Volkswagen gæti þurft að greiða 90 milljarða dollara sekt

Saksóknari fer fram á fimm sinnum hærri sekt en reiknað var með. Með hverjum bíl er Volkswagen gefið að sök að vera brotlegt við fjórar reglur. Bílarnir eru nærri 600 þúsund.

Volkswagen var stofnað árið 1946 á grunni bílaframleiðslu þriðja ríkisins í Þýskalandi. Nú er hins vegar orðið lint í dekkjunum og útlitið ekki gott.
Volkswagen var stofnað árið 1946 á grunni bílaframleiðslu þriðja ríkisins í Þýskalandi. Nú er hins vegar orðið lint í dekkjunum og útlitið ekki gott.
Auglýsing

Banda­rísk yfir­völd fara fram á að Volkswagen greiði allt að 90 millj­arða doll­ara í kæru á hendur fyr­ir­tæk­inu fyrir að svindla á meng­un­ar­regl­um. Það er um það bil fimm sinnum meira en upp­haf­lega var áætlað að þýski bíla­fram­leið­and­inn þyrfti að greiða. Strax í sept­em­ber, eftir að upp komst um svind­lið, lagði Volkswagen til hliðar um sjö millj­arða doll­ara til að standa straum af sektum og skaða­bót­um.

Það er þó ekki víst að Volkswagen muni þurfa að greiða 90 millj­arða doll­ara sekt sem sak­sókn­ari fer fram á, því venju­lega er samið um mála­miðlun áður en málið fer fyrir dóm. Frétta­stofa Reuters hefur eftir sér­fræð­ingum sínum að reikn­ing­ur­inn verði að öllum lík­indum mun hærri en gert hafði verið ráð fyr­ir.

Sam­kvæmt ákærunni sem var gefin út í gær voru nærri 600.000 bílar í Banda­ríkj­unum sem búnir voru svindl­bún­að­in­um. Frétta­skýrendur hafa gert að því skóna að Volkswagen gæti þurft að borga 150.000 doll­ara fyrir hvern hvern bíl. Að minnsta kosti fjögur laga­á­kvæði eiga við um brot fyr­ir­tæks­ins sem hægt er að sekta fyr­ir.

Auglýsing

Banda­rísk stjórn­völd fyr­ir­skip­uðu inn­köllun 482.000 bif­reiða frá bæði Volkswagen og dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu Audi í haust. Allir bíl­arnir sem ekki stóð­ust meng­un­ar­próf voru fram­leiddir á árunum 2009 til 2015. Tölvu­kerfi bíl­anna breytti still­ingum bíl­anna þegar þeir voru tengdir við tölvur yfir­valda og minnk­uðu útblást­ur­inn til að stand­ast regl­ur. Um leið og þeir voru teknir úr sam­bandi los­uðu þeir hins vegar 40 sinnum meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en leyfi­legt er.

Bílarnir menguðu 40 sinnum meira en leyfilegt er.

Hluta­bréfa­verð í Volkswagen hefur hrunið síðan upp komst um svind­lið og virði þeirra heldur áfram að lækka þrátt fyrir að búið sé að skipta um lyk­il­menn í yfir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Í morgun náði hlut­bréfa­verð í fyr­ir­tæk­inu sex vikna lág­marki eftir að hafa fallið um rúm­lega sex pró­sent síðan í gær. Hluta­bréfa­verðið er nú 22 pró­sent lægra en það var áður en hneyklsið kom upp. Sekt­irnar og virð­is­fallið gæti bolað Volkswagen af banda­rískum bíla­mark­aði, þar sem þýska fyr­ir­tækið hefur alltaf átt erftit upp­drátt­ar.

Upp komst um sama búnað í bílum fyr­ir­tæk­is­ins sem svindl­aði á sam­bæri­legum próf­unum í Evr­ópu. Þar gæti Volkswagen þurft að greiða háar sektir einnig.

Á vor­dögum árs­ins 2015 tók Volkswagen framúr Toyota sem stærsti bíla­fram­leið­andi í heimi. Hluta­bréfa­verð í þýska fyr­ir­tæk­inu náðu hámarki í mars en virðið féll um 26 millj­arða evra á einum sól­ar­hring eftir að upp komst um skandal­inn. Það er and­virði tvö­faldrar lands­fram­leiðslu Íslands árið 2014. Þetta hefur ekki aðeins gríð­ar­leg áhrif á fyr­ir­tækið Volkswa­gen, sem hugði á frek­ari vinn­inga meðal bíla­fram­leið­anda áður en hneykslið komst upp; það hugð­ist taka þátt í For­múlu 1, Le Mans og helstu kappök­strum heims. Alls skipar bíla­út­flutn­ingur 20 pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Þjóð­verja og hjá Volkswa­gen, Audi og Porche störf­uðu 775.000 manns í haust.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None