Repúblikanar hóta að rífa Parísar-samkomulagið í tætlur

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni.
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni.
Auglýsing

Leið­togi repúblik­ana í full­trúa­deild Banda­ríkja­þing,Mitch McConn­ell, segir að loft­lags­samn­ingur Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna verði rif­inn í tætlur eftir rúmt ár, ef flokkur hans vinnur sigur í for­seta­kosn­ing­unum sem fara fram í nóv­em­ber á næsta ári. McConn­ell segir að áður en alþjóð­legir félagar Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, taki tapp­ann úr kampa­víns­flösk­unni ættu þeir að muna að samn­ing­ur­inn byggi á mark­miðum sem ekki sé hægt að ná og á orku­stefnu for­set­ans sem sé lík­lega ólög­leg. Frá þessu er greint á vefnum News­max.

Alls sam­mæld­ust 196 ­ríki um nýja loft­lags­samn­ing­inn í París um helg­ina og Obama sagði að hann gæt­i varðað við­snún­ing fyrir heims­byggð­ina í þessum mál­um. Raunar var við­búið að McConn­ell og ýmsir aðrir repúblikanar myndu bregð­ast hart við. Hann hef­ur ­gagn­rýnt hina hreinu orku­stefnu (e. The Clean Power Plan) Obama alveg frá því að hún var lögð fram og sagt hana vera árás á banda­rísku milli­stétt­ina sem mun­i ­leiða til þess að enn fleiri störf flytj­ist frá Banda­ríkj­un­um, dragi úr ­sam­keppn­is­hæfni banda­rísks við­skipta­lífs og hækki raf­orku­verð. McConn­ell seg­ir orku­stefn­una ólög­lega og að sam­komu­lagið sem var sam­þykkt í Par­ís, og byggir á þeirri orku­stefnu, verði því rifið í tætlur ef repúblikanar taki við.

For­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump, sem leiðir kapp­hlaupið að útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins sem stendur sam­kvæmt könn­un­um, hafði sett fram mikla gagn­rýni á mögu­legt sam­komu­lag áður en að fund­ur­inn í París hófst. Trump sagði að ef hann hefði verið for­set­i þá hefði hann ekki mætt á fund­inn vegna þess að það væru miklu mik­il­væg­ari ­mál­efni til að fást við en þau sem fjallað væri um þar.

Auglýsing

Fleiri þing­menn repúblik­ana tóku sig saman um helg­ina og birtu bréf til Obama þar sem ­sam­komu­lagið var gagn­rýnt. Þeir hafa áhyggjur af því að það hafi nei­kvæð hag­ræn á­hrif innan Banda­ríkj­anna og á hags­muni lands­ins erlend­is. Ýmsir sér­fræð­ing­ar hafa sagt að sam­komu­lagið marki enda­lok aldar jarð­efn­iselds­neytis og að nú mun­i öll ríki sem sam­mæld­ust um samn­ing­inn taka alvöru skref í átt að nýj­u­m orku­gjöf­um. Banda­ríkin fram­leiða mikið af jarð­efna­elds­neyti og eiga í miklum og flóknum alþjóð­legum sam­skiptum við mörg ríki sem eru stór­fram­leið­endur slík­s, ­meðal ann­ars í Mið-aust­ur­lönd­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None