Símaskráin gefin út í síðasta sinn á næsta ári

Stefán Pálsson og Goddur.
Stefán Pálsson og Goddur.
Auglýsing

Síma­skrá­in, sem hefur komið út í 110 ár, frá árinu 1905, kemur út í síð­asta sinn á næsta ári. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Já hf. sem gefur úr síma­skránna. Upp­lýs­ingar um síma­númer ein­stak­linga og fyr­ir­tækja verða áfram aðgengi­leg á raf­rænan hátt.

Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, vöru- og við­skipta­stjóri Já, segir þessa ákvörðun vera tekna í takti við nýja tíma. Það hefur verið mjög ánægju­legt að standa að útgáfu Síma­skrár­innar síð­ast­liðin 9 ár og ávallt góður andi í kringum þetta verk­efni hjá okk­ur.  Við hjá Já komum til með að  sakna Síma­skrár­innar eins og eflaust margir sem hafa alist upp við það að fletta henni. Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur en að sjálf­sögðu sinnum við áfram upp­lýs­inga­gjöf um síma­númer lands­manna í miðlum okkar í takt við þarfir neyt­enda."

Vegna þess­ara tíma­móta mun koma út hátíð­ar­út­gáfa af Síma­skránni á næsta ári. Stefán Páls­son sagn­fræð­ingur hefur verið ráð­inn til að skrá sögu hennar sem mun þá telja 111 ár.Hann segir varla hægt að hugsa sér hvers­dags­legri hlut en Síma­skránna, fyr­ir­bæri sem hafi verið til á hverju heim­ili frá því að hann man eftir sér. En það er einmitt svo skemmti­legt að skoða þessa hvers­dags­legu hluti í nærum­hverf­inu og upp­götva að þeir eiga sér líka sögu og hafa þró­ast í takt við sam­fé­lag­ið. Síma­skráin hefur komið út á hverju ári í meira en öld og er þess vegar líka sam­fé­lags­speg­ill. Ég hlakka til að kafa oní þessa sögu og skoða gamlar skrár með hag­nýtum leið­bein­ingum um allt frá notkun sím­tækja yfir í hvernig bregð­ast skuli við kjarn­orku­styrj­öld. Hver man ekki eftir tölvu­síma­skránni sem hægt var að kaupa á disk­ettu? Eða síma­skránni sem Jón Páll reif í beinni útsend­ingu hjá Hemma Gunn? Og svo má rifja upp fyrstu síma­skrána í Banda­ríkj­unum sem inni­hélt bara nöfn en engin síma­núm­er."

Auglýsing

 Í til­kynn­ing­unni segir að For­síða Síma­skrár­innar hefur haft menn­ing­ar­legt gildi og end­ur­speglað tíð­ar­and­ann í sam­fé­lag­inu hverju sinni. Hönnun á for­síðu þess­arar síð­ustu Síma­skrár verður í höndum Guð­mundar Odds Magn­ús­sonar (Godds) pró­fess­ors við Hönn­un­ar- og arki­tekt­úr­deild Lista­há­skóla Íslands.Fyrsta Síma­skráin var gefin út af Tal­síma­fé­lag­inu árið 1905 og sátu meðal ann­ars Thor Jen­sen, athafna­mað­ur, Klem­enz Jóns­son, land­rit­ari, og Knud Zim­sen, bæj­ar­verk­fræð­ingur og síðar borg­ar­stjóri í Reykja­vík, í stjórn félag­ins. Skráin inni­hélt 165 síma­númer og var alls 13 blað­síð­ur."

Goddur segir að við­hafn­ar­síma­skráin muni þurfa að hafa lengri líf­tíma en aðr­ar. Hún þurfi helst að vera tíma­laus og vinur sem flestra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None