Íslendingar hafa greitt 12,4 milljarða af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán

Mikið vantar upp á ef áætlun stjórnvalda um að landsmenn borgi 50 milljarða af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán gangi eftir.

Leiðréttingin
Auglýsing

Íslend­ingar hafa sam­tals greitt sér­eign­ar­sparnað upp á 12,4 millj­arða króna inn á hús­næð­is­lán sín á árunum 2014 og 2015 sem hluta af leið­rétt­ing­unni svoköll­uð­u. Ríkið og sveit­ar­fé­lög hafa veitt þeim hópi sem þetta hefur gert sam­tals 5,1 millj­arð króna í skatt­afslátt. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar þing­manns um skatt­frjálsa útgreiðslu sér­eigna­sparn­að­ar.

Stjórn­völd vita ekki nákvæm­lega hversu margir eru að nýta sér úrræðið en sam­kvæmt grófu mati á fjölda­tölum sótt­ust um 35 þús­und manns eftir því. Hluti umsókn­anna eru þó ekki virk­ar.

Ef það fjölgar ekki hratt í hópi þeirra sem nýta sér úrræðið á næst­unni þá mun það verða fjarri því að skila þeim 70 millj­örðum króna í nið­ur­greiðslu á hús­næð­is­lánum sem kynntir voru í leið­rétt­ing­ar­kynn­ingum stjórn­valda. 

Auglýsing

Heild­ar­á­hrif aðgerða áttu að vera 150 millj­arðar

Þegar leið­rétt­ing­in, nið­ur­færsla rík­is­stjórn­ar­innar á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum þeirra sem voru með slík árin 2008 og 2009, var kynnt undir lok árs 2013 var einnig greint frá því að hluti hennar myndi snú­ast um skatt­frelsi sér­eign­ar­sparn­aðar við inn­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­lána. ­Sam­tals áttu heild­ar­á­hrif aðgerð­anna að vera 150 millj­arðar króna. Þ.e. 80 millj­arðar króna í beinar höf­uð­stólslækk­anir og 70 millj­arðar króna vegna ­sér­eigna­sparn­aðar sem not­aður yrði til að greiða niður höf­uð­stól.

Kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar átti að vera um 20 millj­arða króna. Þ.e. ríkið ætl­aði að gefa eftir skatt sem ann­ars hefði verið lagður á útgreiðslu sér­eigna­sparn­aðar upp á þá upp­hæð gegn því að sér­eignin yrði notuð í að borga niður hús­næð­is­lán. Því var búist við að Ís­lend­ingar með hús­næð­is­lán og sér­eign­ar­sparnað myndu ráð­stafa um 50 millj­örð­u­m króna af sparn­aði sínum inn á lánin á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, en heim­ild til að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­aði tekur til þess tíma­bils.

Lægri upp­hæðir en reiknað var með

Sam­kvæmt svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra virð­ast færri hafa not­fært sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina en áætl­anir stjórn­valda gerðu ráð ­fyr­ir. Þegar tíma­bilið sem leiðin er heimil er tæp­lega hálfnað hafa Íslend­ing­ar notað 12,4 millj­arða króna af sér­eigna­sparn­aði sínum til að greiða inn á hús­næð­is­lán. Til að þau við­mið sem ríkið not­aði í kynn­ingum sínum á leið­rétt­ing­unni, þar sem sér­eign­ar­hluti aðgerða stjórn­valda var met­inn á 70 millj­arða króna, gangi eftir munu Íslend­ingar þurfa að greiða 37,6 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði inn á hús­næð­is­lán sín fram á mitt ár 2017, eða ­rúm­lega þre­falda þá upp­hæð sem þeir hafa þegar greitt inn á hús­næð­is­lán­in.

Sam­tals hafa ríki og sveit­ar­fé­lög veitt 5,1 millj­arða króna í skatta­af­slátt vegna þessa. Miðað við kynn­ingu á leið­rétt­ing­unni átt­i heild­ar­um­fang þess afsláttar að vera 20 millj­arðar króna á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Þá hafa sára­fáir nýtt sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina sem útborgun vegna hús­næð­is­kaupa. Sam­tals höfðu 482 aðilar nýtt sér þá leið í sept­em­ber og nemur heild­ar­fjár­hæðin 98 millj­ónum króna. Reikn­aður skatt­afsláttur vegna hennar nemur um 40 millj­ónum króna.  

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að nákvæmar ­fjölda­tölur um þátt­töku í úrræðum um greiðslu sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán liggi því miður ekki fyrir eins og er vegna ónógra merk­inga í kerf­inu. Unnið sé að því að lag­færa það. „Gróf­legt mat á fjölda­tölum um ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán er um 35.000. Umsókn­irnar eru þó ekki allar virkar, bæði er nokkuð um að umsækj­endur hafi hætt við en einnig er nokkuð um að umsóknum hafi verið synj­að, t.d. vegna þess að lánið sem sótt er um að greiða inn á upp­fyllir ekki skil­yrði lag­anna“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None