Hefði farið öðruvísi ef fórnarlömbin í París hefðu mátt vera vopnuð

trump.jpg
Auglýsing

Don­ald Trump, sem sæk­ist eftir því að verða ­for­seta­fram­bjóð­andi Repúblikana­flokks­ins, sagði í gær að ef fórn­ar­lömb hryðju­verka­árásanna ­sem framin voru í París á föstu­dags­kvöld hefði verið leyft að bera vopn þá hefði nið­ur­staða ástands­ins orðið allt önn­ur. „Þegar þú horfir á Par­ís, strang­asta byssu­lög­gjöf í heimi, Par­ís, engin var með byssur nema vond­u karl­arn­ir. Eng­inn var með byss­ur. Eng­inn. Þeir skutu þau bara eitt af öðru og svo brut­ust þeir inn [ör­ygg­is­sveitir frönsku lög­regl­unn­ar] og það varð mik­ill skot­bar­dagi og á end­anum drápu þeir hryðju­verka­menn­ina.“ Ummælin lét Trump ­falla á kosn­ing­ar­fundi í Beaumont Texas í gær. Hann nýtur sem stendur mest stuðn­ings allra fram­bjóð­enda repúblik­ana til að hljóta útnefn­ingu sem for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins þótt að hratt hafi dregið úr for­skoti Trump und­an­farnar vik­ur. For­ysta hans á Ben Car­son mælist nú innan skekkju­marka.

Þar sagði hann einnig: „Þú getur sagt það sem þú vilt, en ef þau hefðu haft byss­ur, ef okkar fólk hefði haft byss­ur, ef þau mættu ber­a þær[...]þá hefðu þetta verið allt aðrar aðstæð­ur.“ Greint er frá þessu á vef Business Insider.

129 manns látnir og á fjórða hund­rað særðir

Alls lét­ust 129 manns í árás­unum á París á föstu­dags­kvöld. 352 eru slas­að­ir, þar af 99 alvar­lega slas­að­ir. Fórn­ar­lömb árásanna eru frá að minnsta kosti 15 mis­mun­andi lönd­um. Sjö hryðju­verka­menn liggja í valn­um, sex eftir að hafa sprengt sig í loft upp. Íslamska ríkið (IS­IS) hefur lýst yfir­ á­byrgð á árás­unum sem voru fram­kvæmdar af þremur hópum sem skipu­lögðu þær utan­ Frakk­lands.

Auglýsing

Ráð­ist var á fólk­ið ­með hríð­skota­byssum og sprengjum við þjóð­ar­leik­vang Frakka, á böru­m, veit­inga­stöðum og í tón­leika­sal í Par­ís. Allir stað­irnir áttu það sam­eig­in­leg­t að vera staðir þar sem fólk fer til að skemmta sér. Til að horfa á fót­bolta, drekka, borða, hlusta á tón­list. Og sam­kvæmt fregnum flestra miðla heims var árás­unum ekki beint gegn neinum sér­stökum ein­stak­ling­um. Árás­ar­menn­irnir vor­u að reyna að myrða sem flesta.

Einn árás­armann­anna hefur verið nafn­greind­ur, hann hét Omar Ismail Mostefai og var 29 ára gam­all Frakki.Nokk­ur ­fjöldi mögu­legra vit­orðs­manna hefur verið hand­tek­inn í Belgíu og yfir­völd í Frakk­landi, Belg­íu, Grikk­landi og Þýska­landi vinna nú saman að því að kort­leggja hverjir hinir árás­ar­menn­irnir voru og hvert tengsla­net þeirra var. Grísk stjórn­völd hafa stað­fest við The Guar­dian að fréttir um að einn árás­armann­anna hafi komið til Evr­ópu frá Sýr­landi í gegnum Grikk­land séu ekki rétt­ar.

Segir galið að taka við sýr­lenskum flótta­mönnum

Á fundi sínum í gær­kvöldi gagn­rýni Trump líka Barack Obama Banda­ríkja­for­seta harð­lega og sagð­i að leið­togi lands­ins vissi ekk­ert hvað hann væri að gera. Þar vís­aði hann ­sér­stak­lega í ákvörðun Obama um að taka við flótta­mönnum frá Sýr­land­i.„Við erum öll með hjarta og við viljum öll að séð sé um fólk, en vegna þeirra vand­ræða ­sem landið okkar er í, að taka við 250.000, sem sumir hverjir munu eiga í vand­ræð­um, miklum vand­ræð­um, er bara galið. Við hlytum að vera gal­in. Hræði­leg­t.“

Sam­kvæmt CNN ligg­ur ekki fyrir hvaðan Trump fékk þá hug­mynd að Banda­ríkin ætli að taka við 250.000 flótta­mönn­um. Í sept­em­ber var til­kynnt að Banda­ríkin ætl­uðu að taka við að minnsta kosti tíu þús­und flótta­mönnum á þessu ári. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None