Gylfi: leiðrétting „stórfurðuleg“ - Meiri brottflutningur nú en í krísunni

gylfi magnússon
Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands og fyrrum efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, segir leið­rétt­ingu sem Hag­stofa Íslands send­i frá sér á föstu­dag um fólks­flutn­inga frá Ísland sé „stórfurðu­leg“ og skil­ur ekk­ert í því af hverju Hag­stofan láti slíka frétt frá sér. Í frétt Hag­stof­unnar var sagt að engar mark­verð­ar­ breyt­ingar hafi átt sér stað á hlut­falli íslenskra rík­is­borg­ara sem fluttu til­ og frá land­inu á mis­mun­andi ald­urs­bili árið 2015 borið saman við sam­bæri­legt hlut­fall ár­anna 1986 til 2014. Aukin fjöldi brott­fluttra er ekki umfram það sem telja má eðli­lega sveiflu miðað við fyrri ár. 

Gylfi segir töl­ur Hag­stof­unnar tala skýru máli. „Frá 1961 hafa brott­fluttir með íslenskt ­rík­is­fang verið að með­al­tali 0,18% af fólks­fjölda á hverju ári. Árið 2013 var hlut­fallið komið niður í 0,01% en hefur síðan farið ört hækk­andi. Í fyrra var það 0,23%, þ.e. meira en í með­al­ári og miðað við fyrstu þrjá árs­fjórð­unga þessa árs verður hlut­fallið 0,46% í ár - sem er tala sem áður hefur yfir­leitt bara ­sést í efna­hag­skrepp­um. Brott­flutn­ingur íslenskra rík­is­borg­ara í ár stefnir í að verða meiri en í krís­unni 2008 til 2012.

Auglýsing

Ástæða fréttar Hag­stof­unnar var frétt Morg­un­blaðs­ins frá 11. nóv­em­ber þar sem sagði að alls hafi 3.210 ­ís­lenskir rík­is­borg­ar­ar ­flutt frá Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2015, eða um 1.130 fleiri en ­fluttu til þess. Brott­fluttir íslenskir rík­is­borg­ara umfram heim­komna hefð­u ein­ungis fimm sinnum verið fleiri sam­kvæmt gagna­grunni Hag­stofu Íslands, sem nær til 1961. Það voru árin 1970, 1995, 2009, 2010 og 2011. Öll þau ár komu hins vegar í kjöl­far kreppu­ára, þ.e. ára þar sem sam­dráttur ríkti í íslensku hag­kerfi. Það er ekki raunin nú, þar sem hag­vöxtur hefur verið hér­lendis frá­ ár­inu 2011. Því er ekki um kreppu­flutn­inga að ræða.

Þar var einnig rætt við Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Há­skóla Íslands. Hann segir að það virð­ist eitt­hvað djúp­stæð­ara á ferð­inni og að vís­bend­ingar séu um að margt háskóla­fólk flytji úr landi. Bat­inn á vinnu­mark­aði, sem átt hefur sér stað á und­an­förnum árum, hefði ekki skilað sér­ til mennt­aðs fólks nema að tak­mörk­uðu leyti.

Jóhannes Þór Skúla­son, að­stoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, og Sig­urður Már Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, vís­uðu báðir til frétt­ar Hag­stof­unnar í stöðu­upp­færslum á Face­book á föstu­dag. Jóhannes Þór sagði að þá ­geti fólk „hætt að fabúlera um að ungt fólk sé að flýja rík­is­stjórn og "Kaf­ka­íska" spill­ingu á Íslandi miklu meira en áður. Hag­stofan seg­ir ­nefni­lega að það sé barasta ekk­ert þannig.“ Sig­urður Már sagði: „„Þá liggur það ­fyr­ir. Hag­stofan bendir á að sé hlut­fall íslenskra rík­is­borg­ara sem flytja til­ og frá land­inu á mis­mun­andi ald­urs­bili (af heild­ar­fjölda aðfluttra og brott­fluttra) árið 2015 borið saman við sam­bæri­legt hlut­fall áranna 1986 til­ 2014 fæst nið­ur­staðan að engar mark­verðar breyt­ingar hafi átt sér stað árið 2015. Auk­inn fjöldi brott­fluttra er ekki umfram það sem telja má eðli­lega ­sveiflu miðað við fyrri ár. Þessi nið­ur­staða á við hvort sem horft er til­ ­bú­ferla­flutn­inga hjá ein­stak­lingum eða kjarna­fjöl­skyld­um. Ekki sést neinn mun­ur sé horft til þeirra sem eru yngri en 40 ann­ars vegar og eldri en 45 hins vegar.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None