Það er nokkrar leiðir færar fyrir stjórnvöld til þess að létta undir rekstur lítilla fyrirtækja, nýrra fyrirtækja og þekkingarfyrirtækja. Það er líka rík ástæða fyrir stjórnvöld að móta slíka stefnu til að efla nýsköpun og hjálpa atvinnulífinu við að skapa verðmæt og góð störf. Áhrifaríkasta leiðin er að lækka tryggingagjald sem fyrirtæki greiða sem hluta af launakostnaði starfsfólks. Þannig skapast líka meira jafnræði milli fyrirtækja af ólíkri stærð og gerð.
Tryggingagjaldið dregur úr nýsköpun og getu þekkingarfyrirtækja til að gera betur. Það bitnar sérstaklega á litlum fyrirtækjum.
Ríkisstjórnin ber fyrir sig að ekki sé fjárhagslegt svigrúm til að lækka tryggingagjald. Það er kolröng hugsun, sem sýnir skilningsleysi á þeim vanda sem tryggingagjaldið skapar. Ef ekki er svigrúm til lækkunar gjaldsins í ríkisrekstrinum verður að finna aðra betri tekjustofna fyrir ríkissjóð sem ekki hafa jafn neikvæð áhrif. Það má hækka tekjuskatt á fyrirtæki, eða hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga og lækka tryggingagjaldið á móti. Þá er í það minnsta verið að leggja skatt á hagnað sem orðið hefur til.
Sama má segja um stóriðjuna. Ríkisstjórnin lætur nú raforkuskattinn renna út, sem stóriðjan hefur greitt. Af hverju er svigrúm til þess að afnema þennan skatt á þessi mikilvægu aðföng stóriðjunnar, en það er ekki svigrúm til að lækka tryggingagjaldið?
Ferðaþjónustan vex nú sem aldrei fyrr og skilar nú 32% hlut af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og er orðin stærsta útflutningsgreinin. En hvað gerir ríkisstjórnin? Lætur hún hana greiða notendagjöld fyrir þá uppbyggingu sem þarf að fara í á ferðamannastöðum og á vegakerfinu til að mæta þessum aukna fjölda ferðamanna? Nei, ráðherra lagði til óframkvæmanlega hugmynd um náttúrupassa sem allir vissu að gæti aldrei orðið að veruleika. Fyrir vikið erum við nú að greiða af almennu skattfé fjármagn til að byggja upp þjónustu og innviði fyrir þessa atvinnugrein. Þetta skattfé gæti verið að renna til heilbrigðisþjónustu eða menntunar.
Skattlagning á að miða að heildarhag. Það er ekki gert þegar menn klúðra því að láta burðargreinar – fyrst sjávarútveginn og stóriðjuna og nú ferðaþjónustuna – ekki greiða sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum og leggja sérstaka skatta á þekkingarfyrirtæki.
Tryggingagjaldið mismunar
Tryggingagjaldið mismunar atvinnuvegum. Launakostnaður er hár í mannaflsfrekum fyrirtækjum, en minni í fjárfestingarfrekum fyrirtækjum, þar sem fjárfesting og önnur aðföng eru stærsti hlutur rekstrarkostnaðar. Munurinn er gríðarlegur. Hlutfall launa af heildarútgjöldum þekkingarfyrirtækja er gjarnan 80%, en aðeins 8% í álverinu í Straumsvík. Algengt hlutfall í sjávarútvegsfyrirtækjum er 40%.Tryggingagjaldið dregur úr nýsköpun og getu þekkingarfyrirtækja til að gera betur. Það bitnar sérstaklega á litlum fyrirtækjum.
Ríkisstjórnin ber fyrir sig að ekki sé fjárhagslegt svigrúm til að lækka tryggingagjald. Það er kolröng hugsun, sem sýnir skilningsleysi á þeim vanda sem tryggingagjaldið skapar. Ef ekki er svigrúm til lækkunar gjaldsins í ríkisrekstrinum verður að finna aðra betri tekjustofna fyrir ríkissjóð sem ekki hafa jafn neikvæð áhrif. Það má hækka tekjuskatt á fyrirtæki, eða hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga og lækka tryggingagjaldið á móti. Þá er í það minnsta verið að leggja skatt á hagnað sem orðið hefur til.
Af hverju að hlífa fyrirtækjum sem best standa?
Það er athyglisvert að bera tryggingagjaldið saman við aðra skattheimtu á fyrirtæki. Ríkisstjórnin hefur frá upphafi verið í þeim sérstaka leiðangri að lækka álögur á útgerðina. Tryggingagjaldið vegur ekki jafn þungt þar og hjá þekkingarfyrirtækjum vegna eðlis rekstrarins. Þegar við sjáum síðan að veiðigjöld eru komin niður í 7 milljarða á þessu ári en hagnaður útgerðarinnar, búhnykkur hennar vegna lægra olíuverðs, er áætlaður 10 milljarðar á árinu klórar maður sér í hausnum og hugsar: Hvernig má það vera að ríkisstjórnin er bara tilbúin í einn skatt á aðföng atvinnufyrirtækja, tryggingagjaldið?Sama má segja um stóriðjuna. Ríkisstjórnin lætur nú raforkuskattinn renna út, sem stóriðjan hefur greitt. Af hverju er svigrúm til þess að afnema þennan skatt á þessi mikilvægu aðföng stóriðjunnar, en það er ekki svigrúm til að lækka tryggingagjaldið?
Ferðaþjónustan vex nú sem aldrei fyrr og skilar nú 32% hlut af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og er orðin stærsta útflutningsgreinin. En hvað gerir ríkisstjórnin? Lætur hún hana greiða notendagjöld fyrir þá uppbyggingu sem þarf að fara í á ferðamannastöðum og á vegakerfinu til að mæta þessum aukna fjölda ferðamanna? Nei, ráðherra lagði til óframkvæmanlega hugmynd um náttúrupassa sem allir vissu að gæti aldrei orðið að veruleika. Fyrir vikið erum við nú að greiða af almennu skattfé fjármagn til að byggja upp þjónustu og innviði fyrir þessa atvinnugrein. Þetta skattfé gæti verið að renna til heilbrigðisþjónustu eða menntunar.
Hagsmunir heildarinnar
Myndin er skýr. Ríkisstjórnin leggur bara eina tegund skatts á aðföng til atvinnulífs og það er tryggingagjaldið. Flest önnur aðföng atvinnugreina eru skattfrjáls. Það er skrýtið að hafa það að stjórnarstefnu að vega að þekkingarfyrirtækjum og aðföngum þeirra, en hlífa öllum öðrum atvinnugreinum við sambærilegri skattlagningu.Skattlagning á að miða að heildarhag. Það er ekki gert þegar menn klúðra því að láta burðargreinar – fyrst sjávarútveginn og stóriðjuna og nú ferðaþjónustuna – ekki greiða sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum og leggja sérstaka skatta á þekkingarfyrirtæki.
Mikilvægasta atvinnustefna okkar ætti nú að vera að styðja við þekkingafyrirtæki, því við sjáum að sífellt stærri hlutur yngri kynslóða sér ekki fyrir sér framtíð hér á landi, vegna lakari launakjara og lélegri félagslegrar þjónustu. Leiðin til að laga það er að búa til fleiri vel launuð þekkingarstörf, en ekki að refsa fyrirtækjunum sem búa þau til.