Byrjað að greiða milljarða inn á lífeyrisskuld ríkisins á þarnæsta ári

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að gert sé ráð fyrir því fyrstu greiðslum inn á ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­ins á þarnæsta ári. Vand­inn verði ekki leystur með öðrum hætti en að "setja inn marga millj­arða á ári til að fresta þess að sjóð­ur­inn tæm­ist, ella munum við sitja uppi með 20 millj­arða greiðslu á ári eftir 10 ár". Þetta kemur fram í við­tali við Bjarna í Við­skipta­Mogg­anum í dag.

Sam­tals eru skuld­bind­ingar umfram eignir hjá B-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóði hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) tæp­lega 460 millj­arðar króna. Allir fjár­munir sjóð­anna munu verða upp­urnir árið 2030 og eftir það falla greiðslur til sjóðs­fé­laga beint á rík­is­sjóð.

Verði ekk­ert að gert verður upp­hæðin sem þarf að greiða um 28 millj­arðar króna til að byrja með en fara síðan lækk­andi ára­tug­ina á eft­ir. Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem lagt var fram í sept­em­ber, seg­ir: „Í upp­sigl­ingu er því mikið vanda­mál fyrir rík­is­sjóð ef ekk­ert verður að gert.“

Auglýsing

Engin önnur leið fær en að greiða inn millj­arða

Bjarni segir í við­tal­inu að það sé engin önnur leið til að taka á því stóra ófjár­magn­aða gati sem sé á B-deild­inni en að koma fram með greiðslu­á­ætl­un. "Í lang­tíma­á­ætlun okkar í vor birtum við fyrstu áform um inn­greiðslur á skuld­bind­ingum í B-deild­inni og gerum við ráð fyrir fyrstu greiðslum á þarnæsta ári. Í tengslum við sam­komu­lagið um líf­eyr­is­málin munum við koma fram með­ ­á­ætlun fyrir A- og B-deild­ina. Vandi B-deildar verður ekki leystur með öðrum hætti en að setja inn marga millj­arða á ári til þess að fresta því að sjóð­ur­inn tæm­ist, ella munum við sitja uppi með 20 millj­arða króna greiðslu á ári eft­ir 10 ár". 

Bjarni hafði áður sagt, í við­tali við Morg­un­blaðið í mars, að greiðsl­urnar myndu hefj­ast á næsta ári, 2016. sagði í blaða­við­tali í mars síð­ast­liðnum að greiðsl­urnar myndu hefj­ast á næsta ári.

Ekk­ert greitt eftir hrunið

Ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­kerfi þar sem sjóðs­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­kall­aða B-deild, lokuð fyrir sjóðs­fé­lög­um. Í henni ávinna sjóðs­fé­lagar sér tvö pró­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Reglur LH eru áþekkar B-deild­inn­i.  Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­streymi fjár­magns, og ein­ungis að hluta til á sjóðs­söfn­un. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deild­ina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­hæðir með þessu gamla kerfi.

Þess vegna ákvað Geir H. Haar­de, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­is­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­tíð­ar­kyn­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­bót­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­is­sjóð­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Um síð­ustu ára­mót var sú fjár­hæð, upp­færð með ávöxtun sjóð­anna, orðin 231,8 millj­arðar króna. Því er ljóst að greiðsl­urnar skiptu veru­legu máli. Ef ekki hefði komið til þess­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­is­sjóð.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um málið í frétta­skýr­ingu í byrjun októ­ber. „Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None