Pétur Kr. Hafstein segir stjórnvöld beita kirkjuna löglausu ofbeldi

Pétur Kr. Hafstein
Pétur Kr. Hafstein
Auglýsing

Pétur Kr. Haf­stein, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari, fyrrum for­seti kirkju­þings og for­seta­fram­bjóð­andi í for­seta­kosn­ing­un­um árið 1996, segir að krafa stjórn­valda um að auknu fram­lagi til þjóð­kirkj­unnar fylg­i sú krafa um að kirkjan skuld­bindi sig til að hefja þeg­ar ­samn­ings­við­ræður um end­ur­skoðun á öllum sam­skiptum ríkis og kirkju sé fjar­stæðu­kennd. Pétur seg­ir þessa kröfu vera „ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni“ og að hún sé að hans ­dómi full­kom­lega lög­laus. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Í grein­inni rekur Pétur hvernig þjóð­kirkjan sam­þykki axl­aði sinn skerf eftir hrunið vegna þess „óg­væn­lega vanda í rík­is­fjár­mál­um“ sem þá blasti við. ­Upp­haf­lega hafi nið­ur­skurður til kirkj­unnar aðeins að hafa átt við árið 2010 en hann hafi síðan verið fram­lengur næstu fjögur ár.

Kirkju­þing 2015 hafi talið rétt að staðar yrði numið enda all­ar að­stæður í íslensku þjóð­fé­lagi nú betri en þær voru árin eftir hrun. Því fór ­kirkju­þing fram á að ríkið efndi að fullu kirkju­jarð­ar­sam­komu­lagið sem gert var árið 1997.Þá bregður svo við að meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis sam­þykkir 27. nóv­em­ber 2015 að setja skil­yrði fyrir því að ríkið standi við gerða samn­inga. Í nefnd­ar­á­liti er lagt til að fram­lag til þjóð­kirkj­unnar hækki um 370 millj­ón­ir króna og mið­ist hækk­unin við „að fram­lag rík­is­sjóðs verði reiknað sam­kvæmt ­upp­haf­legu kirkju­jarða­sam­komu­lagi og þar með að allar aðhalds­kröfur sem gerð­ar­ hafa verið til Þjóð­kirkj­unnar frá og með árinu 2009 verði aft­ur­kall­aðar árið 2015.“ Síðan kemur sú fjar­stæðu­kennda við­bót í nefnd­ar­á­lit­inu að skil­yrði þess að ríkið standi við gerða samn­inga séu þau „að kirkjan skuld­bindi sig til þess að hefja þegar samn­inga­við­ræður um end­ur­skoðun kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem ­feli í sér end­ur­skoðun allra fjár­hags­legra sam­skipta ríkis og kirkju (þ.m.t. hvað varðar sókn­ar­gjöld, jöfn­un­ar­sjóð sókna, fram­lög til kirkju­mála­sjóðs og Kristni­sjóðs) með veru­lega ein­földun þessara sam­skipta og hag­ræð­ingu að mark­mið­i.“ Þessi krafa á hendur þjóð­kirkj­unni er að mínum dómi algjör­lega lög­laus.“

Auglýsing

Ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni

Í kirkju­jarða­sam­komu­lag­in­u frá 1997 kemur m.a. fram að það líti á eigna­af­hend­ingu og skuld­bind­ingu sem í því felist sem fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem rík­is­sjóður tók við árið 1907. Þau værð­mæti voru allar kirkju­jarðir í land­inu, sem þá voru ríf­lega 600 tals­ins. Í stað­inn átti ríkið um ókomna tíð að greiða laun bisk­ups Íslands­ og vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta þjóð­kirkj­unnar og 18 starfs­manna bisk­ups­emb­ætt­is­ins. Í samn­ingum er kveðið á um að samn­inga­að­ilar geti, að liðnum 15 árum frá und­ir­ritun hans,

óskað eft­ir end­ur­skoðun á fjölda þeirra sem þannig fá greidd laun úr rík­is­sjóði, engu öðru. ­Síðan hafi verið gerðir við­bót­ar­samn­ingar haustið 1998 og 2006.

Pétur seg­ir það vera grund­vall­ar­at­riði samn­inga­réttar og allrar rétt­ar­skip­unar í land­inu að ­samn­inga beri að virða. „Kirkju­jarða­sam­komu­lagið frá 1997 fól í sér­ ­fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem þjóð­kirkjan lét rík­inu þá í té. Báðir samn­ings­að­ilar gætu vita­skuld ákveðið af fúsum og frjálsum vilja að end­ur­skoða þann samn­ing eins og raunin er um alla samn­inga. Við ­kirkju­jarða­sam­komu­lag­inu verður hins vegar ekki hróflað ein­hliða á þeirri ­for­sendu sem meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis leyfir sér að setja fram fyr­ir­ því að rík­is­valdið standi við gerða samn­inga. Það er ekk­ert annað en ofbeld­i ­gagn­vart þjóð­kirkj­unn­i.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None