Pétur Kr. Hafstein segir stjórnvöld beita kirkjuna löglausu ofbeldi

Pétur Kr. Hafstein
Pétur Kr. Hafstein
Auglýsing

Pétur Kr. Haf­stein, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari, fyrrum for­seti kirkju­þings og for­seta­fram­bjóð­andi í for­seta­kosn­ing­un­um árið 1996, segir að krafa stjórn­valda um að auknu fram­lagi til þjóð­kirkj­unnar fylg­i sú krafa um að kirkjan skuld­bindi sig til að hefja þeg­ar ­samn­ings­við­ræður um end­ur­skoðun á öllum sam­skiptum ríkis og kirkju sé fjar­stæðu­kennd. Pétur seg­ir þessa kröfu vera „ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni“ og að hún sé að hans ­dómi full­kom­lega lög­laus. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Í grein­inni rekur Pétur hvernig þjóð­kirkjan sam­þykki axl­aði sinn skerf eftir hrunið vegna þess „óg­væn­lega vanda í rík­is­fjár­mál­um“ sem þá blasti við. ­Upp­haf­lega hafi nið­ur­skurður til kirkj­unnar aðeins að hafa átt við árið 2010 en hann hafi síðan verið fram­lengur næstu fjögur ár.

Kirkju­þing 2015 hafi talið rétt að staðar yrði numið enda all­ar að­stæður í íslensku þjóð­fé­lagi nú betri en þær voru árin eftir hrun. Því fór ­kirkju­þing fram á að ríkið efndi að fullu kirkju­jarð­ar­sam­komu­lagið sem gert var árið 1997.Þá bregður svo við að meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis sam­þykkir 27. nóv­em­ber 2015 að setja skil­yrði fyrir því að ríkið standi við gerða samn­inga. Í nefnd­ar­á­liti er lagt til að fram­lag til þjóð­kirkj­unnar hækki um 370 millj­ón­ir króna og mið­ist hækk­unin við „að fram­lag rík­is­sjóðs verði reiknað sam­kvæmt ­upp­haf­legu kirkju­jarða­sam­komu­lagi og þar með að allar aðhalds­kröfur sem gerð­ar­ hafa verið til Þjóð­kirkj­unnar frá og með árinu 2009 verði aft­ur­kall­aðar árið 2015.“ Síðan kemur sú fjar­stæðu­kennda við­bót í nefnd­ar­á­lit­inu að skil­yrði þess að ríkið standi við gerða samn­inga séu þau „að kirkjan skuld­bindi sig til þess að hefja þegar samn­inga­við­ræður um end­ur­skoðun kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem ­feli í sér end­ur­skoðun allra fjár­hags­legra sam­skipta ríkis og kirkju (þ.m.t. hvað varðar sókn­ar­gjöld, jöfn­un­ar­sjóð sókna, fram­lög til kirkju­mála­sjóðs og Kristni­sjóðs) með veru­lega ein­földun þessara sam­skipta og hag­ræð­ingu að mark­mið­i.“ Þessi krafa á hendur þjóð­kirkj­unni er að mínum dómi algjör­lega lög­laus.“

Auglýsing

Ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni

Í kirkju­jarða­sam­komu­lag­in­u frá 1997 kemur m.a. fram að það líti á eigna­af­hend­ingu og skuld­bind­ingu sem í því felist sem fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem rík­is­sjóður tók við árið 1907. Þau værð­mæti voru allar kirkju­jarðir í land­inu, sem þá voru ríf­lega 600 tals­ins. Í stað­inn átti ríkið um ókomna tíð að greiða laun bisk­ups Íslands­ og vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta þjóð­kirkj­unnar og 18 starfs­manna bisk­ups­emb­ætt­is­ins. Í samn­ingum er kveðið á um að samn­inga­að­ilar geti, að liðnum 15 árum frá und­ir­ritun hans,

óskað eft­ir end­ur­skoðun á fjölda þeirra sem þannig fá greidd laun úr rík­is­sjóði, engu öðru. ­Síðan hafi verið gerðir við­bót­ar­samn­ingar haustið 1998 og 2006.

Pétur seg­ir það vera grund­vall­ar­at­riði samn­inga­réttar og allrar rétt­ar­skip­unar í land­inu að ­samn­inga beri að virða. „Kirkju­jarða­sam­komu­lagið frá 1997 fól í sér­ ­fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem þjóð­kirkjan lét rík­inu þá í té. Báðir samn­ings­að­ilar gætu vita­skuld ákveðið af fúsum og frjálsum vilja að end­ur­skoða þann samn­ing eins og raunin er um alla samn­inga. Við ­kirkju­jarða­sam­komu­lag­inu verður hins vegar ekki hróflað ein­hliða á þeirri ­for­sendu sem meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis leyfir sér að setja fram fyr­ir­ því að rík­is­valdið standi við gerða samn­inga. Það er ekk­ert annað en ofbeld­i ­gagn­vart þjóð­kirkj­unn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None