Biskup Íslands: Afleitt að læknar fái ekki betri laun

Agnes ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni á leið í Dómkirkjuna við þingsetningu Alþingis.
Agnes ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni á leið í Dómkirkjuna við þingsetningu Alþingis.
Auglýsing

Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, telur afleitt að læknar fái ekki laun í sam­ræmi við menntun sína og starf. Þetta segir hún í sam­tali sínu við Gretti Gauta­son í þætt­inum Grettistaki sem birt­ist í Hlað­varpi Kjarn­ans á morg­un. „Það er bara ekki nógu gott,“ segir hún en bætir við að það sé ekki hægt að gera upp á milli starf­stétta og segja að ein starf­stétt sé mik­il­væg­ari en önn­ur.

Grettir spyr hvað henni finnst um að prestar fái jafnan hærri laun en lækn­ar. Agnes seg­ist ekki vera sam­mála því að menntun og starf presta sé minna virði en starf lækna. Hún telur alla vera jafn mik­il­væga. „Erum við bara ekki öll jafn mik­il­væg? Við erum bara í ákveðnum hlut­verkum í líf­inu. Við höfum öll ákveðna köllun í líf­inu og við þurfum öll á hvort öðru að halda."

„Stundum þurfum við á lækni að halda, stundum þurfum við á pípara að halda, stundum þurfum við á kenn­ara að halda og stundum þurfum við á presti að halda. Ég sé ekki að eitt­hvað starf eða þjón­usta sé minna virði en eitt­hvað ann­að. Við þurfum allt þetta […] og miklu meira til.“

Auglýsing

Hún segir það hins vegar afleitt að þegar fólk er búið að leggja mikla vinnu í að mennta sig að það fái ekki laun sem hæfa menntun sinni. „Það er nátt­úr­lega alveg afleitt þegar fólk er búið að leggja á sig mikla vinnu, og eyða miklum tíma, og leggja sig fram til þess að mennta sig í fagi eins og lækn­is­fræði að það skuli ekki fá almenni­leg laun. Það er bara ekki nógu gott“

Grettistak er á dag­skrá Hlað­varps Kjarn­ans annan hvern sunnu­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None