Aldrei neinn grundvöllur til að ráðast í allsherjar upptöku eigna slitabúa

Már Guðmundsson
Auglýsing

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri gefur lítið fyrir gagn­rýni um að stjórn­völd hafi samið af sér í samn­ingum sínum við kröfu­hafa föllnu bank­anna, sem hefur meðal ann­ars komið frá Kára Stef­áns­syni og InDefence-hópnum

Í við­tali við DV í dag segir Már að hann muni ekki eftir neinum samn­ingi þar sem ein­hverjir hafi ekki ­stigið fram og gagn­rýnt hann. „Við höfðum aldrei neinn grund­völl til að ráðast í alls­herjar upp­töku á eignum slita­bú­anna. Ef við hefðum farið að nálg­ast los­un hafta með þeim hætti þá hefði það vænt­an­lega skemmt fyrir okkur varð­and­i láns­hæf­is­mat og orð­spor íslenska rík­is­ins. En við gátum hins vegar gengið eins langt í aðgerðum okkar og nauð­syn­legt var svo lengi sem þær voru grund­vall­að­ar á til­lögum sem fólu í sér lausn á greiðslu­jafn­að­ar­vand­anum sem upp­gjör slita­bú­anna skap­aði. Á þessu hömruðum við í allri vinn­unni og mót­að­ilar okk­ar ­gátu aldrei þrætt fyrir þessi rök. En ef við hefðum farið að ganga eitt­hvað ­lengra en þá þá hefðu þeir getað gert það.“

Skriður komst á með erlendu ráð­gjöf­unum

Í við­tal­inu ræðir Már ítar­lega hafta­los­un­ar­ferlið og segir að skriður hafi kom­ist á það þegar erlend­u ráð­gjaf­arnir komu að mál­inu sum­arið 2014 og menn fóru að vinna með raun­hæf­ar ­til­lög­ur. „Ég hafði alltaf gert mér grein fyrir því að þetta yrði að lokum að vera mála­miðlun og ég lagði mikla áherslu á að það væri mik­il­vægt að allir yrð­u á sama báti þegar nið­ur­staða kæmi. Ég var mjög ánægður með að það hafi orð­ið ­reynd­in. Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst það ánægju­legt að ­nið­ur­staðan sem náð­ist var svona nálægt því sem ég hafði almennt talið að ­þyrft­i.[...]Ég er mjög ánægður með hvernig þetta leyst­ist og ég held að sá fram­kvæmda­hópur um losun hafta sem skip­aður var í jan­úar hafi skipt sköp­un ­fyrir þessa vinnu enda vann hóp­ur­inn vel og var mjög lausn­a­mið­að­ur. Erlendur ráð­gjaf­arn­ir hjálp­uðu einnig mikið til auk þess sem það var unnin heil­mikil vinna í Seðla­bank­anum og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Það voru allir að róa í söm­u átt og það skilaði sér í þess­ari góðu nið­ur­stöð­u.“

Auglýsing

Mögu­legt hægt að losa höft í einu skrefi á næsta ári

Már segir við DV að eitt af þeim meg­in­við­miðum sem sett hefðu ver­ið í vinn­unni við losun hafta hefði verið að leysa vand­ann eins fljótt og mögu­legt var með eins ­lít­illi laga­á­hættu og áhættu fyrir láns­hæf­is­mat og orð­spor íslenska rík­is­ins og hægt var. 

Auk þess var reynt eftir fremsta megni að finna lausn sem væri í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar. „Þá var það lyk­il­at­riði að stjórn­völd höfðu lofað þjóð­inni að upp­gjör gömlu ­bank­anna myndi ekki fela í sér lækkun á gengi krón­unn­ar. Þegar okkur hafð­i ­tek­ist að kom­ast á þennan stað þá höfðun við engan grund­völl til að ganga ­lengra. Þeir sem tala fyrir því að þessi slitabú eigi að borga skaða­bætur fyr­ir­ það tjón sem bank­arnir eiga að hafa valdið Íslend­ingum verða þá að leita til­ lög­gjafans. Það yrði þá gert á allt öðrum grund­velli en að leysa höft­in. Það ­sem eftir situr er að okkur tókst að koma með lausn sem jafn­framt felur í sér­ hækkun á láns­hæf­is­mati rík­is­sjóðs og almenna við­ur­kenn­ingu á áætl­un­inni um losun hafta á alþjóð­legum vett­vangi. Það verður að telj­ast góð nið­ur­staða.“

Hann segir að stefnt sé að því að halda upp­boð á 250 millj­arða króna aflandskrónu­eign­um, sem að mestu eru í eigu nokk­urra sjóða, á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs . Í kjöl­farið muni vera hægt að losa höft á heim­ili og fyr­ir­tæki. „Ég úti­loka því ekki að það verði hægt að gera það mjög hratt og jafn­vel í einu skrefi ein­hvern tíma á næsta ári.“

Segir Davíð alveg mega gagn­rýna sig

Már hefur oft verið harð­lega gagn­rýndur fyrir störf sín og sú gagn­rýni hefur oftar en ekki komið frá aðilum sem tengj­ast Sjálf­stæð­is­flokknum eða Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hann segir þó að sam­starf hans við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son ­for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi ­gengið vel að hans viti. „Ég held að það hafi að sumu leyti verið lyk­ill­inn að því af hverju svona vel tokst til við losun fjár­magns­haft­anna. Ég á ágæt­is ­sam­töl við bæði for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um hin ýmsu mál en það breytir því ekki að það þarf að vera skap­andi spenna í slíku sam­starf­i. ­Seðla­bank­inn kemur úr sinni átt og hann er ekki að sinna hlut­verki sínu nema hann sé sjálf­stæður og skýr í sínum hugs­unum en geti samt engu að síður gert ­mála­miðl­anir þegar á því þarf að halda.“ 

Aðspurður um harða gagn­rýni sem sett hefur verið fram á Má í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, þar sem fyrrum ­seðla­banka­stjór­inn Davíð Odds­son heldur um penna, seg­ist Már ekk­ert hafa um hana að segja. Davíð megi gagn­rýna hann eins og hver ann­ar. Hann segir þó að sumum kol­legum hans erlendis finn­ist þessi staða dálítið skrýt­in. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None