Tveir af þremur íslensku viðskiptabönkunum og nokkrir af stærri lífeyrissjóður landsins eru á meðal fjárfesta sem koma að stofnun fyrirtækisins Verðbréfamiðstöðvarinnar, en það ætlar að hefja starfsemi á svið i útgáfu, vörslu og uppgjörs á verðbréfum í samkeppni við Nasdaq verðbréfaskráningu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.
Þar segir að forsvarsmaður og forstjóri hins nýja fyrirtækis, sem fékk tilskilin leyfi frá Samkeppniseftirlitinu í gær, sé Einar S. Sigurjónsson. Hann var forstjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, en það fyrirtæki heitir í dag Nasdaq verðbréfaskráning.
Hingað til hefur Nasdaq verðbréfaskráning verið eina fyrirtækið sem hefur haft starfsleyfi til að stunda miðlæga skráningu, vörslu og uppgjör rafrænna verðbréfa fyrir útgefendur þeirra. Í Morgunblaðinu segir að þótt starfsemin í tengslum við rafræna eignaskráningu verðbréfa sé umfangsmikill þá sé hún fjarri því sem hún var fyrir bankahrun. Mikil vaxtamöguleikar séu hins vgera á markaðnum á komandi árum.