Pétur Kr. Hafstein segir stjórnvöld beita kirkjuna löglausu ofbeldi

Pétur Kr. Hafstein
Pétur Kr. Hafstein
Auglýsing

Pétur Kr. Haf­stein, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari, fyrrum for­seti kirkju­þings og for­seta­fram­bjóð­andi í for­seta­kosn­ing­un­um árið 1996, segir að krafa stjórn­valda um að auknu fram­lagi til þjóð­kirkj­unnar fylg­i sú krafa um að kirkjan skuld­bindi sig til að hefja þeg­ar ­samn­ings­við­ræður um end­ur­skoðun á öllum sam­skiptum ríkis og kirkju sé fjar­stæðu­kennd. Pétur seg­ir þessa kröfu vera „ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni“ og að hún sé að hans ­dómi full­kom­lega lög­laus. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Í grein­inni rekur Pétur hvernig þjóð­kirkjan sam­þykki axl­aði sinn skerf eftir hrunið vegna þess „óg­væn­lega vanda í rík­is­fjár­mál­um“ sem þá blasti við. ­Upp­haf­lega hafi nið­ur­skurður til kirkj­unnar aðeins að hafa átt við árið 2010 en hann hafi síðan verið fram­lengur næstu fjögur ár.

Kirkju­þing 2015 hafi talið rétt að staðar yrði numið enda all­ar að­stæður í íslensku þjóð­fé­lagi nú betri en þær voru árin eftir hrun. Því fór ­kirkju­þing fram á að ríkið efndi að fullu kirkju­jarð­ar­sam­komu­lagið sem gert var árið 1997.Þá bregður svo við að meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis sam­þykkir 27. nóv­em­ber 2015 að setja skil­yrði fyrir því að ríkið standi við gerða samn­inga. Í nefnd­ar­á­liti er lagt til að fram­lag til þjóð­kirkj­unnar hækki um 370 millj­ón­ir króna og mið­ist hækk­unin við „að fram­lag rík­is­sjóðs verði reiknað sam­kvæmt ­upp­haf­legu kirkju­jarða­sam­komu­lagi og þar með að allar aðhalds­kröfur sem gerð­ar­ hafa verið til Þjóð­kirkj­unnar frá og með árinu 2009 verði aft­ur­kall­aðar árið 2015.“ Síðan kemur sú fjar­stæðu­kennda við­bót í nefnd­ar­á­lit­inu að skil­yrði þess að ríkið standi við gerða samn­inga séu þau „að kirkjan skuld­bindi sig til þess að hefja þegar samn­inga­við­ræður um end­ur­skoðun kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem ­feli í sér end­ur­skoðun allra fjár­hags­legra sam­skipta ríkis og kirkju (þ.m.t. hvað varðar sókn­ar­gjöld, jöfn­un­ar­sjóð sókna, fram­lög til kirkju­mála­sjóðs og Kristni­sjóðs) með veru­lega ein­földun þessara sam­skipta og hag­ræð­ingu að mark­mið­i.“ Þessi krafa á hendur þjóð­kirkj­unni er að mínum dómi algjör­lega lög­laus.“

Auglýsing

Ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni

Í kirkju­jarða­sam­komu­lag­in­u frá 1997 kemur m.a. fram að það líti á eigna­af­hend­ingu og skuld­bind­ingu sem í því felist sem fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem rík­is­sjóður tók við árið 1907. Þau værð­mæti voru allar kirkju­jarðir í land­inu, sem þá voru ríf­lega 600 tals­ins. Í stað­inn átti ríkið um ókomna tíð að greiða laun bisk­ups Íslands­ og vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta þjóð­kirkj­unnar og 18 starfs­manna bisk­ups­emb­ætt­is­ins. Í samn­ingum er kveðið á um að samn­inga­að­ilar geti, að liðnum 15 árum frá und­ir­ritun hans,

óskað eft­ir end­ur­skoðun á fjölda þeirra sem þannig fá greidd laun úr rík­is­sjóði, engu öðru. ­Síðan hafi verið gerðir við­bót­ar­samn­ingar haustið 1998 og 2006.

Pétur seg­ir það vera grund­vall­ar­at­riði samn­inga­réttar og allrar rétt­ar­skip­unar í land­inu að ­samn­inga beri að virða. „Kirkju­jarða­sam­komu­lagið frá 1997 fól í sér­ ­fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem þjóð­kirkjan lét rík­inu þá í té. Báðir samn­ings­að­ilar gætu vita­skuld ákveðið af fúsum og frjálsum vilja að end­ur­skoða þann samn­ing eins og raunin er um alla samn­inga. Við ­kirkju­jarða­sam­komu­lag­inu verður hins vegar ekki hróflað ein­hliða á þeirri ­for­sendu sem meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis leyfir sér að setja fram fyr­ir­ því að rík­is­valdið standi við gerða samn­inga. Það er ekk­ert annað en ofbeld­i ­gagn­vart þjóð­kirkj­unn­i.“

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None