Íslendingar hafa greitt 12,4 milljarða af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán

Mikið vantar upp á ef áætlun stjórnvalda um að landsmenn borgi 50 milljarða af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán gangi eftir.

Leiðréttingin
Auglýsing

Íslend­ingar hafa sam­tals greitt sér­eign­ar­sparnað upp á 12,4 millj­arða króna inn á hús­næð­is­lán sín á árunum 2014 og 2015 sem hluta af leið­rétt­ing­unni svoköll­uð­u. Ríkið og sveit­ar­fé­lög hafa veitt þeim hópi sem þetta hefur gert sam­tals 5,1 millj­arð króna í skatt­afslátt. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar þing­manns um skatt­frjálsa útgreiðslu sér­eigna­sparn­að­ar.

Stjórn­völd vita ekki nákvæm­lega hversu margir eru að nýta sér úrræðið en sam­kvæmt grófu mati á fjölda­tölum sótt­ust um 35 þús­und manns eftir því. Hluti umsókn­anna eru þó ekki virk­ar.

Ef það fjölgar ekki hratt í hópi þeirra sem nýta sér úrræðið á næst­unni þá mun það verða fjarri því að skila þeim 70 millj­örðum króna í nið­ur­greiðslu á hús­næð­is­lánum sem kynntir voru í leið­rétt­ing­ar­kynn­ingum stjórn­valda. 

Auglýsing

Heild­ar­á­hrif aðgerða áttu að vera 150 millj­arðar

Þegar leið­rétt­ing­in, nið­ur­færsla rík­is­stjórn­ar­innar á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum þeirra sem voru með slík árin 2008 og 2009, var kynnt undir lok árs 2013 var einnig greint frá því að hluti hennar myndi snú­ast um skatt­frelsi sér­eign­ar­sparn­aðar við inn­greiðslu á höf­uð­stól hús­næð­is­lána. ­Sam­tals áttu heild­ar­á­hrif aðgerð­anna að vera 150 millj­arðar króna. Þ.e. 80 millj­arðar króna í beinar höf­uð­stólslækk­anir og 70 millj­arðar króna vegna ­sér­eigna­sparn­aðar sem not­aður yrði til að greiða niður höf­uð­stól.

Kostn­aður íslenska rík­is­ins vegna sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ar­inn­ar átti að vera um 20 millj­arða króna. Þ.e. ríkið ætl­aði að gefa eftir skatt sem ann­ars hefði verið lagður á útgreiðslu sér­eigna­sparn­aðar upp á þá upp­hæð gegn því að sér­eignin yrði notuð í að borga niður hús­næð­is­lán. Því var búist við að Ís­lend­ingar með hús­næð­is­lán og sér­eign­ar­sparnað myndu ráð­stafa um 50 millj­örð­u­m króna af sparn­aði sínum inn á lánin á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017, en heim­ild til að ráð­stafa sér­eign­ar­sparn­aði tekur til þess tíma­bils.

Lægri upp­hæðir en reiknað var með

Sam­kvæmt svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra virð­ast færri hafa not­fært sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina en áætl­anir stjórn­valda gerðu ráð ­fyr­ir. Þegar tíma­bilið sem leiðin er heimil er tæp­lega hálfnað hafa Íslend­ing­ar notað 12,4 millj­arða króna af sér­eigna­sparn­aði sínum til að greiða inn á hús­næð­is­lán. Til að þau við­mið sem ríkið not­aði í kynn­ingum sínum á leið­rétt­ing­unni, þar sem sér­eign­ar­hluti aðgerða stjórn­valda var met­inn á 70 millj­arða króna, gangi eftir munu Íslend­ingar þurfa að greiða 37,6 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði inn á hús­næð­is­lán sín fram á mitt ár 2017, eða ­rúm­lega þre­falda þá upp­hæð sem þeir hafa þegar greitt inn á hús­næð­is­lán­in.

Sam­tals hafa ríki og sveit­ar­fé­lög veitt 5,1 millj­arða króna í skatta­af­slátt vegna þessa. Miðað við kynn­ingu á leið­rétt­ing­unni átt­i heild­ar­um­fang þess afsláttar að vera 20 millj­arðar króna á tíma­bil­inu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017.

Þá hafa sára­fáir nýtt sér sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina sem útborgun vegna hús­næð­is­kaupa. Sam­tals höfðu 482 aðilar nýtt sér þá leið í sept­em­ber og nemur heild­ar­fjár­hæðin 98 millj­ónum króna. Reikn­aður skatt­afsláttur vegna hennar nemur um 40 millj­ónum króna.  

Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að nákvæmar ­fjölda­tölur um þátt­töku í úrræðum um greiðslu sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán liggi því miður ekki fyrir eins og er vegna ónógra merk­inga í kerf­inu. Unnið sé að því að lag­færa það. „Gróf­legt mat á fjölda­tölum um ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán er um 35.000. Umsókn­irnar eru þó ekki allar virkar, bæði er nokkuð um að umsækj­endur hafi hætt við en einnig er nokkuð um að umsóknum hafi verið synj­að, t.d. vegna þess að lánið sem sótt er um að greiða inn á upp­fyllir ekki skil­yrði lag­anna“.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None