Lífeyrissjóðir búnir að funda tvívegis með Kaupþingi vegna kaupa á Arion banka

Kaupþing hefur þrjú ár til að selja Arion banka. Lífeyrissjóðir landsins hafa áhuga og hafa fundað með slitastjórn Kaupþings vegna mögulegra kaupa.

Arion.banki_..Sm_.ra.tib_..jpg
Auglýsing

For­svars­menn stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins, sem leiða ­mögu­leg kaup líf­eyr­is­sjóða lands­ins á Arion banka, hafa fundað tví­vegis með­ að­ilum frá slita­stjórn Kaup­þings vegna kaupanna. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans áttu fund­irnir tveir sér ann­ars vegar stað mánu­dag­inn 16. nóv­em­ber og hins ­vegar í síð­ustu viku. Við­ræður eru ekki orðnar form­legar heldur er um þreif­ing­ar að ræða. Því er of snemmt að segja til um hvort og þá hvernig slitabú Kaup­þings og líf­eyr­is­sjóðir lands­ins nái saman um kaup á einum af þremur stóru við­skipta­bönkum lands­ins.

Sam­kvæmt sam­þykktri áætlun stjórn­valda um afnám hafta, sem fjallar m.a. um hvernig eigi að ljúka slita­búum föllnu bank­anna, þurfa slita­stjórnir þeirra að fá stað­fest­ingu dóm­stóla á nauða­samn­ingum sínum fyr­ir­ 15. mars 2016. Upp­haf­lega átti slík stað­fest­ing að liggja fyrir í lok þessa árs, ann­ars myndi stöð­ug­leika­skattur leggj­ast á búin. Það þýðir samt ekki að slita­stjórn Kaup­þings þurfi að selja 87 pró­sent hlut sinn í Arion banka fyr­ir­ 15. mars. Í áætlun stjórn­valda, og þeim lögum sem hafa verið sam­þykkt til að hrinda henni í áætl­un, kemur nefni­lega skýrt fram að slita­stjórnin fái þrjú ár til að selja bank­ann.  

Það er því ekki tíma­þrýst­ingur á slita­stjórn Kaup­þings um að ­selja bank­ann hratt. Eign­ar­hald hans mun ein­fald­lega fær­ast til eign­ar­halds­fé­lags í eigu kröfu­hafa eftir að slitum á búinu lýk­ur, verði Arion banki óseldur á þeim tíma. Þessi staða litar mjög þær þreif­ingar sem eru nú til staðar milli­ líf­eyr­is­sjóð­anna og Kaup­þings. Slita­stjórnin hefur ein­fald­lega í mjög mörg önnur horn að líta þessi miss­erin við að tryggja fram­gang nauða­samn­ings síns og ­mæt­ingu stöð­ug­leika­skil­yrða. Þau verk­efni eru í for­gangi fyrst slita­stjórn­in ­fékk jafn rúman tíma og raun ber vitni til að selja Arion banka.

Auglýsing

Hættu við að fara með Virð­ingu eða Arct­ica Fin­ance

Kjarn­inn greind­i frá því 14. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins ætli sér að kaupa ­Arion banka. Þeir ætla ekki að taka þátt í þeim kaup­enda­hópum sem fjár­mála­fyr­ir­tækin Virð­ing og Arct­ica Fin­ance hafa verið að reyna að setj­a ­saman und­an­farnar vik­ur, þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing á stærstu sjóði lands­ins um að gera það.

Stærst­u líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóður munu leiða kaup­in. Öll­u­m líf­eyr­is­sjóðum lands­ins verður boðið að vera með og gangi kaupin eftir ætl­a líf­eyr­is­sjóð­irnir að skrá Arion banka á markað strax á næsta ári.  

Fyrir liggur að ­Arion banki verður ekki keyptur af inn­lendum aðilum nema með aðkomu líf­eyr­is­sjóða lands­ins. Umfang kaupanna, sem verður lík­lega um 100 millj­arð­ar­ króna, er það mikið að aðrir fjár­festar á íslenska mark­aðnum hafa ekki bol­magn til að ráð­ast í þau án þeirra aðkomu. Þess vegna unnu þau tvö fjár­mála­fyr­ir­tæki ­sem hafa reyndu að koma saman kaup­enda­hópi að Arion banka fyrr í haust, Arct­ica F­in­ance og Virð­ing, mikið að fá stærstu líf­eyr­is­sjóði lands­ins til liðs við sig.

Stjórnir og ­stjórn­endur stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins ákváðu hins vegar í byrjun nóv­em­ber að fara ekki í sam­starf með Virð­ingu eða Arct­ica. Þess í stað ætla þeir að ­bjóða sjálfir beint í 87 pró­sent hlut slita­stjórnar Kaup­þings í Arion banka, án milli­liða á borð við ofan­greind fyr­ir­tæki.

Ljóst er þó að flestir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins þurfa að vinna saman ef að kaup­unum á Arion á að verða. Stærstu sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, LSR og Gild­i, munu taka stóra hluti í bank­an­um, allt að tíu pró­sent hvor. Aðeins minni sjóð­ir munu geta tekið í kringum fimm pró­sent hlut hver og svo koll af kolli. Þannig ætla sjóð­irnir sér að kaupa þann 87 pró­sent hlut slita­stjórnar Kaup­þings sem er til sölu og vera eig­endur bank­ans á móti íslenska rík­inu, sem á 13 pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None