu strax fjaðrafoki. Fólk var vant því að sjá hinn nokkuð djarfa húmor Simp­sons fjöl­skyld­unnar á skjánum en South Park fóru langt yfir öll vel­sæm­is­mörk. Parker og Stone hafa eign­ast fjöl­marga óvini í gegnum tíð­ina enda margir verið teknir fyrir í beittu háði þátt­anna. Reynt hefur verið að stöðv­a fram­leiðslu þeirra eða fá þá til að milda tón­inn og gera þá fjöl­skyldu­vænn­i. ­Kvik­myndin var því ein­hvers konar yfir­lýs­ing Parker og Stone um að rit­skoð­un yrði ekki lið­in. Myndin sló í gegn og var meira að segja til­nefnd til­ Ósk­arsverð­launa. Vita­skuld mættu félag­arnir á rauða dreg­il­inn í lit­ríkum kjól­u­m og útúr­dóp­aðir á sýru.

 

5. LEGO MOVIE – Banda­rík­in, 2014

Danski kubbafram­leið­and­inn Lego hefur ver­ið í miklum vexti und­an­farin ár og er orð­inn stærsti leik­fanga­fram­leið­andi heims. Lego hafa fært út kví­arnar m.a. með gerð tölvu­leikja og teikni­mynda. Fyrsta stóra Lego kvik­myndin leit dags­ins ljós á sein­asta ári og fleiri eru í burð­ar­liðn­um. Lego Movie varð mjög vin­sæl þá sér­stak­lega fyrir hraðar klipp­ingar og ferskan húmor. Myndin lítur út ­fyrir að vera tekin upp með alvöru Lego-kubbum en svo er reyndar ekki heldur er hún að mestu tölvu­gerð. Fram­leið­end­urnir fengu kubba­hönn­uði með sér í lið og að­gang að gríð­ar­stórum tölvu­gagna­grunni fyr­ir­tæk­is­ins. Allt varð að passa eins og það gerir í alvör­unni. Í mynd­inni er tek­ist á um það hvort fylgja eigi leið­bein­ingum eða hugs­a ­sjálf­stætt og skapa eitt­hvað nýtt. Flestir Lego-að­dá­endur falla í annan hvor­n hóp­inn en boð­skapur mynd­ar­innar er sá að ein­hvers konar milli­vegur sé best­ur.



4. HOT­ARU NO HAKA – Jap­an, 1988

Ghi­bli kvik­mynda­verið í Tokyo ber höfuð og herðar yfir aðra í jap­anskri anime teikni­mynda­gerð. Ein merkasta kvik­mynd sem komið hefur þaðan er Gröf eld­flugn­anna eftir Isao Taka­hata. ­Myndin er byggð á sam­nefndri smá­sögu frá árinu 1967 og fjallar um lífs­bar­átt­u ­systk­in­anna Seita og Setsuko undir lok seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar. Þau búa í borg­inni Kobe sem er undir stöð­ugum loft­árásum amer­ískra flug­véla. Þær varpa eldsprengjum sem valda gríð­ar­miklum elds­voð­um, vopn sem notað var til að valda ­sem mestri skelf­ingu. Móðir systk­in­anna deyr í einni slíkri árás og þau þurfa að bjarga sér sjálf. Skyld­menni afneita þeim og þau leið­ast út í þjófnað til­ þess að reyna að kom­ast af. Hinn mikli gagn­rýn­andi Roger Ebert sagði að Gröf eld­flugn­anna fái mann til að end­ur­hugsa teikni­myndir sem list­form. Þetta eru ekki bara skrípa­myndir fyr­ir­ ­börn.



 3. JUNGLE BOOK – Banda­rík­in, 1967

Frum­skóg­ar­bók breska rit­höf­und­ar­ins Rudy­ards Kipling kom út árið 1894. Saga af ungum ind­verskum dreng (Mowgli) sem elst upp hjá úlf­um. Hann kynn­ist pardusnum Bakír og birn­inum Balla og þarf að kljást við kyrkislöng­una Karúnu og tíg­ur­inn S­here Khan. Teikni­myndin er reyndar mun heil­steypt­ari og ein­fald­ari saga en ­bókin sem er sam­an­safn af styttri sög­um. Hún er þó ein­stak­lega vel heppnuð og er ein af allra vin­sæl­ustu teikni­mynd­unum sem Walt Dis­ney fram­leiddi og reynd­ar sú sein­asta en hann lést ári áður en hún var frum­sýnd. Það sem stendur upp úr í mynd­inni er tón­listin sem er í alla staði frá­bær og nokkuð sér­stök. Þar ber helst að nefna atriðið þegar Mowgli kynn­ist órangút­anum Lúlla kóng sem tal­settur er af jazz stjörn­unni Louis Prima. Það er ekki hægt annað en að dilla sér með.



 

2. LA PLANÉTE SAUVAGE – Frakk­land/Tékkóslóvakía, 1973

Kveikjan að gerð mynd­ar­innar um Hina ó­trú­legu planetu var inn­rás Sov­ét­manna í Tékkóslóvakíu árið 1968Hún er fram­leidd þar en leik­stýrð af Frakk­anum René Laloux og tal­sett á frönsku. Efni­við­ur­inn var lítið þekkt frönsk ­vís­inda­skáldsaga, Oms en série frá­ 1957. Myndin fjallar um harða bar­áttu manna (oms) gegn mun stærri og tækni­vædd­ari vera (draags). Draags halda suma oms sem gælu­dýr sem börnin þeirra leika ­sér að en þeir eiga það einnig til að ganga hart gegn þeim og drepa þá líkt og um mein­dýr væri að ræða. Valda­jafn­vægið raskast þó þegar oms ná að flýja frá­ heima­plánet­unni Ygam til nálægs tungls, eða hinnar ótrú­legu plánetu. Myndin er skotin og klippt í hinum svo­kall­aða stop-motion stíl. Hún er ákaf­lega ­fal­leg en jafn­framt fram­and­leg og sum atriðin eru mjög torskil­in.



 

1. ANIMAL FARM – Bret­land, 1954

Dýra­bær var fyrsta breska teikni­myndin í fullri lengd, gerð eftir hinn­i frægu bók George Orwells frá árinu 1945. Myndin fjallar um það þegar hús­dýr á enskum sveitabæ gera upp­reisn gegn bónd­anum og taka sjálf stjórn­ina. Þetta er þó auð­vitað allegóría af Októ­ber­bylt­ing­unni í Rúss­landi árið 1917 og fyrst­u ára­tugum Sov­ét­ríkj­anna. Bylt­ingin er leidd af svín­unum Old Major (Marx), Snowball (Trot­sky) og Napo­leon (Sta­lín) og sýnir hvernig þau verða engu betri en bónd­inn sjálfur (keis­ar­inn). Lengi vel var fjár­mögnun mynd­ar­innar hald­ið ­leyndri, meira að segja fyrir teiknur­unum sjálf­um. Árið 1974 kom í ljós að CIA stóð að baki mynd­inni enda hent­að­i sagan vel í áróð­urs­vél þeirra í kalda stríð­inu. Myndin er und­ar­leg blanda af Dis­ney-­legum teikn­ingum og nap­ur­legu en jafn­fram­t ­kraft­miklu póli­tísku mynd­máli. Svo er hún lysti­lega tal­sett af Maurice Den­ham ­sem tal­aði fyrir öll dýr og menn.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki
None