Skólar opna á miðvikudag í Brussel og viðamiklar aðgerðir lögreglu halda áfram

Blaðamaður Kjarnans í Brussel segir fólk hafa hægt um sig. Miklar lögregluaðgerðir standa enn yfir í Brussel vegna hryðjuverkaógnar.

brussel hryðjuverk
Auglýsing

Stefnt er að því að skólar verði opn­aðir á ný í Brus­sel á mið­viku­dag, en viða­miklar aðgerðir lög­reglu, vegna við­var­andi hryðjuógn­ar, halda áfram næstu daga, að sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC. For­sæt­is­ráð­herra Belgíu til­kynnti þetta undir kvöld. Alþjóða­skól­inn í Brus­sel, ISB (International School of Brussels) verður þó áfram lok­að­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef skól­ans.

Lest­ar­sam­göngur í borg­inni hefj­ast einnig að nýju á mið­viku­dag. Skól­ar, háskólar og lest­ar­kerfi borg­ar­innar voru lokuð í dag vegna hættu á hryðju­verk­um. Hæsta við­bún­að­ar­stig verður áfram í gildi í borg­inni næstu vik­una, en brýnt er fyrir fólki að nú þurfi það að reyna að hefja dag­legt líf á nýjan leik. Til­kynnt var fyrir skömmu að saka­dóm­ari í Belgíu hafi ákveðið að ákæra fjórða mann­inn í tengslum við hryðju­verka­árás­irnar í Par­ís, 13. nóv­em­ber, sem urðu 129 að bana. Frá þessu greinir breska rík­is­út­varpið BBC á vef sín­um. 

Mað­ur­inn var hand­tek­inn ásamt fimmtán öðrum í aðgerðum lög­reglu í Brus­sel í gær. Hinum fimmtán hefur öllum verið sleppt úr haldi.

Auglýsing

Af þeim fimm sem voru hand­teknir síð­ast­liðna nótt hefur tveimur verið sleppt úr haldi, en þrír eru enn í fang­elsi. 

Hefur óneit­an­lega áhrif á dag­legt líf

Hall­grímur Odds­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Brus­sel, segir við Kjarn­ann að ástandið í Brus­sel sé svipað og um helg­ina. „Það er rólegra yfir öllu og víg­búnar löggur og her­menn sýni­leg­ar. Fólk fylgd­ist vel með fréttum í gær­kvöldi, þegar aðgerðir stóðu yfir á nokkrum stöðum í borg­inni, meðal ann­ars í mið­bæn­um.“ Hall­grímur seg­ist ekki hafa á til­finn­ing­unni að fólk sé hrætt, „en þetta hefur óneit­an­lega áhrif á dag­legt líf, lest­ar­kerfið er lokað þótt nokkrar strætó­leiðir gangi enn og skólar á öllum skóla­stigum hafa verið lok­að­ir. Margir vinnu­staðir hafa hvatt starfs­fólk til að vinna heiman frá. Í pósti frá skól­anum mínum voru nem­endur beðnir um að vera á verð­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None