NEA fjárfestir í CCP fyrir fjóra milljarða króna - Veðjað á sýndarveruleika

hilmar.vegiar.jpg
Auglýsing

Á hlutafafundi CCP í dag var tilkynnt um fjárfestingu í fyrirtækinu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, eða um fjóra milljarða króna, sem efla mun starfsemi þess á sviði sýndarveruleika (e: Virtual reality, VR). Fjárfestingin er leidd af stærsta framtakssjóði heims; New Enterprise Associates (NEA), með þátttöku Novator Partners, fjárfestingafélags í meirihlutaeigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CCP.

Á hlutafafundinum voru jafnframt kynnt drög að samningi fyrirtækisins við Sturlugötu 6 ehf um nýbyggingu í Vatnsmýri sem hýsa mun nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins á Íslandi á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Húsið mun jaframt hýsa fleiri fyrirtæki á sviði tækniþróunar og nýsköpunar. CCP tilkynnti um flutning starfsemi sinnar á Íslandi yfir í Vatnsmýri fyrr á árinu, þar sem jafnframt voru kynnt áform fyrirtækisins að styrkja og efla enn frekar samstarf þess við háskólasamfélagið og nýsköpunarfyrirtæki hérlendis.

„Þessi nýja fjárfesting verður nýtt til að styrkja enn frekar leiðandi stöðu CCP á sviði sýndarveruleika, nú þegar þessi nýja tækni er tekin að umbreyta afþreygingariðnaðinum,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Auglýsing

Harry Weller, einn af stjórnendum NEA, hefur tekið sæti í stjórn CCP auk þess sem annar fulltrúi NEA, Andrew Schoen, hefur tekið sæti varam anns í stjórn fyrirtækisins.

CCP hefur þegar tilkynnt um útgáfu á tveimur tölvuleikjum á sviði sýndarveruleika sem væntanlegir eru á næstu átta mánuðum; EVE Valkyriesem koma út fyrir Oculus Rift á PC næsta vor og fyrir PlayStation VR á PlaySation 4 á fyrri helming næsta árs, og Gunjack sem koma mun út fyrir Gear VR búnað Samsung síðar í þessum mánuði. Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP segir í tilkynningu að CCP ætli sér frekari landvinninga á sviði sýndarveruleika.

„Við höfum fylgst með starfsemi CCP um nokkur skeið. Reynsla fyrirtækisins af útgáfu EVE Online og brautryðjendastarf þess á sviði sýndarveruleika hefur komið fyrirtækinu í fremstu röð á þessum vettvangi, og við viljum vera samstarfsaðilar þess í enn frekari landvinningum á þessu sviði,“ segir Harry Weller einn af stjórnendum NEA.

CCP var stofnað árið 1997 í Reykjavík. Með útgáfu á sínum fyrsta tölvuleik EVE Online árið 2003 ávann fyrirtækið sér sess sem eitt framsæknasta fyrirtæki tölvuleikjageirans og hefur fyrirtækið hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir leiki sína. Helstu hluthafar fyrirtækisins í dag eru Novator, General Catalyst og NEA.

NEA hefur lengi verið í fararbroddi i i fjárfestingum á sviði hátækni og heilsugæslu. Innan tæknigeirans hefur sjóðurinn meðal annars fjárfest í fyrirtækjum á sviði hugbúnaðargerðar, orkumála og neytendalausna á netinu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fjárfest í um 650 fyrirtækjum í sex heimsálfum. Eignir hans eru metnar á rúmar 17 milljarða bandaríkjadala.

Nánari upplýsingar um CCP, NEA og Novator Partners, sem tilteknar eru í tilkynningu frá fyrirtækinu, má sjá hér að neðan.

CCP

CCP er framleiðandi fjölspilunar-tölvuleikjanna EVE Online og DUST 514 sem komið hafa út á PC/Mac og PlayStation 3, auk sýndarveruleika-leiksins Gunjack fyrir Samsung Gear VR. Fyrirtækið er einnig með sýndarveruleikaleikinn EVE: Valkyrie í þróun fyrir PC og PlayStation 4. Fyrirtækið var stofnað í Reykjavík árið 1997 og hjá því starfa rúmlega 300 manns á skrifstofum þess í Reykjavík, Shanghai, Atlanta og Newcastle.

NEA

New Enterprise Associates (NEA) er alþjóðlegur fjárfestingarsjóður á sviði framtaksfjárfestinga (e: venture capital firm) með skrifstofur í New York, Peking, Shanghai, Mumbai, Bangalore, Boston, Chicago, Timonium við Baltimore, Chevy Shase við Washington og Menlo Park við San Francisco. Félagið sérhæfir sig í fjárfestingum á sviði tækni- og heilsugæslu á ýmsum þróunarstgum fyrirtækja, um heim allan. Eignir sjóðsins eru í dag metnar á rúmar 17 milljón milljarða bandaríkjadala. 

Novator Partners

Novator Partners er fjárfestingafélag með aðsetur í í London sem stýrt er af Björgólfi Thor Bjórgólfssyni. Síðustu 10 ár hefur Novator fjárfest í fjölda fyrirtækja innan síma-, lyfja- og tæknigeirans sem og í fasteignum og verkefnum á sviði endurnýtanlegrar orku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None