Virði hlutabréfa í kauphöll Íslands lækkaði töluvert í dag, en öll félög í kauphöllinni sýndu rauðar tölur lækkunar nema Hagar, en þar hækkaði gengið um 1,7 prósent. Mesta lækkunin var hjá Icelandair en markaðsvirði þess lækkaði um 3,18 prósent. Þá lækkaði gengi hlutabréfa í VÍS um 2,93 prósent, Eik um 2,3 prósent og Símans um 2,4 prósent. Langmesta veltan var með bréf Icelandair, en hún var tæplega 980 milljónir króna.
Þrátt fyrir þessa skörpu lækkun í dag hefur virðist hlutabréfa í kauphöllinni hækkaði mikið á þessu ári og í fyrra. Eins og greint var frá í ítarlegum fréttaskýringum Kjarnans um gang mála á hlutabréfamarkaði, þá hefur hlutabréfamarkaðurinn hækkað um rúmlega þriðjung það sem af er ári.