Byrjað að greiða milljarða inn á lífeyrisskuld ríkisins á þarnæsta ári

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að gert sé ráð fyrir því fyrstu greiðslum inn á ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkisins á þarnæsta ári. Vandinn verði ekki leystur með öðrum hætti en að "setja inn marga milljarða á ári til að fresta þess að sjóðurinn tæmist, ella munum við sitja uppi með 20 milljarða greiðslu á ári eftir 10 ár". Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna í ViðskiptaMogganum í dag.

Samtals eru skuldbindingar umfram eignir hjá B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH) tæplega 460 milljarðar króna. Allir fjármunir sjóðanna munu verða uppurnir árið 2030 og eftir það falla greiðslur til sjóðsfélaga beint á ríkissjóð.

Verði ekkert að gert verður upphæðin sem þarf að greiða um 28 milljarðar króna til að byrja með en fara síðan lækkandi áratugina á eftir. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram í september, segir: „Í uppsiglingu er því mikið vandamál fyrir ríkissjóð ef ekkert verður að gert.“

Auglýsing

Engin önnur leið fær en að greiða inn milljarða

Bjarni segir í viðtalinu að það sé engin önnur leið til að taka á því stóra ófjármagnaða gati sem sé á B-deildinni en að koma fram með greiðsluáætlun. "Í langtímaáætlun okkar í vor birtum við fyrstu áform um inngreiðslur á skuldbindingum í B-deildinni og gerum við ráð fyrir fyrstu greiðslum á þarnæsta ári. Í tengslum við samkomulagið um lífeyrismálin munum við koma fram með áætlun fyrir A- og B-deildina. Vandi B-deildar verður ekki leystur með öðrum hætti en að setja inn marga milljarða á ári til þess að fresta því að sjóðurinn tæmist, ella munum við sitja uppi með 20 milljarða króna greiðslu á ári eftir 10 ár". 

Bjarni hafði áður sagt, í viðtali við Morgunblaðið í mars, að greiðslurnar myndu hefjast á næsta ári, 2016. sagði í blaðaviðtali í mars síðastliðnum að greiðslurnar myndu hefjast á næsta ári.

Ekkert greitt eftir hrunið

Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera hafa verið risastórt vandamál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofnuð. Hún byggir á stigakerfi þar sem sjóðsfélagi ávinnur sér réttindi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðssöfnun. Þ.e. LSR safnar iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út í samræmi við áunnin réttindi. Ef sjóðurinn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðsins, hin svokallaða B-deild, lokuð fyrir sjóðsfélögum. Í henni ávinna sjóðsfélagar sér tvö prósent réttindi á ári miðað við fullt starf. Reglur LH eru áþekkar B-deildinni.  Þetta kerfi byggir að mestu á gegnumstreymi fjármagns, og einungis að hluta til á sjóðssöfnun. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deildina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mikið. Það var alltaf morgunljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjárhæðir með þessu gamla kerfi.

Þess vegna ákvað Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, árið 1999 að ríkissjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram lagaskyldu. Markmiðið var að milda höggið sem framtíðarkynslóðir skattgreiðenda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóðirnir tæmdust.

Árið 2008, eftir hrunið, var þessum viðbótargreiðslum hins vegar hætt. Þá hafði ríkissjóður, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 milljarða króna inn á útistandandi skuld sína við B-deild LSR og LH. Um síðustu áramót var sú fjárhæð, uppfærð með ávöxtun sjóðanna, orðin 231,8 milljarðar króna. Því er ljóst að greiðslurnar skiptu verulegu máli. Ef ekki hefði komið til þessara greiðslna væru sjóðirnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á ríkissjóð.

Kjarninn fjallaði ítarlega um málið í fréttaskýringu í byrjun október. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None