103 íslensk fyrirtæki skuldbinda sig til að draga úr losun

Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða
Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða
Auglýsing

Rúm­lega hund­rað íslensk fyr­ir­tæki und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ingu um sam­fé­lags­lega ábyrgð og gagn­vart umhverf­inu í Höfða í dag. Yfir­lýs­ingin og und­ir­skrift­irnar 103 verða afhentar á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í byrjun des­em­ber. Íslensk stjórn­völd hafa skilað mark­miðum sínum til Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Meðal þeirra fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ing­una eru nokkur af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins sem reka fjöl­menna vinnu­staði. Þarna má finna við­skipta­bank­ana þrjá, Alcoa Fjarða­ál, stærstu skipa- og útgerð­ar­fyr­ir­tæki, rík­is­stofn­anir og háskól­ar. Lista yfir öll fyr­ir­tækin má finna hér.

Á vef Reykja­vík­ur­borgar segir um verk­efnið að það sé hvatn­ing til rekst­ar­að­ila um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á eigin for­sendum „og sýna þannig frum­kvæði og ábyrgð gagn­vart umhverf­inu og sam­fé­lag­in­u“. Reykja­vík­ur­borg og Festa eiga frum­kvæði að verk­efn­inu sem kynnt var í októ­ber. Reykja­vík­ur­borg ætlar að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í rekstri sínum um 35 pró­sent til árs­ins 2020 og unnið er að stefnu­mótun innan borg­ar­innar í þessum mála­flokki.

Auglýsing

Í sam­tali í Þukli í Hlað­varpi Kjarn­ans í síð­ustu viku segir Svavar Svav­ars­son, deild­ar­stjóri við­skipta­þró­unar HB Granda, að fyr­ir­tækið sé þegar farið að bregð­ast við þróun mála. „Það má eig­in­lega segja það að með­vitað og ómeð­vitað þá höfum við verið að bregð­ast við súrnun sjáv­ar,“ segir Svavar og vísar þar til þess vanda sem tal­inn er helst steðja að sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. HB Grandi er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­aði yfir­lýs­ing­una í dag. Hlusta má á sam­talið við Svavar í heild sinni í spil­ar­anum hér að neð­an.

„Ég er ekki nokkrum vafa um vilja íslenskra stjórn­valda til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn mengi minna,“ segir Svavar spurður út í það hvort ríkið hafi sett upp ein­hverja hvata fyrir fyr­ir­tæki eins og HB Granda til þess að menga minna. „Það er alveg án til­lits til póli­tískra flokka eða því líkt. Hins vegar teljum við að stjórn­völd mættu gera af því meira að ganga fram­fyrir skjöldu og hvetja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki til þess að draga úr mengun hjá sér; til dæmis með breyttri lög­gjöf.“

Í tengslum við sjáv­ar­út­veg­inn þá telur Svavar stjórn­völd og sjáv­ar­út­veg verða að gera með sér heild­stætt sam­komu­lag um umhverf­is­mál. „Hvernig ætlum við að reka sjáv­ar­út­veg í fram­tíð­inni? Ætlum við að keyra hann á hreinni orku eða ætlum við halda áfram að brenna olíu?“ spyr Svav­ar.

Með yfir­lýs­ing­unni sem fyr­ir­tækin skrif­uðu undir skuld­binda fyr­ir­tækin sig til að upp­fylla þrjú atriði. Þau eru að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnka myndun úrgangs og að mæla árang­ur­inn af þessum aðgerðum og til­kynna reglu­lega um stöðu mála.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að „borgir og bæir ásamt fyr­ir­tækjum af öllum stærð­um, verða sífellt mik­il­væg­ari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stand­ast þau mark­mið sem sett hafa verið um losun þeirra.“  Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None