llugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í morgun ríkisstjórninni frumvarp til breytinga á lögum um RÚV, sem gerir ráð fyrir því að útvarpsgjaldið haldist óbreytt til að koma til móts við kostnað af dreifikerfi RÚV sem hefur reynst mun þyngra í skauti fyrir reksturinn en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þetta kemur fram á eyjunni.is.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu átti gjaldið að lækka í úr 19.400 krónum niður í 16.400 krónur, í skrefum þó, og átti lækkunin að vera að fullu komin fram á næsta ári.
Töluvert var fjallað um dreifikerfi RÚV í skýrslu sem unnin var fyrir ráðherra af nefnd sem Eyþór Arnalds stýrði. Stjórnendur RÚV hafa gagnrýnt hana, og sagt að þar sé frjálslega farið með tölur og staðreyndir.
Starfsfólk RÚV sagði í yfirlýsingu að skýrsluhöfundar skautuðu framhjá viðsnúningu í rekstri RÚV og miklum niðurskurði sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þá óskuðu þeir eftir vinnufriði.