Ríkisstjórnin styrkir innviði á Norðurlandi vestra - 30 störf skapast

sigmundur davíð
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands sam­þykkti í morgun að styrkja inn­viði, atvinnu­líf og sam­fé­lag á Norð­ur­landi vestra með marg­vís­legum aðgerð­um. Mark­miðið með þeim er að skapa þjóð­hags­legan ávinn­ing og aðstæður svo góðum fram­tíð­ar­störfum á svæð­inu fjölgi.

Til­gangur aðgerð­anna er að snúa við nei­kvæðri byggða­þróun á Norð­ur­landi vestra og efla mann­líf. Íbúum hefur fækkað mikið á und­an­förnum ára­tugum og útsvars­tekjur sveit­ar­fé­lag­anna af hverjum íbúa eru lægri en lands­með­al­tal. Mennt­un­ar­stig er lægra og hag­vöxtur minni, að því er segir í til­kynn­ingu.

„Norð­ur­land vestra hefur ekki notið góðs af sér­tækum aðgerðum stjórn­valda á und­an­förnum árum, ólíkt Vest­fjörðum (2011), Aust­ur­landi (2012) og Suð­ur­landi (2013). Þá hafa stjórn­völd gert fjóra íviln­un­ar­samn­inga vegna nýfjár­fest­inga á Suð­ur­nesjum frá árinu 2010. Rík­is­stjórnin telur mik­il­vægt að stuðla að byggð í öllu land­inu og tryggja jafn­ræði milli lands­hluta. Aðgerð­irnar sem sam­þykktar voru á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun eru liður í því. Ráð­gert er að störfum á Norð­ur­landi vestra fjölgi um 30 vegna aðgerð­anna,“ segir í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn­inni.



Eft­ir­töldum verk­efnum verður síðan hrint í fram­kvæmd á næst­unni.

Auglýsing

Verk­efni

Lýs­ing

Fjölgun verk­efna við Háskól­ann á Hólum

Skól­anum verði falið að varð­veita og bæta ásýnd Hóla í Hjalta­dal sem sögu- og ferða­manna­stað­ar, kynna sögu stað­ar­ins, gæta sögu­legra minja og skapa gott umhverfi fyrir afmark­aða starf­semi, t.d. á sviði ferða­þjón­ustu og safna- og menn­ing­ar­starfs.
Fjöl­breytt­ara nám við Fjöl­braut­ar­skóla Norð­ur­lands vestraMenntun á sviði mat­væla­vinnslu, slátur­iðn­aðar o.fl. verði efld.
Atvinnu- og nýsköp­un­ar­sjóður fyrir Norð­ur­land vestraStuðn­ings­kerfi við frum­kvöðla og fyr­ir­tæki sem vilja vinna að nýsköpun verði eflt með stofnun atvinnu- og nýsköp­un­ar­sjóðs fyrir Norð­ur­land vestra.
Nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­setri komið á lagg­irnar á Sauð­ár­krókiVinnu­að­staða verði sköpuð á Sauð­ár­króki fyrir frum­kvöðla, enda séu verk­efni þeirra lík­leg til að efla byggða­þró­un, fjölga atvinnu­tæki­færum og auka fjár­fest­ingar á svæð­inu.
Aðstaða Land­helg­is­gæsl­unnar bættVegna auk­innar skipa­um­ferðar fyrir Norð­ur­landi hefur verk­efnum Land­helg­is­gæsl­unnar fjölgað á svæð­inu. Kann­aður verður ávinn­ingur þess að koma upp var­an­legri starfs­stöð og heima­höfn fyrir eitt skip Land­helg­is­gæsl­unnar á Sauð­ár­króki, þar sem m.a. verði horft til eft­ir­lits- og björg­un­ar­getu á svæð­inu og við­bragðs­getu vegna meng­un­ar­slysa.



Rann­sóknir á sela­stofn­inum auknarÞörf er á frek­ari rann­sóknum á sela­stofnum við Ísland. Sela­setrið á Hvamms­tanga hefur ann­ast sela­rann­sóknir fyrir Haf­rann­sókn­ar­stofnun á und­an­förnum árum.



Starf­semi Fæð­ing­ar­or­lofs-­sjóðs efldMik­il­vægt er að efla starf­semi Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðsog liður í því er að sinna betur eft­ir­liti með greiðslum úr sjóðn­um. Störfum verði fjölgað til að sinna verk­efn­inu.



Hvíld­ar­inn­lagnir á Heil­brigð­is­stofn­unum  Vest­ur­lands og Norð­ur­landsHvíld­ar­rýmum við Heil­brigð­is­stofn­anir Vest­ur­lands á Hvamms­tanga og Norð­ur­lands á Sauð­ar­króki verði fjölgað þar sem sjúk­lingum bjóð­ist hvíld­ar­inn­lögn, t.d. að lok­inni aðgerð eða annarri lækn­is­með­ferð.
Áreið­an­leika­könnun á hag­kvæmni líf­dísil-fram­leiðslu á Blöndu­ósi

Fram­leiðsla á líf­dísil úr dýrafitu hefur verið til skoð­unar í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu. Fram­kvæma þarf áreið­an­leika­könnun á hag­kvæmni slíkrar starf­semi, sem gæti átt sam­leið með annarri atvinnu­starf­semi á svæð­inu.



Aukin starf­semi þekk­ing­ar­­set­urs á Blöndu­ósiMark­mið þekk­ing­ar­set­urs­ins er að stuðla að auk­inni fjöl­breyttni atvinnu­lífs með fræðslu­starfi, efl­ingu háskóla­mennt­un­ar, vís­inda­rann­sóknum og nýsköp­un­ar­starfi. Bæta aðgengi að námi og aðstoða rann­sókn­ar­nema og vís­inda­menn við að koma á tengslum og útvega aðstöðu til vís­inda­starfs auk þess að stuðla að auknu sam­starfi og sam­þætt­ingu mennt­un­ar, rann­sókna og fræða­starfs.



Mið­stöð fyrir frum­kvöðla í mat­væla­vinnslu komið á lagg­irnarSköpuð verði aðstaða fyrir frum­kvöðla í mat­væla­vinnslu og lítil fyr­ir­tæki til að stunda vöru­þróun og hefja smá­fram­leiðslu á mat­vælum gegn vægu leigu­gjaldi, í sam­starfi við Háskól­ann á Akur­eyri og BioPol ehf. á Skaga­strönd.  Ráð­gert er að mið­stöðin hafi öll til­skilin leyfi og tækja­búnað til mat­væla­vinnslu.



Við­halds­fram­kvæmdir við Kvenna­skól­ann á Blöndu­ósiSkóla­bygg­ingin er komin til ára sinna og við­halds­þörf er brýn. Þekk­inga­setur er til húsa í bygg­ing­unni, sem er farin að standa starf­sem­inni fyrir þrifum vegna slæ­legs ástands, auk þess sem húsið er frið­að.



Starfs­stöð Minja­stofn­unar Íslands á Sauð­ár­króki verði falin aukin verk­efniEft­ir­lit með fram­vindu verk­efna sem fá styrk úr húsa­frið­un­ar- og forn­minja­sjóði verði á ábyrgð starfs­stöðvar á Sauð­ár­króki. Hún fái umsjón með rann­sókna sem ætlað er að stað­festa umfang og eðli minja, halda heild­ar­skrár um frið­aðar og frið­lýstar forn­leif­ar, mann­virki o.fl. Hafin verði vinna við að efla og sam­þætta minja- og safna­starf á Norð­vest­ur­landi.



Nýtt skjala­safn utan­rík­is­ráðu­neyt­is­insVegna fækk­unar starfs­fólks í sendi­skrif­stofum Íslands erlendis hefur nauð­syn­leg skjalaum­sýsla setið á hak­an­um. Ráð­gert er að færa umsýsl­una til nýrrar starfs­stöðvar þýð­ing­ar­mið­stöðvar utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á Sauð­ár­króki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None