Samfylkingarfólk vill aldurskvóta í efstu sætin á framboðslistum

Að minnsta kosti einn frambjóðandi í efstu þremur sætum á framboðslistum flokksins á að vera undir 35 ára. Þingmaður á meðal meðflutningsmanna.

Sigríður Ingibjörg
Auglýsing

Til­laga verður lögð fram á næsta flokk­stjórn­ar­fund­i ­Sam­fylk­ing­ar­innar um að minnsta kosti einn fram­bjóð­andi yngri en 35 ára skuli vera í einu af þremur efstu sæt­unum á fram­boðs­listum flokks­ins. Auk þess er lagt til að ávallt skuli leit­ast við að á fram­boðs­listum séu fram­bjóð­endur yngri en 35 ára í að minnsta kosti fimmt­ungi þeirra sæta sem stillt er upp í.

Sam­fylk­ingin heldur flokks­stjórn­ar­fund 14. nóv­em­ber næst­kom­and­i á Akra­nesi þar sem afstaða verður tekin til til­lög­unn­ar. Verði hún sam­þykkt mun það verða í fyrsta sinn sem íslenskur stjórn­mála­flokkur set­ur ald­urskvóta í skuld­bind­andi reglum við val á fram­boðs­lista.

Frum­flutn­ings­maður til­lög­unar er Natan Kol­beins­son, mið­stjórn­ar­með­lim­ur og fyrrum for­maður Ungra jafn­að­ar­manna í Reykja­vík. Á meðal sex ­með­flutn­ings­manna er Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­mað­ur­ ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Elsti þing­flokkur lands­ins 

Í grein­ar­gerð sem fylgir til­lög­unni seg­ir: að Þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar hafi ekki farið í gegn­um ­neina nýliðun við síð­ustu alþing­is­kosn­ingar og þar að auki séu nær all­ir vara­þing­menn flokks­ins fyrr­ver­andi þing­menn. Sam­fylk­ingin hefði þurft að fjór­falda fylgi sitt til þess að ungt fólk kæm­ist á lista.

„Flokk­ur­inn þarf nauð­syn­lega á því að halda að nýtt og ungt fólk eigi raun­hæfa mögu­leika á því að kom­ast á þing eftir næstu kosn­ing­ar. Þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar er elsti þing­flokk­ur­inn á alþingi í dag og yngsti þing­maður flokks­ins er sú kona ­sem hefur þó mesta þing­reynslu og hefur setið á þingi í 12 ár.

Flytj­endur þess­arar til­lögu telja það mik­il­vægt fyrir flokk­inn að fyrir næst­u ­kosn­ingar fari fram ákveðin kyn­slóð­ar­skipti í flokknum og ungt fólk eig­i raun­veru­lega mögu­leika á því að verða alþing­is­menn fyrir flokk­inn eft­ir ­kosn­ing­ar. Fram­boðs­listar verða að sýna fjöl­breyti­leika flokks­ins og gefa ­röddum ungs fólks, sem og ann­arra þjóð­fé­lags­hópa, vægi. Aðeins þannig get­ur ­Sam­fylk­ingin státað sig af því að vera málsvari almanna­hags­muna og sýnt í verki að hún treysti ungu fólki til ábyrgð­ar­starfa.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None