Lögmaður birtir myndband af íbúð sem átti að hafa verið útbúin til nauðgana

Villi
Auglýsing

Hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son birti í nótt mynd­band af íbúð í Hlíð­unum sem for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í gær, þann 9. nóv­em­ber, sagði í fyr­ir­sögn að væri „út­búin til nauð­gana". Vil­hjálmur biður fólk um að horfa á mynd­bandið og dæma hvert fyrir sig, en hann er lög­maður ann­ars mann­anna sem kærðir hafa verið nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í íbúð­inn­i. 

Auglýsing

Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í gær sagði að rann­sókn lög­reglu í tveimur aðskildum kyn­ferð­is­brota­málum bein­ist að hús­næði í fjöl­býl­is­húsi í Hlíða­hverfi í Reykja­vík, þar sem talið er að árás­irnar hafi átt sér stað. Lög­regla stað­festir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í mál­inu. Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru árás­irnar hrotta­legar og íbúðin búin tækjum til ofbeld­isiðk­un­ar[...]Sam­kvæmt áreið­an­legum heim­ildum blaðs­ins fann lög­regla í íbúð­inni ýmis tól og tæki sem menn­irnir eiga að hafa notað við nauðg­an­irn­ar, svo sem svip­ur, reipi og keðj­ur. Þá voru hankar í loft­inu sem grunur leikur á að menn­irnir hafi notað til að hengja upp aðra kon­una á meðan ráð­ist var á hana".Forsíða Fréttablaðsins í gær, 9. nóvember.

Báðar árás­irnar sem kærðar hafa verið áttu sér stað í októ­ber­mán­uði. Sam­kvæmt Frétta­blað­inu eru tveir karlar væru grun­aðir um árás­irn­ar, Annar væri á fer­tugs­aldri og stundi nám við Háskól­ann í Reykja­vík. Hinn væri á svip­uðum aldri og starf­aði á hót­el­inu Reykja­vik Mar­ina.

Frétt Frétta­blaðs­ins vakti mikla reiði á meðal almenn­ings, sér­stak­lega þar sem menn­irnir höfðu ekki verið hnepptir í gæslu­varð­hald. Myndir af þeim voru birtar á Face­book og færslum sem sýndu and­lit þeirra deilt mörg þús­und sinn­um. Á Twitter átti sér stað heit umræða undir hashtag­inu #al­manna­hags­munir.

Þegar leið á gær­dag­inn steig Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, yfir­lög­fræð­ingur á skrif­stofu lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fram og sagði það ekki rétt sem fram kom á for­síðu Frétta­blaðs­ins að íbúð í Hlíð­ar­hverf­inu hafi „verið sér­út­búin fyrir þessar athafn­ir". Það væri orðum auk­ið. Við RÚV sagði AldaSú mynd sem hef­ur verið máluð í þessu máli í fjöl­miðlum er gríð­ar­lega alvar­leg og ég held að við getum alveg sagt það að hefði hún verið rétt þá hefðum við farið fram á almanna­gæslu. Ef það væri sér­út­búin íbúð til að brjóta á öðru fólki. Ég hef sagt það að það er ekki rétt. Hún er ekki sér útbúin til þess.“

Kristín Þor­steins­dótt­ir, útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365, sem gefur út Frétta­blað­ið, sagði við RÚV í gær­kvöldi að engin ástæða væri til að bera efn­is­at­riði frétt­ar­innar til baka. Orð­ið „sér­út­bú­in" hafi ekki verið að finna í frétt blaðs­ins.

Í Frétta­blað­inu í dag er frétt­inni fylgt eft­ir. Þar er haft eftir Öldu Hrönn að „í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauð­gana og við getum ekki full­yrt neitt um það. Þetta er þó mats­kennt hug­tak sem og önnur hug­tök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hug­takið raðnauðg­an­ir".

Vil­hjálm­ur, sem birtir mynd­band af umræddri íbúð á Face­book-­síðu sinni í gær segir í stöðu­upp­færslu að kærðu neiti alfarið sök og að gögn máls­ins og vitn­is­burðir styðji fram­burð þeirra. Aftaka kærðu á net­inu í gær mun verða íslend­ingum til vansa um aldir alda. Á því ber Frétta­blaðið fulla ábyrgð ásamt hlut­að­eig­andi mykju­dreif­ur­um. Á þá ábyrgð mun reyna".

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None