Yfir 100 þúsund manns vilja náða Steven Avery

Steven Avery
Auglýsing

Yfir hund­rað þús­und manns hafa skrifað und­ir­ und­ir­skrift­ar­lista á síð­unni Change.org sem fer fram á að Steven Avery, umfjöll­un­ar­efn­i heim­ild­ar­mynda­þáttar­að­ar­innar Mak­ing a Murderer sem nýverið var sett í sýn­ing­ar á Net­fl­ix,  og frændi hans Brendan Dassy verði náð­aðir af for­seta Banda­ríkj­anna. Auk þess hafa hátt í 20 þús­und manns ­skrifað undir form­lega beiðni til Hvíta húss­ins þar sem farið er fram á hið ­sama. Ef sú und­ir­skrift­ar­söfnun nær 100 þús­und und­ir­skriftum fyrir 16. jan­úar þá verður Hvíta húsið að svara henni opin­ber­lega. Frá þessu er greint á síðu Time.Auglýsing

Í þátt­un­um, sem hafa vakið gríð­ar­lega athygli, er saga ­Steven Avery frá Man­itowoc Country í Wiscons­in-­ríki sem var dæmdur í fang­elsi fyr­ir­ kyn­ferð­is­brot árið 1985. Hann sat inni í 18 ár en var sleppt árið 2003 eftir að DNA-­sýni sýndi fram á sak­leysi hans. Avery fór í kjöl­farið í mál við sýsl­una þar sem hann var dæmdur og krafð­ist 36 milljón dala í miska­bæt­ur.

Í nóv­em­ber 2005 var hann síðan ákærður fyrir morð og hef­ur ­setið inni síð­an. Mak­ing a Murder­er-þætt­irnir rekja sögu hans, og frænda hans Brendan Dassy sem einnig situr inni fyrir aðild að morð­inu, frá 1985 og fram til dags­ins í dag.

Í fót­spor Ser­ial

Þátt­araðir sem fjalla um raun­veru­leg glæpa­mál hafa náð ­miklum vin­sældum und­an­farin miss­eri. Braut­ryðj­andi í þeim efnum var hlað­varp­ið Ser­i­al, sem sett var í loftið í októ­ber 2014. Það fjall­aði um mál Adnan Syed, ­sem var ákærður og dæmdur fyrir morð á 18 ára fyrrum kær­ustu sinni sem framið var árið 1999.

Þætt­irnir nutu for­dæma­lausra vin­sælda. Í febr­úar 2015 var búið að hlaða þeim niður 68 milljón sinn­um. Þeir fengu Peabody verð­launin fyr­ir­ besta hlað­varp árs­ins í apríl síð­ast­liðn­um. Önnur þátta­röð Ser­ial fór í loft­ið í des­em­ber 2015 en þar umfjöll­un­ar­efnið ann­að.

Ljóst er að vin­sældir þátt­anna hafa haft mikil áhrif. Í nóv­em­ber heim­il­aði dóm­ari að lög­menn Syed myndu fá að leggja fram ný gögn í mál­inu sem mögu­lega sýna fram á sak­leysi hans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None