Repúblikanar hóta að rífa Parísar-samkomulagið í tætlur

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni.
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni.
Auglýsing

Leið­togi repúblik­ana í full­trúa­deild Banda­ríkja­þing,Mitch McConn­ell, segir að loft­lags­samn­ingur Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna verði rif­inn í tætlur eftir rúmt ár, ef flokkur hans vinnur sigur í for­seta­kosn­ing­unum sem fara fram í nóv­em­ber á næsta ári. McConn­ell segir að áður en alþjóð­legir félagar Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, taki tapp­ann úr kampa­víns­flösk­unni ættu þeir að muna að samn­ing­ur­inn byggi á mark­miðum sem ekki sé hægt að ná og á orku­stefnu for­set­ans sem sé lík­lega ólög­leg. Frá þessu er greint á vefnum News­max.

Alls sam­mæld­ust 196 ­ríki um nýja loft­lags­samn­ing­inn í París um helg­ina og Obama sagði að hann gæt­i varðað við­snún­ing fyrir heims­byggð­ina í þessum mál­um. Raunar var við­búið að McConn­ell og ýmsir aðrir repúblikanar myndu bregð­ast hart við. Hann hef­ur ­gagn­rýnt hina hreinu orku­stefnu (e. The Clean Power Plan) Obama alveg frá því að hún var lögð fram og sagt hana vera árás á banda­rísku milli­stétt­ina sem mun­i ­leiða til þess að enn fleiri störf flytj­ist frá Banda­ríkj­un­um, dragi úr ­sam­keppn­is­hæfni banda­rísks við­skipta­lífs og hækki raf­orku­verð. McConn­ell seg­ir orku­stefn­una ólög­lega og að sam­komu­lagið sem var sam­þykkt í Par­ís, og byggir á þeirri orku­stefnu, verði því rifið í tætlur ef repúblikanar taki við.

For­seta­fram­bjóð­and­inn Don­ald Trump, sem leiðir kapp­hlaupið að útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins sem stendur sam­kvæmt könn­un­um, hafði sett fram mikla gagn­rýni á mögu­legt sam­komu­lag áður en að fund­ur­inn í París hófst. Trump sagði að ef hann hefði verið for­set­i þá hefði hann ekki mætt á fund­inn vegna þess að það væru miklu mik­il­væg­ari ­mál­efni til að fást við en þau sem fjallað væri um þar.

Auglýsing

Fleiri þing­menn repúblik­ana tóku sig saman um helg­ina og birtu bréf til Obama þar sem ­sam­komu­lagið var gagn­rýnt. Þeir hafa áhyggjur af því að það hafi nei­kvæð hag­ræn á­hrif innan Banda­ríkj­anna og á hags­muni lands­ins erlend­is. Ýmsir sér­fræð­ing­ar hafa sagt að sam­komu­lagið marki enda­lok aldar jarð­efn­iselds­neytis og að nú mun­i öll ríki sem sam­mæld­ust um samn­ing­inn taka alvöru skref í átt að nýj­u­m orku­gjöf­um. Banda­ríkin fram­leiða mikið af jarð­efna­elds­neyti og eiga í miklum og flóknum alþjóð­legum sam­skiptum við mörg ríki sem eru stór­fram­leið­endur slík­s, ­meðal ann­ars í Mið-aust­ur­lönd­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None