Fréttablaðið krafið um 20 milljónir í miskabætur og afsökunarbeiðni

Villi vill
Auglýsing

Fréttablaðið hefur verið krafið um 20 milljónir króna í miskabætur vegna fréttar sem birtist á forsíðu blaðsins í gærmorgun. Einnig er verið að íhuga málaferli gegn þeim sem deildu myndum af tveimur mönnum sem kærðir hafa verið fyrir nauðgun, nafngreindu þá eða kölluðu þá nauðgara á netinu.

Í frétt Fréttablaðsins var sagt frá rannsókn lögreglu á tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum vegna meintra árása sem átt hefðu sér stað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi í Reykjavík í október. Tvær konur hafa kært tvo karlmenn fyrir kynferðisbrot í málinu og í frétt Fréttablaðsins sagði að „ Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar“.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, lögmaður annars mannanna, var í viðtali við Morgunútvarpið í morgun. Þar sagði hann að báðir mennirnir neituðu sök og að kæra hefði verið lögð fram gegn konunum fyrir rangar sakagiftir. Hann hafi auk þess sent kröfubréf til Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda og aðalritstjóra 365, sem Fréttablaðið tilheyrir, þar sem fram er farið á afsökunarbeiðni og miskabætur upp á tíu milljónir króna fyrir hvorn mannanna sem kærðir hafa verið fyrir nauðgun. Vilhjálmur sagðist telja ábyrgð Fréttablaðsins í málinu vera mjög mikla og að bein orsakatengsl væru milli fréttar blaðsins og þeirrar „múgæsingar“ sem hafi orðið í gær, þegar þúsundir manna birtu myndir af hinum grunuðu og nafngreindu þá á samfélagsmiðlum. Vilhjálmur segir 365 hafa þangað til á morgun að bregðast við kröfubréfinu.

Auglýsing

Hann segir einnig að hann telji að allir sem deildu mynd af mönnunum, nöfnum þeirra og kölluðu þá nauðgara hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi. Verið sé að safna gögnum í málinu og verið sé að íhuga málsókn.

Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, var einnig til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Hún sagði að Fréttablaðið stæði að öllu leyti við fréttina. 

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sagði í gær að það væri ekki rétt sem fram kom á forsíðu Fréttablaðsins að íbúð í Hlíðarhverfinu hafi „verið sérútbúin fyrir þessar athafnir". Það væri orðum aukið. Við RÚV sagði AldaSú mynd sem hefur verið máluð í þessu máli í fjölmiðlum er gríðarlega alvarleg og ég held að við getum alveg sagt það að hefði hún verið rétt þá hefðum við farið fram á almannagæslu. Ef það væri sérútbúin íbúð til að brjóta á öðru fólki. Ég hef sagt það að það er ekki rétt. Hún er ekki sér útbúin til þess.“

Kristín Þorsteinsdóttir sagði við RÚV í gærkvöldi að engin ástæða væri til að bera efnisatriði fréttarinnar til baka. Orðið „sérútbúin" hafi ekki verið að finna í frétt blaðsins. Hún endurtók þá staðfestu í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag. 

Í Fréttablaðinu í dag er fréttinni fylgt eftir. Þar er haft eftir Öldu Hrönn að „í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauðgana og við getum ekki fullyrt neitt um það. Þetta er þó matskennt hugtak sem og önnur hugtök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hugtakið raðnauðganir".

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None