Lögmaður birtir myndband af íbúð sem átti að hafa verið útbúin til nauðgana

Villi
Auglýsing

Hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son birti í nótt mynd­band af íbúð í Hlíð­unum sem for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í gær, þann 9. nóv­em­ber, sagði í fyr­ir­sögn að væri „út­búin til nauð­gana". Vil­hjálmur biður fólk um að horfa á mynd­bandið og dæma hvert fyrir sig, en hann er lög­maður ann­ars mann­anna sem kærðir hafa verið nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í íbúð­inn­i. 

Auglýsing

Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í gær sagði að rann­sókn lög­reglu í tveimur aðskildum kyn­ferð­is­brota­málum bein­ist að hús­næði í fjöl­býl­is­húsi í Hlíða­hverfi í Reykja­vík, þar sem talið er að árás­irnar hafi átt sér stað. Lög­regla stað­festir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í mál­inu. Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru árás­irnar hrotta­legar og íbúðin búin tækjum til ofbeld­isiðk­un­ar[...]Sam­kvæmt áreið­an­legum heim­ildum blaðs­ins fann lög­regla í íbúð­inni ýmis tól og tæki sem menn­irnir eiga að hafa notað við nauðg­an­irn­ar, svo sem svip­ur, reipi og keðj­ur. Þá voru hankar í loft­inu sem grunur leikur á að menn­irnir hafi notað til að hengja upp aðra kon­una á meðan ráð­ist var á hana".Forsíða Fréttablaðsins í gær, 9. nóvember.

Báðar árás­irnar sem kærðar hafa verið áttu sér stað í októ­ber­mán­uði. Sam­kvæmt Frétta­blað­inu eru tveir karlar væru grun­aðir um árás­irn­ar, Annar væri á fer­tugs­aldri og stundi nám við Háskól­ann í Reykja­vík. Hinn væri á svip­uðum aldri og starf­aði á hót­el­inu Reykja­vik Mar­ina.

Frétt Frétta­blaðs­ins vakti mikla reiði á meðal almenn­ings, sér­stak­lega þar sem menn­irnir höfðu ekki verið hnepptir í gæslu­varð­hald. Myndir af þeim voru birtar á Face­book og færslum sem sýndu and­lit þeirra deilt mörg þús­und sinn­um. Á Twitter átti sér stað heit umræða undir hashtag­inu #al­manna­hags­munir.

Þegar leið á gær­dag­inn steig Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, yfir­lög­fræð­ingur á skrif­stofu lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fram og sagði það ekki rétt sem fram kom á for­síðu Frétta­blaðs­ins að íbúð í Hlíð­ar­hverf­inu hafi „verið sér­út­búin fyrir þessar athafn­ir". Það væri orðum auk­ið. Við RÚV sagði AldaSú mynd sem hef­ur verið máluð í þessu máli í fjöl­miðlum er gríð­ar­lega alvar­leg og ég held að við getum alveg sagt það að hefði hún verið rétt þá hefðum við farið fram á almanna­gæslu. Ef það væri sér­út­búin íbúð til að brjóta á öðru fólki. Ég hef sagt það að það er ekki rétt. Hún er ekki sér útbúin til þess.“

Kristín Þor­steins­dótt­ir, útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365, sem gefur út Frétta­blað­ið, sagði við RÚV í gær­kvöldi að engin ástæða væri til að bera efn­is­at­riði frétt­ar­innar til baka. Orð­ið „sér­út­bú­in" hafi ekki verið að finna í frétt blaðs­ins.

Í Frétta­blað­inu í dag er frétt­inni fylgt eft­ir. Þar er haft eftir Öldu Hrönn að „í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að íbúðin sé útbúin til nauð­gana og við getum ekki full­yrt neitt um það. Þetta er þó mats­kennt hug­tak sem og önnur hug­tök sem maður hefur séð í dag, til dæmis hug­takið raðnauðg­an­ir".

Vil­hjálm­ur, sem birtir mynd­band af umræddri íbúð á Face­book-­síðu sinni í gær segir í stöðu­upp­færslu að kærðu neiti alfarið sök og að gögn máls­ins og vitn­is­burðir styðji fram­burð þeirra. Aftaka kærðu á net­inu í gær mun verða íslend­ingum til vansa um aldir alda. Á því ber Frétta­blaðið fulla ábyrgð ásamt hlut­að­eig­andi mykju­dreif­ur­um. Á þá ábyrgð mun reyna".

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None