4 af hverjum 5 erlendum ríkisborgurum nýtti ekki kosningarétt

Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var sú dræmasta í sögunni. Rúmlega annar hver Íslendingur á þrítugsaldri nýtti ekki kosningarétt sinn.

kosningar
Auglýsing

Alls greiddu 66,5 pró­sent atkvæða­bærra manna atkvæði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fóru í fyrra­vor. Það er dræm­asta ­kosn­inga­þátt­taka í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum til þessa. Ungt fólk kaus síður en ­gam­allt fólk og konur fremur en karl­ar. 

Þá vekur athygli að þátt­taka á með­al­ kjós­enda með erlent rík­is­fang var mjög dræm, eða 21 pró­sent. Það þýðir að fjórir af hverjum fimm kjós­endum með erlent rík­is­fang kaus ekki. Þetta kem­ur fram í Hag­tíð­indum sem Hag­stofa Íslands birti í morgun um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 31. maí 2014.

Alls voru 239.734 manns á kjör­skrá, eða 73,2 pró­sent lands­manna. Af þeim sem voru á kjör­skrá greiddu ein­ungis 158.616 atkvæði.

Auglýsing

Nor­rænir rík­is­borg­arar lík­legri en aðrir til að kjósa

Það er ekki bara íslenskir rík­is­borg­arar sem geta kosið í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Rík­is­borg­arar ann­ars staðar af Norð­ur­löndum feng­u ­kosn­ing­ar­rétt til sveit­ar­stjórnar árið 1982 ef þeir höfðu átt lög­heim­ili hér á landi í þrjú ár sam­fellt miðað við 1. des­em­ber næstan fyrir kjör­dag. Rík­is­borg­arar ann­arra landa gátu fyrst kosið við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2002 ef þeir höfðu átt lög­heim­ili hér á landi í fimm ár sam­fellt miðað við 1. des­em­ber næstan fyrir kjör­dag.

Nor­rænu kjós­end­urnir eru mun lík­legri en aðrir erlend­ir ­rík­is­borg­arar að nota atkvæði sín. Alls nýttu 57 pró­sent þeirra atkvæði sitt á meðan að ein­ungis 17 pró­sent ann­arra erlendra rík­is­borg­ara nýtti atkvæði sitt.

Erlendu rík­is­borg­ar­arnir sem eru með kosn­inga­rétt eru nokk­uð margir, eða 10.183 alls. Það er stór hluti allra erlendra rík­is­borg­ara á Ís­landi en þann 1. Jan­úar síð­ast­lð­inn voru þeir 24.294 tals­ins.

Annar hver á þrí­tugs­aldri kaus ekki

Kosn­inga­þátt­takan var breyti­leg eftir aldri. Minnst var hún­ hjá ald­urs­hópnum 20 til 24 ára, eða 45,4 pró­sent, og þar á eftir hjá Ís­lend­ingum á aldr­inum 25 til 29 ára, eða 48,1 pró­sent. Rúm­lega annar hver Íslend­ingur á aldr­inum 20 til 29 ára nýtti því ekki kosn­inga­rétt sinn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um. Athygli vekur að yngst­u kjós­end­urn­ir, fólk á aldr­inum 18 til 19 ára, kaus frekar en þau sem eru ­lít­il­lega eldri. Þátt­taka þar var 51,9 pró­sent.

Hæsta kosn­inga­þátt­takan var hjá ald­urs­hópnum 65 til 69 ára, þar sem 82,8 pró­sent kosn­inga­bærra manna nýttu atkvæð­is­rétt sinn.

Þá var kjör­sókn almennt meiri eftir því sem sveita­fé­lög­in voru fámenn­ari. 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None