Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu gæti hækkað umfram spár

Hús íbúð
Auglýsing

Lítil fjárfesting í íbúðum, áhersla á þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu og almennt minna framboð á íbúðum en spáð var mun líkast til skapa meiri spennu á fasteignamarkaðnum en áður var talið. Það þýðir með öðrum orðum að verð mun hækka hraðar en spáð var. Þetta er mat sérfræðinga hjá Landsbankanum og Arion banka og dósents í hagfræði við Háskóla Íslands. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu.

Þar er rætt við Ara Skúlason, sérfræðings hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir að fjárfesting í nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé að dragast saman sem sé þvert á fyrri spár. Hlutfall nýrra íbúða af seldum íbúðum á svæðinu sé einungis um sex prósent á síðustu fjórum mánuðum. Fyrir hrun, nánar tiltekið árin 2006 og 2007, hafi það verið 20 til 30 prósent. Þegar framboðið sé svona lítið hafi það áhrif á verðið og Ari telur áherslu á þéttingu byggðar eiga þátt í að verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé að hækka.

Auglýsing

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur undir það í samtali við Morgunblaðið. Skipulagsferlið í grónum hverfum sé einfaldlega lengra en þegar nýtt land sé notað undir byggð. Nokkur ár séu í að nýtt aðalskipulag fari að skila nýjum íbúðum.

Verð á íbúðum gæti tvöfaldast á átta árum

Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir að framboð nýrra íbúða á næsta ári verði mögulega minna en spáð var. Í nýrri úttekt Greiningardeildar Arion banka sem kynnt var fyrr í þessum mánuði var því spáð að nafnverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu muni hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Nafnverð fjölbýlis á svæðinu hækkaði um 50 prósent frá byrjun árs 2011. Það þýðir að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu mun mögulega nærri tvöfaldast á átta ára tímabili, frá 2011 til loka árs 2018, gangi spáin eftir.

Kjarninn greindi ítarlega frá úttektinni 9. desember síðastliðinn.

Töluverð útlánaaukning hefur orðið hjá bönkum á árinu 2015 og er hún m.a. rakin til skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar, sem í fólst greiðsla á 80 milljörðum króna til þeirra sem voru með verðtryggð lán á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin hefur aukið veðhlutfall þeirra sem hana fengu mikið, og það hefur leitt af sér útlánaaukningu. Athygli vekur að aðsókn í verðtryggð lán hefur aukist mikið það sem af er ári og eru þau nú um helmingur nýrra útlána. Þetta gerist á sama tíma og miklar pólitískar umræður eru um afnám verðtryggingar og annar stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, ýtir mjög á að slíkt afnám eigi sér stað. 

Samkvæmt úttekt Arion banka er ekki verið að mæta þeirri uppsöfnuðu þörf sem er fyrir byggingu íbúða með nýjum framkvæmdum. Raunar hafi verið samdráttur á árinu 2015, sem er þvert á allar væntingar. Þá kemur fram að öfugt við það sem hefur gerst undanfarin ár hafi íbúðaverð hækkað umfram leiguverð á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None