Píratar mælast með tæplega 33 prósent fylgi og eru stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Flokkurinn hefur mælst með yfir 30 prósent fylgi frá því í apríl. Fylgi hans hans dalar á frá því í október, þegar Píratar mældust með með 35,5 prósent fylgi. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæp tvö prósent á milli mánaða og um tólf prósent aðspurðra sögðust nú myndu kjósa flokkinn. Framsókn er þó enn langt frá kjörfylgi sínu, en flokkurinn fékk 24,4 prósent í kosningunum vorið 2013. Frá þessu er greint á vef RÚV.
Stuðningur við ríkisstjórnina tekur kipp upp á við og nærri 39 prósent aðspurðra sögðust styðja hana í nóvember. Í október sögðust 35,4 prósent styðja ríkisstjórnina. Stuðningur við ríkisstjórnina er meiri en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, því Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 25 prósent fylgi, sem er nánast sama fylgi og hann mældist með í október.
Fylgi annarra flokka breytist lítið milli október- og nóvembermánaða. Um ellefu prósent segja að þeir myndu kjósa Vinstri græna, rúmlega tíu prósent Samfylkinguna og tæp fjögur prósent Bjarta framtíð. Fimm prósent myndu kjósa aðra flokka en nú eiga fulltrúa á Alþingi. Tólf prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína og níu prósent aðspurðra sögðu að þeir myndu skila auðu.