Skólar opna á miðvikudag í Brussel og viðamiklar aðgerðir lögreglu halda áfram

Blaðamaður Kjarnans í Brussel segir fólk hafa hægt um sig. Miklar lögregluaðgerðir standa enn yfir í Brussel vegna hryðjuverkaógnar.

brussel hryðjuverk
Auglýsing

Stefnt er að því að skólar verði opn­aðir á ný í Brus­sel á mið­viku­dag, en viða­miklar aðgerðir lög­reglu, vegna við­var­andi hryðjuógn­ar, halda áfram næstu daga, að sögn breska rík­is­út­varps­ins BBC. For­sæt­is­ráð­herra Belgíu til­kynnti þetta undir kvöld. Alþjóða­skól­inn í Brus­sel, ISB (International School of Brussels) verður þó áfram lok­að­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef skól­ans.

Lest­ar­sam­göngur í borg­inni hefj­ast einnig að nýju á mið­viku­dag. Skól­ar, háskólar og lest­ar­kerfi borg­ar­innar voru lokuð í dag vegna hættu á hryðju­verk­um. Hæsta við­bún­að­ar­stig verður áfram í gildi í borg­inni næstu vik­una, en brýnt er fyrir fólki að nú þurfi það að reyna að hefja dag­legt líf á nýjan leik. Til­kynnt var fyrir skömmu að saka­dóm­ari í Belgíu hafi ákveðið að ákæra fjórða mann­inn í tengslum við hryðju­verka­árás­irnar í Par­ís, 13. nóv­em­ber, sem urðu 129 að bana. Frá þessu greinir breska rík­is­út­varpið BBC á vef sín­um. 

Mað­ur­inn var hand­tek­inn ásamt fimmtán öðrum í aðgerðum lög­reglu í Brus­sel í gær. Hinum fimmtán hefur öllum verið sleppt úr haldi.

Auglýsing

Af þeim fimm sem voru hand­teknir síð­ast­liðna nótt hefur tveimur verið sleppt úr haldi, en þrír eru enn í fang­elsi. 

Hefur óneit­an­lega áhrif á dag­legt líf

Hall­grímur Odds­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Brus­sel, segir við Kjarn­ann að ástandið í Brus­sel sé svipað og um helg­ina. „Það er rólegra yfir öllu og víg­búnar löggur og her­menn sýni­leg­ar. Fólk fylgd­ist vel með fréttum í gær­kvöldi, þegar aðgerðir stóðu yfir á nokkrum stöðum í borg­inni, meðal ann­ars í mið­bæn­um.“ Hall­grímur seg­ist ekki hafa á til­finn­ing­unni að fólk sé hrætt, „en þetta hefur óneit­an­lega áhrif á dag­legt líf, lest­ar­kerfið er lokað þótt nokkrar strætó­leiðir gangi enn og skólar á öllum skóla­stigum hafa verið lok­að­ir. Margir vinnu­staðir hafa hvatt starfs­fólk til að vinna heiman frá. Í pósti frá skól­anum mínum voru nem­endur beðnir um að vera á verð­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None