Tyrknesk yfirvöld segjast hafa grandað rússneskri orrustuþotu með flugskeytum eftir að hún flaug inn í tyrkneska lofthelgi í morgun. Á Twitter hafa birst myndbönd af þotunni hrapa til jarðar og af því sem talið er vera flugmennirnir tveir í fallhlífum. Er þetta í fyrsta sinn sem meðlimur NATO á í beinum átökum við Rússa. Frá þessu er meðal annars greint á The Guardian.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir orrustuþotu sína aldrei hafa farið inn í lofthelgi Tyrkja, það sýni fluggögn. Á meðan Vesturlönd fljúga flugvélum sínum frá Tyrklandi til þess að hæfa skotmörk í Sýrlandi, hafa Rússar flogið frá hersvæði sínu við sýrlenskar strendur Miðjarðarhafsins. Ráðuneytið segir þotu sína að öllum líkindum hafa verið skotna niður með flugskeyti frá jörðu. Enn sé verið að kanna ástand flugmannana og hvernig þotunni hafi veirð grandað. Samkvæmt yfirlýsingu frá stjornvöldum í Tyrklandi þá flaug þotan inn í lofthelgi landsins.
Heimildir innan skrifstofu forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, þá var rússneska þotan af SU-24 gerð.
Hér er talið að um flugmennina sé að ræða og að þeir hafi stungið sér úr flugvélinni áður en hún féll til jarðar:
Þó Bandaríkin hafi ekki átt þátt í þessu atviki þá er tilefni til að ryfja upp yfirlýsingar bæði Rússa og Brandaríkjamanna um að jafnvel þó bæði löndin kasti sprengjum á hið svokallaða Íslamska ríki í Sýrlandi og Írak, þá muni ríkin forðast að lenda í beinum átökum eða verða í vegi hvors annars. Ekkert samstarf eða samráð hefur verið milli NATO-ríkjanna og Rússlands um loftárásirnar. Eftir hryðjuverkaárásirnar í París fyrir rúmri viku hafa fréttaskýrendur hins vegar gert að því skóna að hugsanlega væri verið að undirbúa samstarf.
Frekari fréttir verða færðar þegar þær berast.