Byrjað að greiða milljarða inn á lífeyrisskuld ríkisins á þarnæsta ári

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að gert sé ráð fyrir því fyrstu greiðslum inn á ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­ins á þarnæsta ári. Vand­inn verði ekki leystur með öðrum hætti en að "setja inn marga millj­arða á ári til að fresta þess að sjóð­ur­inn tæm­ist, ella munum við sitja uppi með 20 millj­arða greiðslu á ári eftir 10 ár". Þetta kemur fram í við­tali við Bjarna í Við­skipta­Mogg­anum í dag.

Sam­tals eru skuld­bind­ingar umfram eignir hjá B-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóði hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) tæp­lega 460 millj­arðar króna. Allir fjár­munir sjóð­anna munu verða upp­urnir árið 2030 og eftir það falla greiðslur til sjóðs­fé­laga beint á rík­is­sjóð.

Verði ekk­ert að gert verður upp­hæðin sem þarf að greiða um 28 millj­arðar króna til að byrja með en fara síðan lækk­andi ára­tug­ina á eft­ir. Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem lagt var fram í sept­em­ber, seg­ir: „Í upp­sigl­ingu er því mikið vanda­mál fyrir rík­is­sjóð ef ekk­ert verður að gert.“

Auglýsing

Engin önnur leið fær en að greiða inn millj­arða

Bjarni segir í við­tal­inu að það sé engin önnur leið til að taka á því stóra ófjár­magn­aða gati sem sé á B-deild­inni en að koma fram með greiðslu­á­ætl­un. "Í lang­tíma­á­ætlun okkar í vor birtum við fyrstu áform um inn­greiðslur á skuld­bind­ingum í B-deild­inni og gerum við ráð fyrir fyrstu greiðslum á þarnæsta ári. Í tengslum við sam­komu­lagið um líf­eyr­is­málin munum við koma fram með­ ­á­ætlun fyrir A- og B-deild­ina. Vandi B-deildar verður ekki leystur með öðrum hætti en að setja inn marga millj­arða á ári til þess að fresta því að sjóð­ur­inn tæm­ist, ella munum við sitja uppi með 20 millj­arða króna greiðslu á ári eft­ir 10 ár". 

Bjarni hafði áður sagt, í við­tali við Morg­un­blaðið í mars, að greiðsl­urnar myndu hefj­ast á næsta ári, 2016. sagði í blaða­við­tali í mars síð­ast­liðnum að greiðsl­urnar myndu hefj­ast á næsta ári.

Ekk­ert greitt eftir hrunið

Ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­kerfi þar sem sjóðs­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­kall­aða B-deild, lokuð fyrir sjóðs­fé­lög­um. Í henni ávinna sjóðs­fé­lagar sér tvö pró­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Reglur LH eru áþekkar B-deild­inn­i.  Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­streymi fjár­magns, og ein­ungis að hluta til á sjóðs­söfn­un. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deild­ina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­hæðir með þessu gamla kerfi.

Þess vegna ákvað Geir H. Haar­de, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­is­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­tíð­ar­kyn­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­bót­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­is­sjóð­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Um síð­ustu ára­mót var sú fjár­hæð, upp­færð með ávöxtun sjóð­anna, orðin 231,8 millj­arðar króna. Því er ljóst að greiðsl­urnar skiptu veru­legu máli. Ef ekki hefði komið til þess­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­is­sjóð.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um málið í frétta­skýr­ingu í byrjun októ­ber. Meira úr sama flokkiInnlent
None