Byrjað að greiða milljarða inn á lífeyrisskuld ríkisins á þarnæsta ári

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að gert sé ráð fyrir því fyrstu greiðslum inn á ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­ins á þarnæsta ári. Vand­inn verði ekki leystur með öðrum hætti en að "setja inn marga millj­arða á ári til að fresta þess að sjóð­ur­inn tæm­ist, ella munum við sitja uppi með 20 millj­arða greiðslu á ári eftir 10 ár". Þetta kemur fram í við­tali við Bjarna í Við­skipta­Mogg­anum í dag.

Sam­tals eru skuld­bind­ingar umfram eignir hjá B-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóði hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) tæp­lega 460 millj­arðar króna. Allir fjár­munir sjóð­anna munu verða upp­urnir árið 2030 og eftir það falla greiðslur til sjóðs­fé­laga beint á rík­is­sjóð.

Verði ekk­ert að gert verður upp­hæðin sem þarf að greiða um 28 millj­arðar króna til að byrja með en fara síðan lækk­andi ára­tug­ina á eft­ir. Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem lagt var fram í sept­em­ber, seg­ir: „Í upp­sigl­ingu er því mikið vanda­mál fyrir rík­is­sjóð ef ekk­ert verður að gert.“

Auglýsing

Engin önnur leið fær en að greiða inn millj­arða

Bjarni segir í við­tal­inu að það sé engin önnur leið til að taka á því stóra ófjár­magn­aða gati sem sé á B-deild­inni en að koma fram með greiðslu­á­ætl­un. "Í lang­tíma­á­ætlun okkar í vor birtum við fyrstu áform um inn­greiðslur á skuld­bind­ingum í B-deild­inni og gerum við ráð fyrir fyrstu greiðslum á þarnæsta ári. Í tengslum við sam­komu­lagið um líf­eyr­is­málin munum við koma fram með­ ­á­ætlun fyrir A- og B-deild­ina. Vandi B-deildar verður ekki leystur með öðrum hætti en að setja inn marga millj­arða á ári til þess að fresta því að sjóð­ur­inn tæm­ist, ella munum við sitja uppi með 20 millj­arða króna greiðslu á ári eft­ir 10 ár". 

Bjarni hafði áður sagt, í við­tali við Morg­un­blaðið í mars, að greiðsl­urnar myndu hefj­ast á næsta ári, 2016. sagði í blaða­við­tali í mars síð­ast­liðnum að greiðsl­urnar myndu hefj­ast á næsta ári.

Ekk­ert greitt eftir hrunið

Ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­kerfi þar sem sjóðs­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­kall­aða B-deild, lokuð fyrir sjóðs­fé­lög­um. Í henni ávinna sjóðs­fé­lagar sér tvö pró­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Reglur LH eru áþekkar B-deild­inn­i.  Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­streymi fjár­magns, og ein­ungis að hluta til á sjóðs­söfn­un. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deild­ina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­hæðir með þessu gamla kerfi.

Þess vegna ákvað Geir H. Haar­de, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­is­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­tíð­ar­kyn­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­bót­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­is­sjóð­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Um síð­ustu ára­mót var sú fjár­hæð, upp­færð með ávöxtun sjóð­anna, orðin 231,8 millj­arðar króna. Því er ljóst að greiðsl­urnar skiptu veru­legu máli. Ef ekki hefði komið til þess­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­is­sjóð.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um málið í frétta­skýr­ingu í byrjun októ­ber. Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None