Skólar opna á miðvikudag í Brussel og viðamiklar aðgerðir lögreglu halda áfram

Blaðamaður Kjarnans í Brussel segir fólk hafa hægt um sig. Miklar lögregluaðgerðir standa enn yfir í Brussel vegna hryðjuverkaógnar.

brussel hryðjuverk
Auglýsing

Stefnt er að því að skólar verði opnaðir á ný í Brussel á miðvikudag, en viðamiklar aðgerðir lögreglu, vegna viðvarandi hryðjuógnar, halda áfram næstu daga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Forsætisráðherra Belgíu tilkynnti þetta undir kvöld. 

Alþjóðaskólinn í Brussel, ISB (International School of Brussels) verður þó áfram lokaður, samkvæmt upplýsingum á vef skólans.

Lestarsamgöngur í borginni hefjast einnig að nýju á miðvikudag. Skólar, háskólar og lestarkerfi borgarinnar voru lokuð í dag vegna hættu á hryðjuverkum. Hæsta viðbúnaðarstig verður áfram í gildi í borginni næstu vikuna, en brýnt er fyrir fólki að nú þurfi það að reyna að hefja daglegt líf á nýjan leik. Tilkynnt var fyrir skömmu að sakadómari í Belgíu hafi ákveðið að ákæra fjórða manninn í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París, 13. nóvember, sem urðu 129 að bana. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC á vef sínum. 

Maðurinn var handtekinn ásamt fimmtán öðrum í aðgerðum lögreglu í Brussel í gær. Hinum fimmtán hefur öllum verið sleppt úr haldi.

Auglýsing

Af þeim fimm sem voru handteknir síðastliðna nótt hefur tveimur verið sleppt úr haldi, en þrír eru enn í fangelsi. 

Hefur óneitanlega áhrif á daglegt líf

Hallgrímur Oddsson, fréttaritari Kjarnans í Brussel, segir við Kjarnann að ástandið í Brussel sé svipað og um helgina. „Það er rólegra yfir öllu og vígbúnar löggur og hermenn sýnilegar. Fólk fylgdist vel með fréttum í gærkvöldi, þegar aðgerðir stóðu yfir á nokkrum stöðum í borginni, meðal annars í miðbænum.“ Hallgrímur segist ekki hafa á tilfinningunni að fólk sé hrætt, „en þetta hefur óneitanlega áhrif á daglegt líf, lestarkerfið er lokað þótt nokkrar strætóleiðir gangi enn og skólar á öllum skólastigum hafa verið lokaðir. Margir vinnustaðir hafa hvatt starfsfólk til að vinna heiman frá. Í pósti frá skólanum mínum voru nemendur beðnir um að vera á verði.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None