4 af hverjum 5 erlendum ríkisborgurum nýtti ekki kosningarétt

Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var sú dræmasta í sögunni. Rúmlega annar hver Íslendingur á þrítugsaldri nýtti ekki kosningarétt sinn.

kosningar
Auglýsing

Alls greiddu 66,5 pró­sent atkvæða­bærra manna atkvæði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fóru í fyrra­vor. Það er dræm­asta ­kosn­inga­þátt­taka í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum til þessa. Ungt fólk kaus síður en ­gam­allt fólk og konur fremur en karl­ar. 

Þá vekur athygli að þátt­taka á með­al­ kjós­enda með erlent rík­is­fang var mjög dræm, eða 21 pró­sent. Það þýðir að fjórir af hverjum fimm kjós­endum með erlent rík­is­fang kaus ekki. Þetta kem­ur fram í Hag­tíð­indum sem Hag­stofa Íslands birti í morgun um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 31. maí 2014.

Alls voru 239.734 manns á kjör­skrá, eða 73,2 pró­sent lands­manna. Af þeim sem voru á kjör­skrá greiddu ein­ungis 158.616 atkvæði.

Auglýsing

Nor­rænir rík­is­borg­arar lík­legri en aðrir til að kjósa

Það er ekki bara íslenskir rík­is­borg­arar sem geta kosið í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Rík­is­borg­arar ann­ars staðar af Norð­ur­löndum feng­u ­kosn­ing­ar­rétt til sveit­ar­stjórnar árið 1982 ef þeir höfðu átt lög­heim­ili hér á landi í þrjú ár sam­fellt miðað við 1. des­em­ber næstan fyrir kjör­dag. Rík­is­borg­arar ann­arra landa gátu fyrst kosið við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2002 ef þeir höfðu átt lög­heim­ili hér á landi í fimm ár sam­fellt miðað við 1. des­em­ber næstan fyrir kjör­dag.

Nor­rænu kjós­end­urnir eru mun lík­legri en aðrir erlend­ir ­rík­is­borg­arar að nota atkvæði sín. Alls nýttu 57 pró­sent þeirra atkvæði sitt á meðan að ein­ungis 17 pró­sent ann­arra erlendra rík­is­borg­ara nýtti atkvæði sitt.

Erlendu rík­is­borg­ar­arnir sem eru með kosn­inga­rétt eru nokk­uð margir, eða 10.183 alls. Það er stór hluti allra erlendra rík­is­borg­ara á Ís­landi en þann 1. Jan­úar síð­ast­lð­inn voru þeir 24.294 tals­ins.

Annar hver á þrí­tugs­aldri kaus ekki

Kosn­inga­þátt­takan var breyti­leg eftir aldri. Minnst var hún­ hjá ald­urs­hópnum 20 til 24 ára, eða 45,4 pró­sent, og þar á eftir hjá Ís­lend­ingum á aldr­inum 25 til 29 ára, eða 48,1 pró­sent. Rúm­lega annar hver Íslend­ingur á aldr­inum 20 til 29 ára nýtti því ekki kosn­inga­rétt sinn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um. Athygli vekur að yngst­u kjós­end­urn­ir, fólk á aldr­inum 18 til 19 ára, kaus frekar en þau sem eru ­lít­il­lega eldri. Þátt­taka þar var 51,9 pró­sent.

Hæsta kosn­inga­þátt­takan var hjá ald­urs­hópnum 65 til 69 ára, þar sem 82,8 pró­sent kosn­inga­bærra manna nýttu atkvæð­is­rétt sinn.

Þá var kjör­sókn almennt meiri eftir því sem sveita­fé­lög­in voru fámenn­ari. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None