Repúblikanar hóta að rífa Parísar-samkomulagið í tætlur

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni.
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni.
Auglýsing

Leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþing,Mitch McConnell, segir að loftlagssamningur Sameinuðu þjóðanna verði rifinn í tætlur eftir rúmt ár, ef flokkur hans vinnur sigur í forsetakosningunum sem fara fram í nóvember á næsta ári. McConnell segir að áður en alþjóðlegir félagar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, taki tappann úr kampavínsflöskunni ættu þeir að muna að samningurinn byggi á markmiðum sem ekki sé hægt að ná og á orkustefnu forsetans sem sé líklega ólögleg. Frá þessu er greint á vefnum Newsmax.

Alls sammældust 196 ríki um nýja loftlagssamninginn í París um helgina og Obama sagði að hann gæti varðað viðsnúning fyrir heimsbyggðina í þessum málum. Raunar var viðbúið að McConnell og ýmsir aðrir repúblikanar myndu bregðast hart við. Hann hefur gagnrýnt hina hreinu orkustefnu (e. The Clean Power Plan) Obama alveg frá því að hún var lögð fram og sagt hana vera árás á bandarísku millistéttina sem muni leiða til þess að enn fleiri störf flytjist frá Bandaríkjunum, dragi úr samkeppnishæfni bandarísks viðskiptalífs og hækki raforkuverð. McConnell segir orkustefnuna ólöglega og að samkomulagið sem var samþykkt í París, og byggir á þeirri orkustefnu, verði því rifið í tætlur ef repúblikanar taki við.

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump, sem leiðir kapphlaupið að útnefningu Repúblikanaflokksins sem stendur samkvæmt könnunum, hafði sett fram mikla gagnrýni á mögulegt samkomulag áður en að fundurinn í París hófst. Trump sagði að ef hann hefði verið forseti þá hefði hann ekki mætt á fundinn vegna þess að það væru miklu mikilvægari málefni til að fást við en þau sem fjallað væri um þar.

Auglýsing

Fleiri þingmenn repúblikana tóku sig saman um helgina og birtu bréf til Obama þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Þeir hafa áhyggjur af því að það hafi neikvæð hagræn áhrif innan Bandaríkjanna og á hagsmuni landsins erlendis. Ýmsir sérfræðingar hafa sagt að samkomulagið marki endalok aldar jarðefniseldsneytis og að nú muni öll ríki sem sammældust um samninginn taka alvöru skref í átt að nýjum orkugjöfum. Bandaríkin framleiða mikið af jarðefnaeldsneyti og eiga í miklum og flóknum alþjóðlegum samskiptum við mörg ríki sem eru stórframleiðendur slíks, meðal annars í Mið-austurlöndum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None