Forsætisráðuneytið greiddi 15,5 milljónir í ráðgjafarstörf í tengslum við verkefni vegna verðtryggingarinnar og 8,8 milljónum í ráðgjöf og vinnu fyrir stjórnarskrárnefnd. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns og formanns Vinstri grænna.
Forsætisráðuneytið hefur greitt 89 milljónir í ráðgjafarstörf vegna 66 verkefna frá árinu 2014.
Hæstu upphæðina í verkefni vegna verðtryggingarmála fékk fyrirtækið Stafnasel slf. sem er í eigu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar hagfræðings og starfsmanns Icelandair.
Fyrirtækið fékk 6,7 milljónir frá forsætisráðuneytinu.
Alls fengu tólf fyrirtæki eða einstaklingar greitt fyrir ráðgjöf vegna verðtryggingarmála
1) Analytica ehf. Verkefni vegna verðtryggingarmála 875.058 2) Ásgeir Jónsson Verkefni vegna verðtryggingarmála 425.000
3) Capacent ehf. Verkefni vegna verðtryggingarmála 288.000
4) Einar Hugi Bjarnason Verkefni vegna verðtryggingarmála 582.000
5) Iða Brá Benediktsdóttir Verkefni vegna verðtryggingarmála 353.500
6) Kvant ehf. Verkefni vegna verðtryggingarmála 425.000
7) Kver ehf. Verkefni vegna verðtryggingarmála 1.020.000
8) Lögbjörg ehf Verkefni vegna verðtryggingarmála 1.667.500
9) Lögmannsþjónusta Ein Verkefni vegna verðtryggingarmála 576.000
10) Stafnasel slf. Verkefni vegna verðtryggingarmála 6.749.000
11) Valdimar Ármann Verkefni vegna verðtryggingamála 1.127.000
12) Lixia slf. Verkefni vegna verðtryggingarmála 1.412.250
Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum skilaði af sér skýrslu í byrjun síðasta árs. Stjórnarandstaðan hefur deilt hart á forsætisráðherra vegna málsins og kallað eftir umræðum um afnám verðtryggingar.
Þá hafa verið deildar meiningar um verðtryggingarmál innan stjórnarflokkanna, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki viljað afnema verðtrygginguna, líkt og vilji er til innan Framsóknarflokksins, og hefur frekar talað fyrir auknu vali fyrir neytendur.
Forsætisráðuneytið hefur greitt 89 milljónir í ráðgjafarstörf vegna 66 verkefna frá árinu 2014.