Lífeyrissjóðir búnir að funda tvívegis með Kaupþingi vegna kaupa á Arion banka

Kaupþing hefur þrjú ár til að selja Arion banka. Lífeyrissjóðir landsins hafa áhuga og hafa fundað með slitastjórn Kaupþings vegna mögulegra kaupa.

Arion.banki_..Sm_.ra.tib_..jpg
Auglýsing

For­svars­menn stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins, sem leiða ­mögu­leg kaup líf­eyr­is­sjóða lands­ins á Arion banka, hafa fundað tví­vegis með­ að­ilum frá slita­stjórn Kaup­þings vegna kaupanna. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans áttu fund­irnir tveir sér ann­ars vegar stað mánu­dag­inn 16. nóv­em­ber og hins ­vegar í síð­ustu viku. Við­ræður eru ekki orðnar form­legar heldur er um þreif­ing­ar að ræða. Því er of snemmt að segja til um hvort og þá hvernig slitabú Kaup­þings og líf­eyr­is­sjóðir lands­ins nái saman um kaup á einum af þremur stóru við­skipta­bönkum lands­ins.

Sam­kvæmt sam­þykktri áætlun stjórn­valda um afnám hafta, sem fjallar m.a. um hvernig eigi að ljúka slita­búum föllnu bank­anna, þurfa slita­stjórnir þeirra að fá stað­fest­ingu dóm­stóla á nauða­samn­ingum sínum fyr­ir­ 15. mars 2016. Upp­haf­lega átti slík stað­fest­ing að liggja fyrir í lok þessa árs, ann­ars myndi stöð­ug­leika­skattur leggj­ast á búin. Það þýðir samt ekki að slita­stjórn Kaup­þings þurfi að selja 87 pró­sent hlut sinn í Arion banka fyr­ir­ 15. mars. Í áætlun stjórn­valda, og þeim lögum sem hafa verið sam­þykkt til að hrinda henni í áætl­un, kemur nefni­lega skýrt fram að slita­stjórnin fái þrjú ár til að selja bank­ann.  

Það er því ekki tíma­þrýst­ingur á slita­stjórn Kaup­þings um að ­selja bank­ann hratt. Eign­ar­hald hans mun ein­fald­lega fær­ast til eign­ar­halds­fé­lags í eigu kröfu­hafa eftir að slitum á búinu lýk­ur, verði Arion banki óseldur á þeim tíma. Þessi staða litar mjög þær þreif­ingar sem eru nú til staðar milli­ líf­eyr­is­sjóð­anna og Kaup­þings. Slita­stjórnin hefur ein­fald­lega í mjög mörg önnur horn að líta þessi miss­erin við að tryggja fram­gang nauða­samn­ings síns og ­mæt­ingu stöð­ug­leika­skil­yrða. Þau verk­efni eru í for­gangi fyrst slita­stjórn­in ­fékk jafn rúman tíma og raun ber vitni til að selja Arion banka.

Auglýsing

Hættu við að fara með Virð­ingu eða Arct­ica Fin­ance

Kjarn­inn greind­i frá því 14. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins ætli sér að kaupa ­Arion banka. Þeir ætla ekki að taka þátt í þeim kaup­enda­hópum sem fjár­mála­fyr­ir­tækin Virð­ing og Arct­ica Fin­ance hafa verið að reyna að setj­a ­saman und­an­farnar vik­ur, þrátt fyrir mik­inn þrýst­ing á stærstu sjóði lands­ins um að gera það.

Stærst­u líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna og Gildi líf­eyr­is­sjóður munu leiða kaup­in. Öll­u­m líf­eyr­is­sjóðum lands­ins verður boðið að vera með og gangi kaupin eftir ætl­a líf­eyr­is­sjóð­irnir að skrá Arion banka á markað strax á næsta ári.  

Fyrir liggur að ­Arion banki verður ekki keyptur af inn­lendum aðilum nema með aðkomu líf­eyr­is­sjóða lands­ins. Umfang kaupanna, sem verður lík­lega um 100 millj­arð­ar­ króna, er það mikið að aðrir fjár­festar á íslenska mark­aðnum hafa ekki bol­magn til að ráð­ast í þau án þeirra aðkomu. Þess vegna unnu þau tvö fjár­mála­fyr­ir­tæki ­sem hafa reyndu að koma saman kaup­enda­hópi að Arion banka fyrr í haust, Arct­ica F­in­ance og Virð­ing, mikið að fá stærstu líf­eyr­is­sjóði lands­ins til liðs við sig.

Stjórnir og ­stjórn­endur stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins ákváðu hins vegar í byrjun nóv­em­ber að fara ekki í sam­starf með Virð­ingu eða Arct­ica. Þess í stað ætla þeir að ­bjóða sjálfir beint í 87 pró­sent hlut slita­stjórnar Kaup­þings í Arion banka, án milli­liða á borð við ofan­greind fyr­ir­tæki.

Ljóst er þó að flestir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins þurfa að vinna saman ef að kaup­unum á Arion á að verða. Stærstu sjóðir lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, LSR og Gild­i, munu taka stóra hluti í bank­an­um, allt að tíu pró­sent hvor. Aðeins minni sjóð­ir munu geta tekið í kringum fimm pró­sent hlut hver og svo koll af kolli. Þannig ætla sjóð­irnir sér að kaupa þann 87 pró­sent hlut slita­stjórnar Kaup­þings sem er til sölu og vera eig­endur bank­ans á móti íslenska rík­inu, sem á 13 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None