Fjáraukalög gera ráð fyrir 370 milljóna aukaframlagi til þjóðkirkjunnar

Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir enn frekara viðbótarframlagi til kirkjunnar, húsaleigukostnaði fyrir nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar og framlagi til forsætisráðuneytisins vegna verndunar í byggð.

kirkja_althingi.jpg
Auglýsing

Fjár­auka­lög árs­ins 2015 gera ráð fyrir því að þjóð­kirkjan fái 370 millj­óna króna auka­fjár­veit­ingu á árinu 2015. Auk þess er gert ráð fyrir því að aukið fé fari einnig til þjóð­kirkj­unnar á árinu 2016. Þessar fjár­veit­ingar eru til þess að virða samn­ing kirkju og ríkis frá tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Þar segir einnig að breyt­inga­til­lögur við fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, nemi sam­stals 6,7 millj­örðum króna. Fjár­laga­nefnd fékk frum­varpið með breyt­ing­ar­til­lögum til með­ferðar í gær ásamt fjár­auka­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í Frétta­blað­inu segir að sam­kvæmt því eigi að bjóða út þrjár nýjar heilsu­gæslu­stöðvar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árinu 2016 og er gert ráð fyrir 70 millj­óna króna greiðslu í húsa­leigu vegna þriggja einka­rek­inna heilsu­gæslu­stöðv­a. Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra segir þó í sam­tali við blaðið að ekk­ert hafi verið ákveðið með rekstr­ar­form þeirra heilsu­gæslu­stöðva sem ráð­ast á í að koma upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næsta ári. Orða­lag breyt­ing­ar­til­lög­unnar sé óná­kvæmt. 

Mik­ill fjöldi breyt­inga­til­lagna hefur verið gerður frá því að fjár­laga­frum­varpið var lagt fram í sept­em­ber. Frétta­blaðið seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að ein slík breyt­ing sé 165 millj­óna króna fjár­veit­ing til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins vegna umdeildra laga um vernd­ar­svæði í byggð, en þau voru sam­þykkt á síð­asta þing­i. Mark­miðið með lög­unum er að stuðla að vernd og varð­veislu byggðar sem hefur sögu­legt gildi, og sam­kvæmt þeim er það for­sæt­is­ráð­herra sem tekur ákvörðun um að gera byggð að vernd­ar­svæði, en ekki sveit­ar­fé­lögin sem byggðin er í. Þau hafa verið harð­lega gagn­rýnd, til dæmis af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga. Lög­unum var meðal ann­ars beitt til að skyndi­friða hafn­ar­garð í Reykja­vík í haust. 

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None