103 íslensk fyrirtæki skuldbinda sig til að draga úr losun

Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða
Yfirlýsingin var undirrituð í Höfða
Auglýsing

Rúm­lega hund­rað íslensk fyr­ir­tæki und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ingu um sam­fé­lags­lega ábyrgð og gagn­vart umhverf­inu í Höfða í dag. Yfir­lýs­ingin og und­ir­skrift­irnar 103 verða afhentar á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í byrjun des­em­ber. Íslensk stjórn­völd hafa skilað mark­miðum sínum til Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Meðal þeirra fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ing­una eru nokkur af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins sem reka fjöl­menna vinnu­staði. Þarna má finna við­skipta­bank­ana þrjá, Alcoa Fjarða­ál, stærstu skipa- og útgerð­ar­fyr­ir­tæki, rík­is­stofn­anir og háskól­ar. Lista yfir öll fyr­ir­tækin má finna hér.

Á vef Reykja­vík­ur­borgar segir um verk­efnið að það sé hvatn­ing til rekst­ar­að­ila um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á eigin for­sendum „og sýna þannig frum­kvæði og ábyrgð gagn­vart umhverf­inu og sam­fé­lag­in­u“. Reykja­vík­ur­borg og Festa eiga frum­kvæði að verk­efn­inu sem kynnt var í októ­ber. Reykja­vík­ur­borg ætlar að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í rekstri sínum um 35 pró­sent til árs­ins 2020 og unnið er að stefnu­mótun innan borg­ar­innar í þessum mála­flokki.

Auglýsing

Í sam­tali í Þukli í Hlað­varpi Kjarn­ans í síð­ustu viku segir Svavar Svav­ars­son, deild­ar­stjóri við­skipta­þró­unar HB Granda, að fyr­ir­tækið sé þegar farið að bregð­ast við þróun mála. „Það má eig­in­lega segja það að með­vitað og ómeð­vitað þá höfum við verið að bregð­ast við súrnun sjáv­ar,“ segir Svavar og vísar þar til þess vanda sem tal­inn er helst steðja að sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. HB Grandi er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­aði yfir­lýs­ing­una í dag. Hlusta má á sam­talið við Svavar í heild sinni í spil­ar­anum hér að neð­an.

„Ég er ekki nokkrum vafa um vilja íslenskra stjórn­valda til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn mengi minna,“ segir Svavar spurður út í það hvort ríkið hafi sett upp ein­hverja hvata fyrir fyr­ir­tæki eins og HB Granda til þess að menga minna. „Það er alveg án til­lits til póli­tískra flokka eða því líkt. Hins vegar teljum við að stjórn­völd mættu gera af því meira að ganga fram­fyrir skjöldu og hvetja sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki til þess að draga úr mengun hjá sér; til dæmis með breyttri lög­gjöf.“

Í tengslum við sjáv­ar­út­veg­inn þá telur Svavar stjórn­völd og sjáv­ar­út­veg verða að gera með sér heild­stætt sam­komu­lag um umhverf­is­mál. „Hvernig ætlum við að reka sjáv­ar­út­veg í fram­tíð­inni? Ætlum við að keyra hann á hreinni orku eða ætlum við halda áfram að brenna olíu?“ spyr Svav­ar.

Með yfir­lýs­ing­unni sem fyr­ir­tækin skrif­uðu undir skuld­binda fyr­ir­tækin sig til að upp­fylla þrjú atriði. Þau eru að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnka myndun úrgangs og að mæla árang­ur­inn af þessum aðgerðum og til­kynna reglu­lega um stöðu mála.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að „borgir og bæir ásamt fyr­ir­tækjum af öllum stærð­um, verða sífellt mik­il­væg­ari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stand­ast þau mark­mið sem sett hafa verið um losun þeirra.“  Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None