Hefði farið öðruvísi ef fórnarlömbin í París hefðu mátt vera vopnuð

trump.jpg
Auglýsing

Donald Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, sagði í gær að ef fórnarlömb hryðjuverkaárásanna sem framin voru í París á föstudagskvöld hefði verið leyft að bera vopn þá hefði niðurstaða ástandsins orðið allt önnur. „Þegar þú horfir á París, strangasta byssulöggjöf í heimi, París, engin var með byssur nema vondu karlarnir. Enginn var með byssur. Enginn. Þeir skutu þau bara eitt af öðru og svo brutust þeir inn [öryggissveitir frönsku lögreglunnar] og það varð mikill skotbardagi og á endanum drápu þeir hryðjuverkamennina.“ Ummælin lét Trump falla á kosningarfundi í Beaumont Texas í gær. Hann nýtur sem stendur mest stuðnings allra frambjóðenda repúblikana til að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt að hratt hafi dregið úr forskoti Trump undanfarnar vikur. Forysta hans á Ben Carson mælist nú innan skekkjumarka.

Þar sagði hann einnig: „Þú getur sagt það sem þú vilt, en ef þau hefðu haft byssur, ef okkar fólk hefði haft byssur, ef þau mættu bera þær[...]þá hefðu þetta verið allt aðrar aðstæður.“ Greint er frá þessu á vef Business Insider.

129 manns látnir og á fjórða hundrað særðir

Alls létust 129 manns í árásunum á París á föstudagskvöld. 352 eru slasaðir, þar af 99 alvarlega slasaðir. Fórnarlömb árásanna eru frá að minnsta kosti 15 mismunandi löndum. Sjö hryðjuverkamenn liggja í valnum, sex eftir að hafa sprengt sig í loft upp. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum sem voru framkvæmdar af þremur hópum sem skipulögðu þær utan Frakklands.

Auglýsing

Ráðist var á fólkið með hríðskotabyssum og sprengjum við þjóðarleikvang Frakka, á börum, veitingastöðum og í tónleikasal í París. Allir staðirnir áttu það sameiginlegt að vera staðir þar sem fólk fer til að skemmta sér. Til að horfa á fótbolta, drekka, borða, hlusta á tónlist. Og samkvæmt fregnum flestra miðla heims var árásunum ekki beint gegn neinum sérstökum einstaklingum. Árásarmennirnir voru að reyna að myrða sem flesta.

Einn árásarmannanna hefur verið nafngreindur, hann hét Omar Ismail Mostefai og var 29 ára gamall Frakki.Nokkur fjöldi mögulegra vitorðsmanna hefur verið handtekinn í Belgíu og yfirvöld í Frakklandi, Belgíu, Grikklandi og Þýskalandi vinna nú saman að því að kortleggja hverjir hinir árásarmennirnir voru og hvert tengslanet þeirra var. Grísk stjórnvöld hafa staðfest við The Guardian að fréttir um að einn árásarmannanna hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland séu ekki réttar.

Segir galið að taka við sýrlenskum flóttamönnum

Á fundi sínum í gærkvöldi gagnrýni Trump líka Barack Obama Bandaríkjaforseta harðlega og sagði að leiðtogi landsins vissi ekkert hvað hann væri að gera. Þar vísaði hann sérstaklega í ákvörðun Obama um að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi.„Við erum öll með hjarta og við viljum öll að séð sé um fólk, en vegna þeirra vandræða sem landið okkar er í, að taka við 250.000, sem sumir hverjir munu eiga í vandræðum, miklum vandræðum, er bara galið. Við hlytum að vera galin. Hræðilegt.“

Samkvæmt CNN liggur ekki fyrir hvaðan Trump fékk þá hugmynd að Bandaríkin ætli að taka við 250.000 flóttamönnum. Í september var tilkynnt að Bandaríkin ætluðu að taka við að minnsta kosti tíu þúsund flóttamönnum á þessu ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None