Símaskráin gefin út í síðasta sinn á næsta ári

Stefán Pálsson og Goddur.
Stefán Pálsson og Goddur.
Auglýsing

Síma­skrá­in, sem hefur komið út í 110 ár, frá árinu 1905, kemur út í síð­asta sinn á næsta ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Já hf. sem gefur úr síma­skránna. Upp­lýs­ingar um síma­númer ein­stak­linga og fyr­ir­tækja verða áfram aðgengi­leg á raf­rænan hátt.

Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, vöru- og við­skipta­stjóri Já, segir þessa ákvörðun vera tekna í takti við nýja tíma. Það hefur verið mjög ánægju­legt að standa að útgáfu Síma­skrár­innar síð­ast­liðin 9 ár og ávallt góður andi í kringum þetta verk­efni hjá okk­ur.  Við hjá Já komum til með að  sakna Síma­skrár­innar eins og eflaust margir sem hafa alist upp við það að fletta henni. Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur en að sjálf­sögðu sinnum við áfram upp­lýs­inga­gjöf um síma­númer lands­manna í miðlum okkar í takt við þarfir neyt­enda."

Vegna þess­ara tíma­móta mun koma út hátíð­ar­út­gáfa af Síma­skránni á næsta ári. Stefán Páls­son sagn­fræð­ingur hefur verið ráð­inn til að skrá sögu hennar sem mun þá telja 111 ár.Hann segir varla hægt að hugsa sér hvers­dags­legri hlut en Síma­skránna, fyr­ir­bæri sem hafi verið til á hverju heim­ili frá því að hann man eftir sér. En það er einmitt svo skemmti­legt að skoða þessa hvers­dags­legu hluti í nærum­hverf­inu og upp­götva að þeir eiga sér líka sögu og hafa þró­ast í takt við sam­fé­lag­ið. Síma­skráin hefur komið út á hverju ári í meira en öld og er þess vegar líka sam­fé­lags­speg­ill. Ég hlakka til að kafa oní þessa sögu og skoða gamlar skrár með hag­nýtum leið­bein­ingum um allt frá notkun sím­tækja yfir í hvernig bregð­ast skuli við kjarn­orku­styrj­öld. Hver man ekki eftir tölvu­síma­skránni sem hægt var að kaupa á disk­ettu? Eða síma­skránni sem Jón Páll reif í beinni útsend­ingu hjá Hemma Gunn? Og svo má rifja upp fyrstu síma­skrána í Banda­ríkj­unum sem inni­hélt bara nöfn en engin síma­núm­er."

Auglýsing

 Í til­kynn­ing­unni segir að For­síða Síma­skrár­innar hefur haft menn­ing­ar­legt gildi og end­ur­speglað tíð­ar­and­ann í sam­fé­lag­inu hverju sinni. Hönnun á for­síðu þess­arar síð­ustu Síma­skrár verður í höndum Guð­mundar Odds Magn­ús­sonar (Godds) pró­fess­ors við Hönn­un­ar- og arki­tekt­úr­deild Lista­há­skóla Íslands.Fyrsta Síma­skráin var gefin út af Tal­síma­fé­lag­inu árið 1905 og sátu meðal ann­ars Thor Jen­sen, athafna­mað­ur, Klem­enz Jóns­son, land­rit­ari, og Knud Zim­sen, bæj­ar­verk­fræð­ingur og síðar borg­ar­stjóri í Reykja­vík, í stjórn félag­ins. Skráin inni­hélt 165 síma­númer og var alls 13 blað­síð­ur."

Goddur segir að við­hafn­ar­síma­skráin muni þurfa að hafa lengri líf­tíma en aðr­ar. Hún þurfi helst að vera tíma­laus og vinur sem flestra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None