Anonymous-samtökin hafa ráðist að, og náð að loka, vefsíðum forsætisráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins. Auk þess hafa þau ráðist á, og náð að loka, heimasíðum innanríkisráðuneytisins á ensku og síðunni government.is, enskri útgáfu af heimasíðu stjórnarráðsins. Allar síðurnar liggja sem stendur niðri.
Meðlimir samtakanna sögðu frá þessu á Twitter fyrr í kvöld. Árásirnar eru gerðar til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Anonymous hefur gert atlögu að vefsíðum á Íslandi. Kjarninn greindi frá því 16. nóvember síðastliðinn að meðlimir samtakanna hafi ráðist á fjölmargar íslenskar vefsíður í vikunni áður. Atlagan olli miklum á netþjónustu og þjónustuaðilar tilkynntu viðskiptavinum sínum um þær. Á meðal þeirra síðna sem meðlimir tengdir Anonymous hreyktu sér af á Twitter að hafa náð að loka tímabundið fyrir erlendri umferð voru síða forsætisráðuneytisins, Mbl.is, Símans, Menn.is, Iceland.is og Visiticeland.is.