Íslendingar hafa greitt 12,4 milljarða af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán

Mikið vantar upp á ef áætlun stjórnvalda um að landsmenn borgi 50 milljarða af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán gangi eftir.

Leiðréttingin
Auglýsing

Íslend­ingar hafa sam­tals greitt sér­eign­ar­sparnað upp á 12,4 millj­arða króna inn á hús­næð­is­lán sín á árunum 2014 og 2015 sem hluta af leið­rétt­ing­unni svoköll­uð­u. Ríkið og sveit­ar­fé­lög hafa veitt þeim hópi sem þetta hefur gert sam­tals 5,1 millj­arð króna í skatt­afslátt. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar þing­manns um skatt­frjálsa útgreiðslu sér­eigna­sparn­að­ar.

Stjórn­völd vita ekki nákvæm­lega hversu margir eru að nýta sér úrræðið en sam­kvæmt grófu mati á fjölda­tölum sótt­ust um 35 þús­und manns eftir því. Hluti umsókn­anna eru þó ekki virk­ar.

Ef það fjölgar ekki hratt í hópi þeirra sem nýta sér úrræðið á næst­unni þá mun það verða fjarri því að skila þeim 70 millj­örðum króna í nið­ur­greiðslu á hús­næð­is­lánum sem kynntir voru í leið­rétt­ing­ar­kynn­ingum stjórn­valda. 

Auglýsing

Heild­ar­á­hrif aðgerða áttu að vera 150 millj­arðar

Þegar leið­rétt­ing­in, nið­ur­færsla rík­is­stjórn­ar­innar á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum þeirra sem voru með slík árin 2008 og 2009, var kynnt undir lok árs 2013 var einnig greint frá því að hluti hennar myndi snú­ast um skatt­frelsi sér­eign­ar­sparn­aðar við inn­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­lána. ­Sam­tals áttu heild­ar­á­hrif aðgerð­anna að vera 150 millj­arðar króna. Þ.e. 80 millj­arðar króna í beinar höf­uð­stólslækk­anir og 70 millj­arðar króna vegna ­sér­eigna­sparn­aðar sem not­aður yrði til að greiða niður höf­uð­stól.

Kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar átti að vera um 20 millj­arða króna. Þ.e. ríkið ætl­aði að gefa eftir skatt sem ann­ars hefði verið lagður á útgreiðslu sér­eigna­sparn­aðar upp á þá upp­hæð gegn því að sér­eignin yrði notuð í að borga niður hús­næð­is­lán. Því var búist við að Ís­lend­ingar með hús­næð­is­lán og sér­eign­ar­sparnað myndu ráð­stafa um 50 millj­örð­u­m króna af sparn­aði sínum inn á lánin á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, en heim­ild til að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­aði tekur til þess tíma­bils.

Lægri upp­hæðir en reiknað var með

Sam­kvæmt svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra virð­ast færri hafa not­fært sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina en áætl­anir stjórn­valda gerðu ráð ­fyr­ir. Þegar tíma­bilið sem leiðin er heimil er tæp­lega hálfnað hafa Íslend­ing­ar notað 12,4 millj­arða króna af sér­eigna­sparn­aði sínum til að greiða inn á hús­næð­is­lán. Til að þau við­mið sem ríkið not­aði í kynn­ingum sínum á leið­rétt­ing­unni, þar sem sér­eign­ar­hluti aðgerða stjórn­valda var met­inn á 70 millj­arða króna, gangi eftir munu Íslend­ingar þurfa að greiða 37,6 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði inn á hús­næð­is­lán sín fram á mitt ár 2017, eða ­rúm­lega þre­falda þá upp­hæð sem þeir hafa þegar greitt inn á hús­næð­is­lán­in.

Sam­tals hafa ríki og sveit­ar­fé­lög veitt 5,1 millj­arða króna í skatta­af­slátt vegna þessa. Miðað við kynn­ingu á leið­rétt­ing­unni átt­i heild­ar­um­fang þess afsláttar að vera 20 millj­arðar króna á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Þá hafa sára­fáir nýtt sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina sem útborgun vegna hús­næð­is­kaupa. Sam­tals höfðu 482 aðilar nýtt sér þá leið í sept­em­ber og nemur heild­ar­fjár­hæðin 98 millj­ónum króna. Reikn­aður skatt­afsláttur vegna hennar nemur um 40 millj­ónum króna.  

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að nákvæmar ­fjölda­tölur um þátt­töku í úrræðum um greiðslu sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán liggi því miður ekki fyrir eins og er vegna ónógra merk­inga í kerf­inu. Unnið sé að því að lag­færa það. „Gróf­legt mat á fjölda­tölum um ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán er um 35.000. Umsókn­irnar eru þó ekki allar virkar, bæði er nokkuð um að umsækj­endur hafi hætt við en einnig er nokkuð um að umsóknum hafi verið synj­að, t.d. vegna þess að lánið sem sótt er um að greiða inn á upp­fyllir ekki skil­yrði lag­anna“.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None