Björt Ólafsdóttir: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi

Björt Ólafsdóttir
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, seg­ist telja að hvít­flibba­glæpa­menn sem nú sitji á Kvía­bryggju eigi ekki að vera í fang­elsi. „Ég veit ekki alveg af hverju við erum að loka þannig fólk inn­i. Verðum við hrædd við að ganga fram hjá þannig mann­eskju á Lauga­vegi? Er örygg­i okkar ógn­að? Við hljótum að þurfa að spyrja okkur að því hvort við séum að ger­a rétt. Það er heil­mikið mál að loka fólk inni. Slík vist þarf að vera til­ betr­unar en ekki bara til þess að refsa og nið­ur­lægja." Þetta kemur fram í við­tali við Björt í Frétta­blað­inu í dag.

Þar ræðir hún m.a. um fang­els­is­mál og seg­ist vilja að Íslend­ingar leggi af refsi­stefnu og vinni í átt að betr­un. Ef við lokum fólk inni á það að vera af því að það er hættu­legt sam­fé­lag­inu og við viljum ekki mæta því á götu því við erum ekki örugg. Ég tel að það séu fang­ar ­sem eiga ekki heima í fang­elsi sem sitja þar nún­a.“

Þeir hvít­flibba­glæpa­menn sem sitja á Kvía­bryggju í dag eru m.a. Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, ­Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum stjórn­ar­for­maður bank­ans, Magnús Guð­munds­son, ­fyrrrum for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, sem var einn ­stærsti eig­andi Kaup­þings fyrir hrun. Þeir hlutu allir þunga dóma í Al T­han­i-­mál­inu svo­kall­aða í febr­ú­ar. Hreiðar Már, Magnús og Sig­urður hafa auk þess hlotið fleiri dóma í hér­aði. Þá stendur nú yfir aðal­með­ferð í svoköll­uð­u CLN-­máli þar sem þre­menn­ing­arnir eru allir ákærð­ir. Sak­sókn­ari þess máls hef­ur farið fram á refsi­auka yfir mönn­un­um, sem þýðir að hann vill að þeir verð­i ­sam­tals dæmdir til níu ára fang­els­is­vist­ar.

Auglýsing

Sekt­ir, starfs­bann eða löng sam­fé­lags­þjón­usta

Björt segir ljóst að ef fólk er hættu­leg­t ­sam­ferð­ar­mönnum sínum séu engin önnur úrræði en að loka það inni. Þá sé lík­a eins gott að við­kom­andi skili sér sem betri mann­eskja út í sam­fé­lagið á ný. „Með­ aðra sem ættu ekki að vera hættu­legir mann­eskjum úti á götu spyr ég, af hverju að loka þá inni, eins og með þessa banka­menn? Af hverju ekki him­in­háar sekt­ir? Af hverju bönnum við þeim ekki að taka þátt í fjár­mála­kerf­inu? Skikkum þá í tíu ára sam­fé­lags­þjón­ustu? Ég er bara að nefna eitt­hvað. Hvað vinnst með því að loka þessa menn inni? Ég er bara að henda þessu út. Mig langar að fá svar við því. Ef svarið er, þetta er bara svo vont fólk að það verður að loka það inni – það er búið að stela öllum pen­ing­unum mín­um, þá veit ég ekki hvort við séum nokkuð betri."

Björt við­ur­kennir að hún verði örugg­lega „tek­in af lífi“ fyrir þessi ummæli, en hún vill hins vegar fá umræðu um þessi mál. „Sem betur fer þekki ég engan banka­mann sem hefur verið dæmd­ur, þannig að ég get ­leyft mér að segja þetta. Þetta er sett fram í spurn­ar­formi og auð­vitað þarf að ræða þetta. Fyrst verða allir rosa­lega reiðir og svo er spurn­ing um hvort það sé eitt­hvað sann­leiks­korn í þessu. En spurn­ingin er bara: er þetta í óbreyttri ­mynd að skila árangri? Getum við gert bet­ur? Það verður að vera leyfi­legt að ­spyrja spurn­inga."

Þing­mað­ur­inn segir að það sé krísa í fang­els­is­málum þjóð­ar­innar og end­ur­koma ungra karl­manna sem hafa lent á glap­stigum aftur í fang­elsin sé sér­stakt vand­ræða­mál. Því þurfi að vinna með­ ­fólki til að það lendi ekki í sama far­inu, í stað þess að loka það inni í fang­els­um. Björt er ánægð með nýja fang­elsið á Hólms­heiði, en segir að það sé mjög dýrt. „Ef helm­ing­ur­inn af þessum pen­ingum myndi fara í sál­fræð­inga, ­geð­lækna – eitt­hvað. Hluti sem virka betur og leng­ur. Ég held við værum að sjá betri nið­ur­stöð­ur. Fang­elsið á Hólms­heiði er bara stein­steyp­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None