F-riðill Íslands: Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki í F-riðli á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi næsta sumar. Drætti í riðla lauk rétt í þessu. Fyrsti leikur Íslands verður 14, júní, eftir 184 daga, klukkan 19:00 gegn Portúgal í St. Étienne. Liðið leikur síðan 18. júní gegn Ungverjum í Marseille og 22. júní gegn Austurríki í París.
Riðlarnir á mótinu eru svona:
A-riðill: Frakkland, Albanía, Rúmenía, Sviss.
B-riðill: England, Wales, Slóvakía, Rússland.
C-riðill: Þýskaland, Norður-Írland, Pólland, Úkraína.
D-riðill: Spánn, Tyrkland, Tékkland, Tékkland, Króatía.
E-riðill: Belgía, Norður-Írland, Svíþjóð, Ítalía.
F-riðill: Portúgal, Ísland, Ungverjaland, Austurríki.
Íslendingar eru 329 þúsund talsins og í 180. sæti yfir fjölmennustu ríki heims. Hér æfa um 20 þúsund manns knattspyrnu, samkvæmt tölum frá Knattspyrnusambandi Íslands. Með því að tryggja sér farseðillinn til Frakklands næsta sumar skráði Ísland sig á spjöld sögunnar sem fámennasta ríki til að leika á lokamóti í knattspyrnu í heimssögunni. Sú sögulega vegferð hefst, líkt og áður sagði, gegn Christiano Ronaldo og hinum leikmönnum portúgalska landsliðsins í St. Étienne þann 14. júní 2016.