Fjórðungur nýbakaðra feðra taka ekki fæðingarorlof

barn
Auglýsing

Á árinu 2014 tóku 76 pró­sent karla sem eign­uð­ust barn ­fæð­ing­ar­or­lof eða fengu greiddan fæð­ing­ar­styrk. Á árinu 2009 var hlut­fall þeirra 85 pró­sent. Þeim körlum sem taka fæð­ing­ar­or­lof eða þiggja fæð­ing­ar­styrk hef­ur því fækkað um tæp ell­efu pró­sent á fimm árum. Hlut­fall kvenna sem eign­ast barn og taka fæð­ing­ar­or­lof eða ­þiggja fæð­ing­ar­styrk hefur einnig dreg­ist sam­an, en mun minna. Árið 2009 tóku 99 ­pró­sent þeirra orlof en 97 pró­sent í fyrra. Þetta kemur fram í svari Eygló­ar Harð­ar­dóttur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Sig­ríð­i Ingi­björgu Inga­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi.

Hámarks­greiðslur hrundu eftir hrunið

Í svar­inu segir að „und­an­farin ár hefur mæðrum fjölgað sem hvorki fá greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði né greiddan fæð­ing­ar­styrk. Árið 2011 var um að ræða 84 mæð­ur, árið 2012 voru þær 119, árið 2013 voru þær 130 og árið 2014 voru 138 mæður sem hvorki fengu greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði né greiddan fæð­ing­ar­styrk.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lof for­eldra er sam­an­lagt níu mán­uð­ir. Hvort ­for­eldri fyrir sig fær þrjá mán­uði og hinum þremur er síðan hægt að ráð­stafa eft­ir hent­ug­leika. Á fyrstu árunum eftir að fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur til feðra hófust var ekk­ert þak á hámarks­greiðsl­um. Því var breytt árið 2008 en þakið var það hátt að fáir rák­ust í það. Hámarks­greiðslan þá var 535 þús­und krónur á mán­uði.

Hámarks­greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi hafa hins vegar tek­ið nokkrum breyt­ingum á und­an­förnum árum. Í jan­úar 2009 var hámarks­greiðsla lækk­uð í 400 þús­und krónur og nokkrum mán­uðum síðar í 350 þús­und krón­ur. Í jan­úar 2010 var það svo lækkað niður í 300 þús­und krón­ur. Þakið var hækkað aftur upp í 350 ­þús­und krónur árið 2013 og upp í 370 þús­und krónur 2014. Það á hins vegar lang­t í land með að ná því sem það var árið 2008.

Mun fleiri karl­ar ­fengu hámarks­greiðslu

Í svari Eyglóar segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá­ ­Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði var hlut­fall for­eldra sem fékk hámarks­greiðslu úr ­Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði árið 2010 um 31 pró­set allra for­eldra sem fengu greitt ­fæð­ing­ar­or­lof. Þá var hlut­fall mæðra sem fékk hámarks­greiðslu úr ­Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði um 18 pró­sent en hlut­fall feðra um 50 pró­sent. Árið 2013 var hlut­fall for­eldra sem fékk hámarks­greiðslu úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði  um 30 pró­sent, hlut­fall mæðra sem fékk há­marks­greiðslu var um  19 pró­sent en hlut­fall feðra um 43 pró­ent. 

Árið 2014, eftir að  há­marks­greiðsla til for­eldra úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóð­i hækk­aði í 370.000 krónur á mán­uði  var hlut­fall for­eldra sem fékk um 28,4 pró­sent. Þá var hlut­fall mæðra sem fékk há­marks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði um 17 pró­sent en hlut­fall feðra um 41 ­pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None