Volkswagen gæti þurft að greiða 90 milljarða dollara sekt

Saksóknari fer fram á fimm sinnum hærri sekt en reiknað var með. Með hverjum bíl er Volkswagen gefið að sök að vera brotlegt við fjórar reglur. Bílarnir eru nærri 600 þúsund.

Volkswagen var stofnað árið 1946 á grunni bílaframleiðslu þriðja ríkisins í Þýskalandi. Nú er hins vegar orðið lint í dekkjunum og útlitið ekki gott.
Volkswagen var stofnað árið 1946 á grunni bílaframleiðslu þriðja ríkisins í Þýskalandi. Nú er hins vegar orðið lint í dekkjunum og útlitið ekki gott.
Auglýsing

Banda­rísk yfir­völd fara fram á að Volkswagen greiði allt að 90 millj­arða doll­ara í kæru á hendur fyr­ir­tæk­inu fyrir að svindla á meng­un­ar­regl­um. Það er um það bil fimm sinnum meira en upp­haf­lega var áætlað að þýski bíla­fram­leið­and­inn þyrfti að greiða. Strax í sept­em­ber, eftir að upp komst um svind­lið, lagði Volkswagen til hliðar um sjö millj­arða doll­ara til að standa straum af sektum og skaða­bót­um.

Það er þó ekki víst að Volkswagen muni þurfa að greiða 90 millj­arða doll­ara sekt sem sak­sókn­ari fer fram á, því venju­lega er samið um mála­miðlun áður en málið fer fyrir dóm. Frétta­stofa Reuters hefur eftir sér­fræð­ingum sínum að reikn­ing­ur­inn verði að öllum lík­indum mun hærri en gert hafði verið ráð fyr­ir.

Sam­kvæmt ákærunni sem var gefin út í gær voru nærri 600.000 bílar í Banda­ríkj­unum sem búnir voru svindl­bún­að­in­um. Frétta­skýrendur hafa gert að því skóna að Volkswagen gæti þurft að borga 150.000 doll­ara fyrir hvern hvern bíl. Að minnsta kosti fjögur laga­á­kvæði eiga við um brot fyr­ir­tæks­ins sem hægt er að sekta fyr­ir.

Auglýsing

Banda­rísk stjórn­völd fyr­ir­skip­uðu inn­köllun 482.000 bif­reiða frá bæði Volkswagen og dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu Audi í haust. Allir bíl­arnir sem ekki stóð­ust meng­un­ar­próf voru fram­leiddir á árunum 2009 til 2015. Tölvu­kerfi bíl­anna breytti still­ingum bíl­anna þegar þeir voru tengdir við tölvur yfir­valda og minnk­uðu útblást­ur­inn til að stand­ast regl­ur. Um leið og þeir voru teknir úr sam­bandi los­uðu þeir hins vegar 40 sinnum meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en leyfi­legt er.

Bílarnir menguðu 40 sinnum meira en leyfilegt er.

Hluta­bréfa­verð í Volkswagen hefur hrunið síðan upp komst um svind­lið og virði þeirra heldur áfram að lækka þrátt fyrir að búið sé að skipta um lyk­il­menn í yfir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Í morgun náði hlut­bréfa­verð í fyr­ir­tæk­inu sex vikna lág­marki eftir að hafa fallið um rúm­lega sex pró­sent síðan í gær. Hluta­bréfa­verðið er nú 22 pró­sent lægra en það var áður en hneyklsið kom upp. Sekt­irnar og virð­is­fallið gæti bolað Volkswagen af banda­rískum bíla­mark­aði, þar sem þýska fyr­ir­tækið hefur alltaf átt erftit upp­drátt­ar.

Upp komst um sama búnað í bílum fyr­ir­tæk­is­ins sem svindl­aði á sam­bæri­legum próf­unum í Evr­ópu. Þar gæti Volkswagen þurft að greiða háar sektir einnig.

Á vor­dögum árs­ins 2015 tók Volkswagen framúr Toyota sem stærsti bíla­fram­leið­andi í heimi. Hluta­bréfa­verð í þýska fyr­ir­tæk­inu náðu hámarki í mars en virðið féll um 26 millj­arða evra á einum sól­ar­hring eftir að upp komst um skandal­inn. Það er and­virði tvö­faldrar lands­fram­leiðslu Íslands árið 2014. Þetta hefur ekki aðeins gríð­ar­leg áhrif á fyr­ir­tækið Volkswa­gen, sem hugði á frek­ari vinn­inga meðal bíla­fram­leið­anda áður en hneykslið komst upp; það hugð­ist taka þátt í For­múlu 1, Le Mans og helstu kappök­strum heims. Alls skipar bíla­út­flutn­ingur 20 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Þjóð­verja og hjá Volkswa­gen, Audi og Porche störf­uðu 775.000 manns í haust.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None