Eyþór Arnalds stendur 100 prósent við RÚV-skýrsluna

rúv
Auglýsing



Eyþór Arn­alds, sem stýrði nefnd sem ­gerði umdeilda skýrslu um þróun á starf­semi RÚV, segir að nefndin standi 100 ­pró­sent við nið­ur­stöður skýrsl­un­ar. Í við­tali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðs­ins segir hann: „Varð­andi rang­færsl­ur, þá höfum við ekki geta fundið neinar stað­fest­ar villur í skýrsl­unni þannig að við stöndum við hana, 100 pró­sent[...]Enda var farið yfir þetta í fimm vikur af starfs­mönnum RÚV áður en hún var birt.“

Helstu nið­ur­stöður skýrsl­unnar vor­u þær að rekstur RÚV væri ósjálf­bær, að end­ur­skoða þyrfti þjón­ustu­hlut­verk ­fyr­ir­tæk­is­ins í ljósi mik­illa neyslu­breyt­inga og að kostn­að­ar­samur dreifi­samn­ing­ur ­sem gerður hafi verið við Voda­fone hefði verið mis­tök. Eyþór, og nefnd­in, hafa ­sætt mik­illi gagn­rýni vegna gerð skýrsl­unn­ar. Hún hefur verið sögð full af rang­færsl­um, ósann­gjörnum sam­an­burði, að til­gangur hennar hafi verið póli­tískur og að mark­miðið hafi verið að vinda ofan af RÚV.

Auglýsing

Þarf að fá meira út úr hverjum manni

Eyþór seg­ir í við­tal­inu við Morg­un­blaðið að við­brögðin hafi verið dálít­ið öfga­kennd. „Við áttum að gera heild­ar­út­tekt á starf­sem­ina en það voru kannski margar þjóð­sögur í gangi. Við drógum fram stað­reyndir byggðar á heim­ild­um. Við vorum ekki að lýsa skoðun okkar eða að koma með til­lögur en við­brögðin vor­u dá­lítið öfga­kennd. Menn skip­ast í hópa og stundum hættir mönnum til að vera með­ ­skoð­anir án þess að hafa lesið skýrsl­una.“

Að sögn Ey­þórs fer of mikið fjár­magn hjá RÚV í hús­næði, í dreifi­kerfið og aðra slík­a þætti sem bitni á rekstr­in­um. „Rík­is­end­ur­skoðun hefur bent á að stofn­unin eig­i að vera sam­an­burð­ar­hæf í fram­leiðni og svo þarf að spara í útgjöld­um. Þetta er það sem allir fjöl­miðlar eru að glíma við í dag. Þeir þurfa að glíma við breytt um­hverfi þar sem að sam­keppni er við netið og fleira og þá þarf að reyna að fá ­meira út úr hverjum mann­i.“

Eyþór legg­ur á­herslu á að nefndin hafi ekki birt til­lög­ur, heldur hafi skýrslan ein­ung­is verið grein­ing. „En mennta­mála­ráð­herra hefur sagt að þessi skýrsla sé góður grunn­ur. En því miður fór umræðan oft út og suður og menn fara í þessar títt­nefnd­u skot­grafir[...]Ef menn vilja ekki ræða inni­haldið þykir oft þægi­legra að ræða mann­inn í stað­inn. Stað­reyndin er samt sú að þeir sem neita að horfast í augu við ­vanda­mál­in, geta aldrei leyst þau. Það er vandi hjá öllum fjöl­miðlum en ekki síst hjá rík­is­fjöl­miðl­um. Ef að mark­miðið er að efla inn­lenda dag­skrá­gerð, standa vörð um tung­una og ná til ungs fólks þá verði menn að horfa á vanda­mál­in. Ef menn ætla að ná árangri í að takast á við fram­tíð­ina þá verða þeir að við­ur­kenna það sem er að, þetta er eins og þegar maður fer til lækn­is­, þá verður hann að fá að heyra vondu frétt­irn­ar. Og það þýðir ekk­ert að skamma lækn­inn.“

Hann seg­ir að ef Íslend­ingar ætla að setja inn marga millj­arða króna á ári í rík­is­rekst­ur á fjöl­miðli, eins og gert er nú, þá sé hollt að end­ur­skoða til­gang­inn. „Er ­ör­ygg­is­hlut­verkið það sama eins og það var þegar lang­bylgjan var boð­leið­in? Er verið að for­gangs­raða miðað við það fram­boð sem er í gangi? Það eru svona ­spurn­ing­ar. En það er ekki mitt að ákveða það, það er ann­arra. En maður sér­ al­veg að heim­ur­inn er að breyt­ast.“

Breyt­ingar eru til góðs

Eyþór seg­ist alveg hafa átt von á ein­hverju umtali í kjöl­far þess að ­skýrslan kom út. Hann hafi sagt í gríni að hann þyrfti að panta ferð aðra leið til Ástr­alíu ef hann tæki þetta að sér. „Ég vissi alveg að þetta færi í á­kveðnar skot­graf­ir. Og sér­stak­lega ef við segðum nú allan sann­leik­ann, þá ­myndi þetta örugg­lega fara illa í marga. En auð­vitað er fólk líka hrætt, það hafa margir hags­muni af því að hafa RÚV eins og það er og fólk ótt­ast oft breyt­ing­ar. En eins og ég nefndi áðan er hægt að lækka kostnað án þess að skerða þjón­ustu veru­lega. Þegar eitt fer þá kemur ann­að. Ég held að tón­list­ar­menn og aðrir þurfi ekki að ótt­ast breyt­ing­ar. Ég held að breyt­ing­ar ­séu yfir­leitt til góðs. Þó að fólki þykir vænt um RÚV þá þarf það ekki að ver­a hrætt við fram­tíð­ina. Það væri gott að fá fleiri úttektir um fleiri stofn­an­ir. ­Rík­is­rekst­ur­inn er þess eðlis að hann á að þola mikla skoðun. Meira upp á yf­ir­borð­ið. Opin­bert hluta­fé­lag á að vera með upp­lýs­ingar uppi á borði, og það op­in­ber­ar. Ann­ars á það ekki að heita ohf. Það þarf að horfast í augu við þau ­vanda­mál og þær áskor­anir sem RÚV þarf að glíma við. Þetta er ekk­ert búið. ­Skýrslan er ekki vand­inn, skýrslan er grein­ing. Vand­inn er ennþá og hann þarf að leysa.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None