Íslendingar hafa greitt 12,4 milljarða af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán

Mikið vantar upp á ef áætlun stjórnvalda um að landsmenn borgi 50 milljarða af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán gangi eftir.

Leiðréttingin
Auglýsing

Íslend­ingar hafa sam­tals greitt sér­eign­ar­sparnað upp á 12,4 millj­arða króna inn á hús­næð­is­lán sín á árunum 2014 og 2015 sem hluta af leið­rétt­ing­unni svoköll­uð­u. Ríkið og sveit­ar­fé­lög hafa veitt þeim hópi sem þetta hefur gert sam­tals 5,1 millj­arð króna í skatt­afslátt. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar þing­manns um skatt­frjálsa útgreiðslu sér­eigna­sparn­að­ar.

Stjórn­völd vita ekki nákvæm­lega hversu margir eru að nýta sér úrræðið en sam­kvæmt grófu mati á fjölda­tölum sótt­ust um 35 þús­und manns eftir því. Hluti umsókn­anna eru þó ekki virk­ar.

Ef það fjölgar ekki hratt í hópi þeirra sem nýta sér úrræðið á næst­unni þá mun það verða fjarri því að skila þeim 70 millj­örðum króna í nið­ur­greiðslu á hús­næð­is­lánum sem kynntir voru í leið­rétt­ing­ar­kynn­ingum stjórn­valda. 

Auglýsing

Heild­ar­á­hrif aðgerða áttu að vera 150 millj­arðar

Þegar leið­rétt­ing­in, nið­ur­færsla rík­is­stjórn­ar­innar á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum þeirra sem voru með slík árin 2008 og 2009, var kynnt undir lok árs 2013 var einnig greint frá því að hluti hennar myndi snú­ast um skatt­frelsi sér­eign­ar­sparn­aðar við inn­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­lána. ­Sam­tals áttu heild­ar­á­hrif aðgerð­anna að vera 150 millj­arðar króna. Þ.e. 80 millj­arðar króna í beinar höf­uð­stólslækk­anir og 70 millj­arðar króna vegna ­sér­eigna­sparn­aðar sem not­aður yrði til að greiða niður höf­uð­stól.

Kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar átti að vera um 20 millj­arða króna. Þ.e. ríkið ætl­aði að gefa eftir skatt sem ann­ars hefði verið lagður á útgreiðslu sér­eigna­sparn­aðar upp á þá upp­hæð gegn því að sér­eignin yrði notuð í að borga niður hús­næð­is­lán. Því var búist við að Ís­lend­ingar með hús­næð­is­lán og sér­eign­ar­sparnað myndu ráð­stafa um 50 millj­örð­u­m króna af sparn­aði sínum inn á lánin á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, en heim­ild til að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­aði tekur til þess tíma­bils.

Lægri upp­hæðir en reiknað var með

Sam­kvæmt svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra virð­ast færri hafa not­fært sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina en áætl­anir stjórn­valda gerðu ráð ­fyr­ir. Þegar tíma­bilið sem leiðin er heimil er tæp­lega hálfnað hafa Íslend­ing­ar notað 12,4 millj­arða króna af sér­eigna­sparn­aði sínum til að greiða inn á hús­næð­is­lán. Til að þau við­mið sem ríkið not­aði í kynn­ingum sínum á leið­rétt­ing­unni, þar sem sér­eign­ar­hluti aðgerða stjórn­valda var met­inn á 70 millj­arða króna, gangi eftir munu Íslend­ingar þurfa að greiða 37,6 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði inn á hús­næð­is­lán sín fram á mitt ár 2017, eða ­rúm­lega þre­falda þá upp­hæð sem þeir hafa þegar greitt inn á hús­næð­is­lán­in.

Sam­tals hafa ríki og sveit­ar­fé­lög veitt 5,1 millj­arða króna í skatta­af­slátt vegna þessa. Miðað við kynn­ingu á leið­rétt­ing­unni átt­i heild­ar­um­fang þess afsláttar að vera 20 millj­arðar króna á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Þá hafa sára­fáir nýtt sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina sem útborgun vegna hús­næð­is­kaupa. Sam­tals höfðu 482 aðilar nýtt sér þá leið í sept­em­ber og nemur heild­ar­fjár­hæðin 98 millj­ónum króna. Reikn­aður skatt­afsláttur vegna hennar nemur um 40 millj­ónum króna.  

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að nákvæmar ­fjölda­tölur um þátt­töku í úrræðum um greiðslu sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán liggi því miður ekki fyrir eins og er vegna ónógra merk­inga í kerf­inu. Unnið sé að því að lag­færa það. „Gróf­legt mat á fjölda­tölum um ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán er um 35.000. Umsókn­irnar eru þó ekki allar virkar, bæði er nokkuð um að umsækj­endur hafi hætt við en einnig er nokkuð um að umsóknum hafi verið synj­að, t.d. vegna þess að lánið sem sótt er um að greiða inn á upp­fyllir ekki skil­yrði lag­anna“.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None