Lárus Welding hafnar alfarið málflutningi ákæruvaldsins - Ítarleg greinargerð birt

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er einn þeirra sem ákærður er fyrir þátt sinn í Stím-málinu svokallaða, en aðalmeðferð í því hófst í dag.

10016478853_09ac32d1c1_z.jpg
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, hafnar því alfarið að hafa brotið gegn lögum eins og ákæra í hinu svo­kall­aða Stím-­máli gerir ráð fyr­ir, en aðal­með­ferð hófst í mál­inu í dag. Í ítar­legri grein­ar­gerð fyrir hans hönd, sem Óttar Páls­son hrl. lög­maður hans tók sam­an, er mála­til­bún­aður sér­staks sak­sókn­ara gagn­rýndur harð­lega. 

„Sam­an­tekið þá er rangt að ákærði hafi staðið að þeirri lán­veit­ingu sem ákært er vegna á allt öðrum for­sendum en sam­þykkt hafi verið í áhættu­nefnd bank­ans. Í ákæru er bein­línis lagt til grund­vallar að áhættu­nefnd bank­ans hafi tekið ákvörð­un um að veita lán­ið. Ekki hefur verið gert lík­legt að lán­veit­ingin hafi falið í sér brot gegn ákvæðum í lána­reglum Glitnis um trygg­ing­ar. Nettó fjár­streymi til Glitn­is vegna Stím-við­skipt­anna var jákvætt um a,m,k. 2.350 millj­ónir króna. Ákvörð­un um að lána Stím var ótví­rætt til þess fallin að draga úr fjár­hags­legri áhættu bank­ans og bæta eig­in­fjár­stöðu hans. Ákæru­valdið hefur ekki með neinu móti gert senni­legt að ákvörð­un­in, sem háð var við­skipta­legu mati ákærða og ann­arra nefnd­ar­manna í áhættu­nefnd, hafi verið ófor­svar­an­leg,“ segir meðal ann­ars í sam­an­tekt­ar­orðum í grein­ar­gerð­inn­i. 

Tug­millj­arða lán til Stím

Málið snýst ann­ars vegar um tug­millj­arða króna lán­veit­ingar til félags­ins Stím ehf., í nóv­em­ber 2007 og jan­úar 2008. Mál ákæru­valds­ins byggir meðal ann­ars á því, að Stím hafi verið búið til af starfs­mönnum Glitnis í þeim til­gangi að kaupa hluta­bréf í bank­anum sjálfum og stærsta eig­anda hans, FL Group, sem bank­inn sat síðan uppi með á veltu­bók sinni. Eng­inn mark­aður var fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau, sam­kvæmt mála­til­bún­aði ákæru­valds­ins.

Auglýsing

Í mál­inu eru ákærð­ir, auk Lárus­ar, Jóhannes Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta Glitn­is, og Þor­valdur Lúð­vík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Saga Capi­tal. Þeir neita allir alfarið sök, en Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðs­svik og Þor­valdur fyrir hlut­deild í þeim. Ákæruna í mál­inu má lesa í heild sinni hér.

Grund­vall­armis­skiln­ingur

Óttar segir í grein­ar­gerð sinni að sér­stakur sak­sókn­ari mis­skilji aðstæð­urnar og ástæð­urnar að baki við­skiptum Stím. Þá verði enn fremur að horfa til þess, að aðkoma Lárusar í mál­inu, hafi öðru fremur verið á því byggð að draga úr fjár­hags­legri áhættu Glitn­is, að því er segir í grein­ar­gerð­inni. „Sam­kvæmt þessu [Því sem að framan er rakið í grein­ar­gerð] hníga aug­ljós rök að því að sú leið sem farin var, þ,e. að draga úr fjár­hags­legri áhættu sem bréf­unum fylgdi með því að láta aðra um að fjár­magna eign­ar­haldið að hluta, hafi, á þeim tíma­punkti sem ákvörð­unin var tek­in, verið væn­legri til að draga úr fjár­hags­legri áhættu bank­ans heldur en að selja bréfin á mark­aði með tapi. Því er það ekki aðeins svo að ákærði, ásamt öðrum, hafi umfram laga­skyldu dregið úr tjár­hags­legri áhættu Glitnis með Stím við­skipt­un­um, heldur hafi hann einnig valið þann kost af tveimur tæk­um, sem betur var til þess fall­inn að tryggja hags­muni bank­ans,“ segir í grein­ar­gerð Ótt­ars, sem hér er birt í heild sinni.  

Allir ákærðu mættu í dóm­sal í morg­un, þegar aðal­með­ferð hóf­st, en gert er ráð fyrir að hún standi yfir alla þessa viku.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None