Lárus Welding hafnar alfarið málflutningi ákæruvaldsins - Ítarleg greinargerð birt

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er einn þeirra sem ákærður er fyrir þátt sinn í Stím-málinu svokallaða, en aðalmeðferð í því hófst í dag.

10016478853_09ac32d1c1_z.jpg
Auglýsing

Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi for­stjóri Glitn­is, hafnar því alfarið að hafa brotið gegn lögum eins og ákæra í hinu svo­kall­aða Stím-­máli gerir ráð fyr­ir, en aðal­með­ferð hófst í mál­inu í dag. Í ítar­legri grein­ar­gerð fyrir hans hönd, sem Óttar Páls­son hrl. lög­maður hans tók sam­an, er mála­til­bún­aður sér­staks sak­sókn­ara gagn­rýndur harð­lega. 

„Sam­an­tekið þá er rangt að ákærði hafi staðið að þeirri lán­veit­ingu sem ákært er vegna á allt öðrum for­sendum en sam­þykkt hafi verið í áhættu­nefnd bank­ans. Í ákæru er bein­línis lagt til grund­vallar að áhættu­nefnd bank­ans hafi tekið ákvörð­un um að veita lán­ið. Ekki hefur verið gert lík­legt að lán­veit­ingin hafi falið í sér brot gegn ákvæðum í lána­reglum Glitnis um trygg­ing­ar. Nettó fjár­streymi til Glitn­is vegna Stím-við­skipt­anna var jákvætt um a,m,k. 2.350 millj­ónir króna. Ákvörð­un um að lána Stím var ótví­rætt til þess fallin að draga úr fjár­hags­legri áhættu bank­ans og bæta eig­in­fjár­stöðu hans. Ákæru­valdið hefur ekki með neinu móti gert senni­legt að ákvörð­un­in, sem háð var við­skipta­legu mati ákærða og ann­arra nefnd­ar­manna í áhættu­nefnd, hafi verið ófor­svar­an­leg,“ segir meðal ann­ars í sam­an­tekt­ar­orðum í grein­ar­gerð­inn­i. 

Tug­millj­arða lán til Stím

Málið snýst ann­ars vegar um tug­millj­arða króna lán­veit­ingar til félags­ins Stím ehf., í nóv­em­ber 2007 og jan­úar 2008. Mál ákæru­valds­ins byggir meðal ann­ars á því, að Stím hafi verið búið til af starfs­mönnum Glitnis í þeim til­gangi að kaupa hluta­bréf í bank­anum sjálfum og stærsta eig­anda hans, FL Group, sem bank­inn sat síðan uppi með á veltu­bók sinni. Eng­inn mark­aður var fyrir bréfin á því verði sem Stím greiddi fyrir þau, sam­kvæmt mála­til­bún­aði ákæru­valds­ins.

Auglýsing

Í mál­inu eru ákærð­ir, auk Lárus­ar, Jóhannes Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri mark­aðsvið­skipta Glitn­is, og Þor­valdur Lúð­vík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Saga Capi­tal. Þeir neita allir alfarið sök, en Lárus og Jóhannes eru ákærðir fyrir umboðs­svik og Þor­valdur fyrir hlut­deild í þeim. Ákæruna í mál­inu má lesa í heild sinni hér.

Grund­vall­armis­skiln­ingur

Óttar segir í grein­ar­gerð sinni að sér­stakur sak­sókn­ari mis­skilji aðstæð­urnar og ástæð­urnar að baki við­skiptum Stím. Þá verði enn fremur að horfa til þess, að aðkoma Lárusar í mál­inu, hafi öðru fremur verið á því byggð að draga úr fjár­hags­legri áhættu Glitn­is, að því er segir í grein­ar­gerð­inni. „Sam­kvæmt þessu [Því sem að framan er rakið í grein­ar­gerð] hníga aug­ljós rök að því að sú leið sem farin var, þ,e. að draga úr fjár­hags­legri áhættu sem bréf­unum fylgdi með því að láta aðra um að fjár­magna eign­ar­haldið að hluta, hafi, á þeim tíma­punkti sem ákvörð­unin var tek­in, verið væn­legri til að draga úr fjár­hags­legri áhættu bank­ans heldur en að selja bréfin á mark­aði með tapi. Því er það ekki aðeins svo að ákærði, ásamt öðrum, hafi umfram laga­skyldu dregið úr tjár­hags­legri áhættu Glitnis með Stím við­skipt­un­um, heldur hafi hann einnig valið þann kost af tveimur tæk­um, sem betur var til þess fall­inn að tryggja hags­muni bank­ans,“ segir í grein­ar­gerð Ótt­ars, sem hér er birt í heild sinni.  

Allir ákærðu mættu í dóm­sal í morg­un, þegar aðal­með­ferð hóf­st, en gert er ráð fyrir að hún standi yfir alla þessa viku.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None