103 íslensk fyrirtæki skuldbinda sig til að draga úr losun

Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða
Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða
Auglýsing

Rúm­lega hund­rað íslensk fyr­ir­tæki und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ingu um sam­fé­lags­lega ábyrgð og gagn­vart umhverf­inu í Höfða í dag. Yfir­lýs­ingin og und­ir­skrift­irnar 103 verða afhentar á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í byrjun des­em­ber. Íslensk stjórn­völd hafa skilað mark­miðum sínum til Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Meðal þeirra fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ing­una eru nokkur af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins sem reka fjöl­menna vinnu­staði. Þarna má finna við­skipta­bank­ana þrjá, Alcoa Fjarða­ál, stærstu skipa- og útgerð­ar­fyr­ir­tæki, rík­is­stofn­anir og háskól­ar. Lista yfir öll fyr­ir­tækin má finna hér.

Á vef Reykja­vík­ur­borgar segir um verk­efnið að það sé hvatn­ing til rekst­ar­að­ila um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á eigin for­sendum „og sýna þannig frum­kvæði og ábyrgð gagn­vart umhverf­inu og sam­fé­lag­in­u“. Reykja­vík­ur­borg og Festa eiga frum­kvæði að verk­efn­inu sem kynnt var í októ­ber. Reykja­vík­ur­borg ætlar að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í rekstri sínum um 35 pró­sent til árs­ins 2020 og unnið er að stefnu­mótun innan borg­ar­innar í þessum mála­flokki.

Auglýsing

Í sam­tali í Þukli í Hlað­varpi Kjarn­ans í síð­ustu viku segir Svavar Svav­ars­son, deild­ar­stjóri við­skipta­þró­unar HB Granda, að fyr­ir­tækið sé þegar farið að bregð­ast við þróun mála. „Það má eig­in­lega segja það að með­vitað og ómeð­vitað þá höfum við verið að bregð­ast við súrnun sjáv­ar,“ segir Svavar og vísar þar til þess vanda sem tal­inn er helst steðja að sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. HB Grandi er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­aði yfir­lýs­ing­una í dag. Hlusta má á sam­talið við Svavar í heild sinni í spil­ar­anum hér að neð­an.

„Ég er ekki nokkrum vafa um vilja íslenskra stjórn­valda til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn mengi minna,“ segir Svavar spurður út í það hvort ríkið hafi sett upp ein­hverja hvata fyrir fyr­ir­tæki eins og HB Granda til þess að menga minna. „Það er alveg án til­lits til póli­tískra flokka eða því líkt. Hins vegar teljum við að stjórn­völd mættu gera af því meira að ganga fram­fyrir skjöldu og hvetja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki til þess að draga úr mengun hjá sér; til dæmis með breyttri lög­gjöf.“

Í tengslum við sjáv­ar­út­veg­inn þá telur Svavar stjórn­völd og sjáv­ar­út­veg verða að gera með sér heild­stætt sam­komu­lag um umhverf­is­mál. „Hvernig ætlum við að reka sjáv­ar­út­veg í fram­tíð­inni? Ætlum við að keyra hann á hreinni orku eða ætlum við halda áfram að brenna olíu?“ spyr Svav­ar.

Með yfir­lýs­ing­unni sem fyr­ir­tækin skrif­uðu undir skuld­binda fyr­ir­tækin sig til að upp­fylla þrjú atriði. Þau eru að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnka myndun úrgangs og að mæla árang­ur­inn af þessum aðgerðum og til­kynna reglu­lega um stöðu mála.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að „borgir og bæir ásamt fyr­ir­tækjum af öllum stærð­um, verða sífellt mik­il­væg­ari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stand­ast þau mark­mið sem sett hafa verið um losun þeirra.“  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None