Eyþór Arnalds stendur 100 prósent við RÚV-skýrsluna

rúv
AuglýsingEyþór Arn­alds, sem stýrði nefnd sem ­gerði umdeilda skýrslu um þróun á starf­semi RÚV, segir að nefndin standi 100 ­pró­sent við nið­ur­stöður skýrsl­un­ar. Í við­tali við Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðs­ins segir hann: „Varð­andi rang­færsl­ur, þá höfum við ekki geta fundið neinar stað­fest­ar villur í skýrsl­unni þannig að við stöndum við hana, 100 pró­sent[...]Enda var farið yfir þetta í fimm vikur af starfs­mönnum RÚV áður en hún var birt.“

Helstu nið­ur­stöður skýrsl­unnar vor­u þær að rekstur RÚV væri ósjálf­bær, að end­ur­skoða þyrfti þjón­ustu­hlut­verk ­fyr­ir­tæk­is­ins í ljósi mik­illa neyslu­breyt­inga og að kostn­að­ar­samur dreifi­samn­ing­ur ­sem gerður hafi verið við Voda­fone hefði verið mis­tök. Eyþór, og nefnd­in, hafa ­sætt mik­illi gagn­rýni vegna gerð skýrsl­unn­ar. Hún hefur verið sögð full af rang­færsl­um, ósann­gjörnum sam­an­burði, að til­gangur hennar hafi verið póli­tískur og að mark­miðið hafi verið að vinda ofan af RÚV.

Auglýsing

Þarf að fá meira út úr hverjum manni

Eyþór seg­ir í við­tal­inu við Morg­un­blaðið að við­brögðin hafi verið dálít­ið öfga­kennd. „Við áttum að gera heild­ar­út­tekt á starf­sem­ina en það voru kannski margar þjóð­sögur í gangi. Við drógum fram stað­reyndir byggðar á heim­ild­um. Við vorum ekki að lýsa skoðun okkar eða að koma með til­lögur en við­brögðin vor­u dá­lítið öfga­kennd. Menn skip­ast í hópa og stundum hættir mönnum til að vera með­ ­skoð­anir án þess að hafa lesið skýrsl­una.“

Að sögn Ey­þórs fer of mikið fjár­magn hjá RÚV í hús­næði, í dreifi­kerfið og aðra slík­a þætti sem bitni á rekstr­in­um. „Rík­is­end­ur­skoðun hefur bent á að stofn­unin eig­i að vera sam­an­burð­ar­hæf í fram­leiðni og svo þarf að spara í útgjöld­um. Þetta er það sem allir fjöl­miðlar eru að glíma við í dag. Þeir þurfa að glíma við breytt um­hverfi þar sem að sam­keppni er við netið og fleira og þá þarf að reyna að fá ­meira út úr hverjum mann­i.“

Eyþór legg­ur á­herslu á að nefndin hafi ekki birt til­lög­ur, heldur hafi skýrslan ein­ung­is verið grein­ing. „En mennta­mála­ráð­herra hefur sagt að þessi skýrsla sé góður grunn­ur. En því miður fór umræðan oft út og suður og menn fara í þessar títt­nefnd­u skot­grafir[...]Ef menn vilja ekki ræða inni­haldið þykir oft þægi­legra að ræða mann­inn í stað­inn. Stað­reyndin er samt sú að þeir sem neita að horfast í augu við ­vanda­mál­in, geta aldrei leyst þau. Það er vandi hjá öllum fjöl­miðlum en ekki síst hjá rík­is­fjöl­miðl­um. Ef að mark­miðið er að efla inn­lenda dag­skrá­gerð, standa vörð um tung­una og ná til ungs fólks þá verði menn að horfa á vanda­mál­in. Ef menn ætla að ná árangri í að takast á við fram­tíð­ina þá verða þeir að við­ur­kenna það sem er að, þetta er eins og þegar maður fer til lækn­is­, þá verður hann að fá að heyra vondu frétt­irn­ar. Og það þýðir ekk­ert að skamma lækn­inn.“

Hann seg­ir að ef Íslend­ingar ætla að setja inn marga millj­arða króna á ári í rík­is­rekst­ur á fjöl­miðli, eins og gert er nú, þá sé hollt að end­ur­skoða til­gang­inn. „Er ­ör­ygg­is­hlut­verkið það sama eins og það var þegar lang­bylgjan var boð­leið­in? Er verið að for­gangs­raða miðað við það fram­boð sem er í gangi? Það eru svona ­spurn­ing­ar. En það er ekki mitt að ákveða það, það er ann­arra. En maður sér­ al­veg að heim­ur­inn er að breyt­ast.“

Breyt­ingar eru til góðs

Eyþór seg­ist alveg hafa átt von á ein­hverju umtali í kjöl­far þess að ­skýrslan kom út. Hann hafi sagt í gríni að hann þyrfti að panta ferð aðra leið til Ástr­alíu ef hann tæki þetta að sér. „Ég vissi alveg að þetta færi í á­kveðnar skot­graf­ir. Og sér­stak­lega ef við segðum nú allan sann­leik­ann, þá ­myndi þetta örugg­lega fara illa í marga. En auð­vitað er fólk líka hrætt, það hafa margir hags­muni af því að hafa RÚV eins og það er og fólk ótt­ast oft breyt­ing­ar. En eins og ég nefndi áðan er hægt að lækka kostnað án þess að skerða þjón­ustu veru­lega. Þegar eitt fer þá kemur ann­að. Ég held að tón­list­ar­menn og aðrir þurfi ekki að ótt­ast breyt­ing­ar. Ég held að breyt­ing­ar ­séu yfir­leitt til góðs. Þó að fólki þykir vænt um RÚV þá þarf það ekki að ver­a hrætt við fram­tíð­ina. Það væri gott að fá fleiri úttektir um fleiri stofn­an­ir. ­Rík­is­rekst­ur­inn er þess eðlis að hann á að þola mikla skoðun. Meira upp á yf­ir­borð­ið. Opin­bert hluta­fé­lag á að vera með upp­lýs­ingar uppi á borði, og það op­in­ber­ar. Ann­ars á það ekki að heita ohf. Það þarf að horfast í augu við þau ­vanda­mál og þær áskor­anir sem RÚV þarf að glíma við. Þetta er ekk­ert búið. ­Skýrslan er ekki vand­inn, skýrslan er grein­ing. Vand­inn er ennþá og hann þarf að leysa.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None