Framsóknarmenn leggja til að ríkið niðurgreiði fyrstu húsnæðiskaup

Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að ríkið greiði mótframlag vegna fyrstu húsnæðiskaupa. Gæti kostað ríkissjóð um tvo milljarða á fimm árum.

Elsa lára
Auglýsing

Fjórir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um inn­leið­ingu opin­berra mót­fram­laga við fyrstu hús­næð­is­kaup. Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þess­arra mót­fram­laga gæti numið um tveimur millj­örðum króna á fimm ára tíma­bili.

Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­unni segir að úrræði eigi að koma þeim til hjálpar "sem stefna að sínum fyrstu fast­eigna­kaupum sem og þeim sem hafa af ein­hverjum sökum misst hús­næði í sinni eigu og stefna inn á fast­eigna­mark­að­inn að nýju. Ekki skipti máli hvort kaup­endur sem hygð­ust nýta sér úrræðið væru þátt­tak­endur á vinnu­mark­aði eða ekki og því gæti þessi leið nýst þeim sem ekki geta nýtt sér­eign­ar­sparnað til hús­næð­is­kaupa". 

Þing­menn­irnir fjórir sem leggja fram til­lög­una eru Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, Silja Dögg Gunn­ars­dóttir og Ásmundur Einar Daða­son, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Auglýsing

Vilja byggja á breska kerf­inu

Þing­menn­irnir vilja byggja kerfið upp á hús­næð­is­sparn­að­ar­leið sem breska rík­is­stjórnin kynnti í mars síð­ast­liðnum og á að koma til fram­kvæmda í næsta mán­uði. Í grein­ar­gerð þeirra seg­ir: "Grunn­hug­mynd bresku leið­ar­innar er að aðstoða ungt fólk við sín fyrstu íbúð­ar­kaup með opin­beru mót­fram­lagi við sparn­að. Frá og með 1. des­em­ber 2015 munu ein­stak­lingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt hlut í fast­eign, geta stofnað hús­næð­is­sparn­að­ar­reikn­ing sem lýtur sér­stökum skil­málum í þessa veru. Í upp­hafi býðst reikn­ings­stofn­anda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikn­ing­inn og mán­að­ar­legur sparn­aður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skil­greind á inn­borg­un­um, heldur eru aðeins til­greindar hámarks­upp­hæð­ir.

    ­Ríkið greiðir inn­stæðu­eig­endum 25% mót­fram­lag við upp­safn­aðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fast­eign í Bret­landi. Kaup­andi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðl­ast rétt á mót­fram­lagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mót­fram­lagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem mið­ast við að ein­stak­lingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fast­eigna­kaupa kem­ur. Rík­is­styrkur þessi er ein­stak­lings­bund­inn og heim­ilt er að nýta styrk tveggja ein­stak­linga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sam­ein­ingu að sínum fyrstu íbúð­ar­kaup­um. Styrk­ur­inn er skatt­frjáls.

    ­Á­ætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reikn­ings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. des­em­ber 2015. Eftir að reikn­ingur hefur verið stofn­aður eru hins vegar engin tíma­mörk á nýt­ingu úrræð­is­ins".

Gæti kostað tvo millj­arða á fimm árum

Þing­menn­irnir segja að það sé nauð­syn­legt að ráð­ast í gerð kostn­að­ar­á­ætl­unar fyrir rík­is­sjóðs vegna verk­efn­is­ins, en að hún ætti að vera til­tölu­lega auð­veld í fram­kvæmd. Bretir áætli að kostn­aður við inn­leið­ingu úrræð­is­ins hjá þeim muni nema tveimur millj­örðum punda á næstu fimm árum. " Sé sú upp­hæð heim­færð að gjald­miðli og höfða­tölu jafn­gildir hún um tveimur millj­örðum íslenskra króna".

Þing­menn­irnir telja þörf­ina á úrræðum til að greiða leið ungs fólks inn á fast­eigna­mark­að­inn sé löngu orðin ljós. "Ör hækkun fast­eigna­verðs und­an­farin ár, auknar kröfur lán­veit­enda til lán­taka um að stand­ast greiðslu­mat, lækkun láns­hlut­falls lána­stofn­ana við fast­eigna­kaup og mikil hækkun leigu­verðs eru meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á hús­næð­is­mark­aði og kalla á aðgerðir hins opin­bera. Mögu­leik­inn á nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til upp­greiðslu lána eða útborg­unar í fast­eign er skref í rétta átt en nýt­ist ekki öllum þjóð­fé­lags­hóp­um. Þannig nýt­ist sú leið tæp­lega náms­mönnum eða nýút­skrif­uðum nemum sem hafa ekki aflað tekna á vinnu­mark­aði nema að tak­mörk­uðu leyt­i".

Vildu áður skatta­af­slátt fyrir 34 ára og yngri

Þrir flutn­ings­mann­anna, þær Elsa Lára, Silja Dögg og Jóhanna Mar­ía, lögðu fram, ásamt Karli Garð­ar­syni og Har­aldi Ein­ars­syni, frum­varp í vor um breyt­ingar á lögum um tekju­skatt þess efnis að þeir sem hafa ekki náð 34 ára aldri verði „heim­ilt að stofna einn hús­næð­is­sparn­að­ar­reikn­ing sem veitir rétt til skatta­af­slátt­ar. [...]Hver maður getur aðeins átt einn hús­næð­is­sparn­að­ar­reikn­ing“.

Skatta­af­slátt­ur­inn sem veita ætti vegna hús­næð­is­sparn­aðar á sam­kvæmt frum­varp­inu að vera 20 pró­sent af inn­leggi hvers tekju­árs en aldrei yfir 200 þús­und krón­ur.

Hús­næð­is­sparn­að­ar­reikn­ingar eiga að vera bundnir til tíu ára frá fyrstu inn­lögn, en reikn­ings­eig­and­inn getur þó fengið aðgang að upp­hæð­inni á honum eftir tvö ár sýni hann fram á að hann ætli sér að kaupa, byggja eða end­ur­bæta íbúð­ar­hús­næði.

Þetta var í fjórða sinn sem frum­varpið var lagt fram en það hefur aldrei hlotið efn­is­lega með­ferð. Það hlaut ekki slíka á síð­asta þingi held­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None