Aldrei neinn grundvöllur til að ráðast í allsherjar upptöku eigna slitabúa

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri gefur lítið fyrir gagn­rýni um að stjórn­völd hafi samið af sér í samn­ingum sínum við kröfu­hafa föllnu bank­anna, sem hefur meðal ann­ars komið frá Kára Stef­áns­syni og InDefence-hópnum

Í við­tali við DV í dag segir Már að hann muni ekki eftir neinum samn­ingi þar sem ein­hverjir hafi ekki ­stigið fram og gagn­rýnt hann. „Við höfðum aldrei neinn grund­völl til að ráðast í alls­herjar upp­töku á eignum slita­bú­anna. Ef við hefðum farið að nálg­ast los­un hafta með þeim hætti þá hefði það vænt­an­lega skemmt fyrir okkur varð­and­i láns­hæf­is­mat og orð­spor íslenska rík­is­ins. En við gátum hins vegar gengið eins langt í aðgerðum okkar og nauð­syn­legt var svo lengi sem þær voru grund­vall­að­ar á til­lögum sem fólu í sér lausn á greiðslu­jafn­að­ar­vand­anum sem upp­gjör slita­bú­anna skap­aði. Á þessu hömruðum við í allri vinn­unni og mót­að­ilar okk­ar ­gátu aldrei þrætt fyrir þessi rök. En ef við hefðum farið að ganga eitt­hvað ­lengra en þá þá hefðu þeir getað gert það.“

Skriður komst á með erlendu ráð­gjöf­unum

Í við­tal­inu ræðir Már ítar­lega hafta­los­un­ar­ferlið og segir að skriður hafi kom­ist á það þegar erlend­u ráð­gjaf­arnir komu að mál­inu sum­arið 2014 og menn fóru að vinna með raun­hæf­ar ­til­lög­ur. „Ég hafði alltaf gert mér grein fyrir því að þetta yrði að lokum að vera mála­miðlun og ég lagði mikla áherslu á að það væri mik­il­vægt að allir yrð­u á sama báti þegar nið­ur­staða kæmi. Ég var mjög ánægður með að það hafi orð­ið ­reynd­in. Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst það ánægju­legt að ­nið­ur­staðan sem náð­ist var svona nálægt því sem ég hafði almennt talið að ­þyrft­i.[...]Ég er mjög ánægður með hvernig þetta leyst­ist og ég held að sá fram­kvæmda­hópur um losun hafta sem skip­aður var í jan­úar hafi skipt sköp­un ­fyrir þessa vinnu enda vann hóp­ur­inn vel og var mjög lausn­a­mið­að­ur. Erlendur ráð­gjaf­arn­ir hjálp­uðu einnig mikið til auk þess sem það var unnin heil­mikil vinna í Seðla­bank­anum og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Það voru allir að róa í söm­u átt og það skilaði sér í þess­ari góðu nið­ur­stöð­u.“

Auglýsing

Mögu­legt hægt að losa höft í einu skrefi á næsta ári

Már segir við DV að eitt af þeim meg­in­við­miðum sem sett hefðu ver­ið í vinn­unni við losun hafta hefði verið að leysa vand­ann eins fljótt og mögu­legt var með eins ­lít­illi laga­á­hættu og áhættu fyrir láns­hæf­is­mat og orð­spor íslenska rík­is­ins og hægt var. 

Auk þess var reynt eftir fremsta megni að finna lausn sem væri í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar. „Þá var það lyk­il­at­riði að stjórn­völd höfðu lofað þjóð­inni að upp­gjör gömlu ­bank­anna myndi ekki fela í sér lækkun á gengi krón­unn­ar. Þegar okkur hafð­i ­tek­ist að kom­ast á þennan stað þá höfðun við engan grund­völl til að ganga ­lengra. Þeir sem tala fyrir því að þessi slitabú eigi að borga skaða­bætur fyr­ir­ það tjón sem bank­arnir eiga að hafa valdið Íslend­ingum verða þá að leita til­ lög­gjafans. Það yrði þá gert á allt öðrum grund­velli en að leysa höft­in. Það ­sem eftir situr er að okkur tókst að koma með lausn sem jafn­framt felur í sér­ hækkun á láns­hæf­is­mati rík­is­sjóðs og almenna við­ur­kenn­ingu á áætl­un­inni um losun hafta á alþjóð­legum vett­vangi. Það verður að telj­ast góð nið­ur­staða.“

Hann segir að stefnt sé að því að halda upp­boð á 250 millj­arða króna aflandskrónu­eign­um, sem að mestu eru í eigu nokk­urra sjóða, á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs . Í kjöl­farið muni vera hægt að losa höft á heim­ili og fyr­ir­tæki. „Ég úti­loka því ekki að það verði hægt að gera það mjög hratt og jafn­vel í einu skrefi ein­hvern tíma á næsta ári.“

Segir Davíð alveg mega gagn­rýna sig

Már hefur oft verið harð­lega gagn­rýndur fyrir störf sín og sú gagn­rýni hefur oftar en ekki komið frá aðilum sem tengj­ast Sjálf­stæð­is­flokknum eða Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann segir þó að sam­starf hans við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son ­for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi ­gengið vel að hans viti. „Ég held að það hafi að sumu leyti verið lyk­ill­inn að því af hverju svona vel tokst til við losun fjár­magns­haft­anna. Ég á ágæt­is ­sam­töl við bæði for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um hin ýmsu mál en það breytir því ekki að það þarf að vera skap­andi spenna í slíku sam­starf­i. ­Seðla­bank­inn kemur úr sinni átt og hann er ekki að sinna hlut­verki sínu nema hann sé sjálf­stæður og skýr í sínum hugs­unum en geti samt engu að síður gert ­mála­miðl­anir þegar á því þarf að halda.“ 

Aðspurður um harða gagn­rýni sem sett hefur verið fram á Má í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, þar sem fyrrum ­seðla­banka­stjór­inn Davíð Odds­son heldur um penna, seg­ist Már ekk­ert hafa um hana að segja. Davíð megi gagn­rýna hann eins og hver ann­ar. Hann segir þó að sumum kol­legum hans erlendis finn­ist þessi staða dálítið skrýt­in. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None