Pétur Kr. Hafstein segir stjórnvöld beita kirkjuna löglausu ofbeldi

Pétur Kr. Hafstein
Pétur Kr. Hafstein
Auglýsing

Pétur Kr. Haf­stein, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari, fyrrum for­seti kirkju­þings og for­seta­fram­bjóð­andi í for­seta­kosn­ing­un­um árið 1996, segir að krafa stjórn­valda um að auknu fram­lagi til þjóð­kirkj­unnar fylg­i sú krafa um að kirkjan skuld­bindi sig til að hefja þeg­ar ­samn­ings­við­ræður um end­ur­skoðun á öllum sam­skiptum ríkis og kirkju sé fjar­stæðu­kennd. Pétur seg­ir þessa kröfu vera „ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni“ og að hún sé að hans ­dómi full­kom­lega lög­laus. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Morg­un­blaðið í dag.

Í grein­inni rekur Pétur hvernig þjóð­kirkjan sam­þykki axl­aði sinn skerf eftir hrunið vegna þess „óg­væn­lega vanda í rík­is­fjár­mál­um“ sem þá blasti við. ­Upp­haf­lega hafi nið­ur­skurður til kirkj­unnar aðeins að hafa átt við árið 2010 en hann hafi síðan verið fram­lengur næstu fjögur ár.

Kirkju­þing 2015 hafi talið rétt að staðar yrði numið enda all­ar að­stæður í íslensku þjóð­fé­lagi nú betri en þær voru árin eftir hrun. Því fór ­kirkju­þing fram á að ríkið efndi að fullu kirkju­jarð­ar­sam­komu­lagið sem gert var árið 1997.Þá bregður svo við að meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis sam­þykkir 27. nóv­em­ber 2015 að setja skil­yrði fyrir því að ríkið standi við gerða samn­inga. Í nefnd­ar­á­liti er lagt til að fram­lag til þjóð­kirkj­unnar hækki um 370 millj­ón­ir króna og mið­ist hækk­unin við „að fram­lag rík­is­sjóðs verði reiknað sam­kvæmt ­upp­haf­legu kirkju­jarða­sam­komu­lagi og þar með að allar aðhalds­kröfur sem gerð­ar­ hafa verið til Þjóð­kirkj­unnar frá og með árinu 2009 verði aft­ur­kall­aðar árið 2015.“ Síðan kemur sú fjar­stæðu­kennda við­bót í nefnd­ar­á­lit­inu að skil­yrði þess að ríkið standi við gerða samn­inga séu þau „að kirkjan skuld­bindi sig til þess að hefja þegar samn­inga­við­ræður um end­ur­skoðun kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem ­feli í sér end­ur­skoðun allra fjár­hags­legra sam­skipta ríkis og kirkju (þ.m.t. hvað varðar sókn­ar­gjöld, jöfn­un­ar­sjóð sókna, fram­lög til kirkju­mála­sjóðs og Kristni­sjóðs) með veru­lega ein­földun þessara sam­skipta og hag­ræð­ingu að mark­mið­i.“ Þessi krafa á hendur þjóð­kirkj­unni er að mínum dómi algjör­lega lög­laus.“

Auglýsing

Ekk­ert annað en ofbeldi gagn­vart þjóð­kirkj­unni

Í kirkju­jarða­sam­komu­lag­in­u frá 1997 kemur m.a. fram að það líti á eigna­af­hend­ingu og skuld­bind­ingu sem í því felist sem fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem rík­is­sjóður tók við árið 1907. Þau værð­mæti voru allar kirkju­jarðir í land­inu, sem þá voru ríf­lega 600 tals­ins. Í stað­inn átti ríkið um ókomna tíð að greiða laun bisk­ups Íslands­ og vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta þjóð­kirkj­unnar og 18 starfs­manna bisk­ups­emb­ætt­is­ins. Í samn­ingum er kveðið á um að samn­inga­að­ilar geti, að liðnum 15 árum frá und­ir­ritun hans,

óskað eft­ir end­ur­skoðun á fjölda þeirra sem þannig fá greidd laun úr rík­is­sjóði, engu öðru. ­Síðan hafi verið gerðir við­bót­ar­samn­ingar haustið 1998 og 2006.

Pétur seg­ir það vera grund­vall­ar­at­riði samn­inga­réttar og allrar rétt­ar­skip­unar í land­inu að ­samn­inga beri að virða. „Kirkju­jarða­sam­komu­lagið frá 1997 fól í sér­ ­fulln­að­ar­upp­gjör vegna þeirra verð­mæta sem þjóð­kirkjan lét rík­inu þá í té. Báðir samn­ings­að­ilar gætu vita­skuld ákveðið af fúsum og frjálsum vilja að end­ur­skoða þann samn­ing eins og raunin er um alla samn­inga. Við ­kirkju­jarða­sam­komu­lag­inu verður hins vegar ekki hróflað ein­hliða á þeirri ­for­sendu sem meiri­hluti fjár­laga­nefndar Alþingis leyfir sér að setja fram fyr­ir­ því að rík­is­valdið standi við gerða samn­inga. Það er ekk­ert annað en ofbeld­i ­gagn­vart þjóð­kirkj­unn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None