Flokkstjórn Samfylkingarinnar samþykkti ekki tillögu um að minnsta kosti einn frambjóðandi yngri en 35 ára skuli vera í einu af þremur efstu sætunum á framboðslistum flokksins. Tillagan var lagð fram á flokksstjórnarfundi flokksins í gær. Samkvæmt tillögunni átti einnig ávallt að leitast við að á framboðslistum séu frambjóðendur yngri en 35 ára í að minnsta kosti fimmtungi þeirra sæta sem stillt er upp í. Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að í umræðum hafi komið fram „ríkur stuðningur við markmið tillögunnar, þótt deildar meiningar hafi verið um aðferðina, og var samþykkt að Samfylkingin myndi grípa til sérstakra aðgerða til þess að styðja við framgang ungs fólks og nýrra frambjóðenda fyrir næstu kosningar".
Þess í stað var tillaga Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um að fjölga ungu fólki í efstu sætum framboðslista til næstu Alþingiskosninga samþykkt.
Í tillögunni sem samþykkt var segir: „Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkir að nýliðun í efstu sætum framboðslista skipti miklu máli fyrir Samfylkinguna og minnir í því sambandi sérstaklega á grein 5.6. í gildandi reglum um val á framboðslista. Samkvæmt þeirri grein er gert ráð fyrir að fimmta hvert sæti sé skipað fólki undir 35 ára aldri. Flokksstjórn vísar tillögunni sem liggur fyrir fundinum til umfjöllunar í kjördæmisráðum, þannig að þessi sjónarmið komi til umfjöllunar áður en ákvörðun um leikreglur verði tekin. Flokksstjórn beinir því til kjördæmisráða að hafa í huga sjónarmið um hlutdeild ungs fólks í efstu sætum ef stillt er upp á framboðslista. Ef flokksvali er beitt er því beint til kjördæmisráða að valið styðji við nýliðun og að sérstök kynning fari fram á vegum kjördæmisráða á nýjum frambjóðendum".
Elsti þingflokkur landsins
Frumflutningsmaður tillögunar um aldurskvóta í efstu sæti á framboðslistum flokksins var Natan Kolbeinsson, miðstjórnarmeðlimur og fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Á meðal sex meðflutningsmanna var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Í greinargerð sem fylgdi tillögunni sagði að Þingflokkur Samfylkingarinnar hafi ekki farið í gegnum neina nýliðun við síðustu alþingiskosningar og þar að auki séu nær allir varaþingmenn flokksins fyrrverandi þingmenn. Samfylkingin hefði þurft að fjórfalda fylgi sitt til þess að ungt fólk kæmist á lista. „Flokkurinn þarf nauðsynlega á því að halda að nýtt og ungt fólk eigi raunhæfa möguleika á því að komast á þing eftir næstu kosningar. Þingflokkur Samfylkingarinnar er elsti þingflokkurinn á alþingi í dag og yngsti þingmaður flokksins er sú kona sem hefur þó mesta þingreynslu og hefur setið á þingi í 12 ár".
einróma í gær tillögu Árna Páls Ár