Sala á rafbílum hefur farið vaxandi í heiminum undanfarin misseri, og er það einkum Kínamarkaður sem hefur vaxið hratt. Samkvæmt umfjöllun Quartz í dag, þá hefur sala á rafbílum vaxið hratt í Kína á þessu ári, og er nú kominn fram úr Bandaríkjamarkaði.
Rúmlega níutíu þúsund rafbílar hafa selst í Bandaríkjunum það sem af er ári, samkvæmt Quartz, en í Kína er búið að selja rúmlega 170 þúsund bíla. Er það meira en tvöföldun frá því í fyrra þegar seldust rúmlega 70 þúsund rafbílar.
Í Bandaríkjunum seldust hins vegar 120 þúsund rafbílar í fyrra, sem var þá stærsti einstaki markaður rafbíla í heiminum.
Gert er ráð fyrir mikilli söluaukningu á rafbílum á komandi árum, enda þróun hröð hjá þeim framleiðendum sem hafa unnið baki brotnu að þróun rafbíla á undanförnum árum. Tesla Motors er þar í framvarðasveit, og einnig hugbúnaðar- og tæknirisinni Google sem leiðir þróun á sjálfakandi rafbílum.