Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er harðorður í garð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í færslu sem hann setti inn á Twitter nú í kvöld. Bjarni segir að svo virðist sem Ólafur Ragnar vilji nýja forgangsröðun. „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna?“ spyr hann svo.
„Satt að segja er mér það óskiljanlegt að í svona litlu landi með svona öflugar og margþættar stofnanir og alla þessa umræðu um velferðina og samhjálpina skuli okkur ekki takast að skipuleggja okkur á þann hátt að það geti allir gengið að því vísu að þeir geti haldið hátíðir af þessu tagi á mannsæmandi hátt. Að þurfa að standa hérna í biðröð í kuldanum til þess að fá skyr og mjólk og brauð og kjöt og smá gjafir handa börnunum sínum. Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt að þessari þjóð takist ekki að leysa þetta vandamál,“ sagði forsetinn einnig.