Sigmundur Davíð: Nettröll hvorki þekkt fyrir einbeitingu eða yfirvegun

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að um­mæli hans um að krónan sé sterkasti og stöðug­asti gjald­mið­ill í heimi séu rétt ­vegna þess að lán­veit­and­inn sem láni gjald­mið­il­inn sé alltaf öruggur um að fá allt sitt til baka. Lán­tak­inn beri alla áhætt­una. Sig­mundur Davíð lét ummæl­in um krón­una falla í við­talið við Bítið á Bylgj­unni í gær­morgun og net­miðl­ar birtu fréttir með fyr­ir­sögnum sem tengd­ust þeim.

For­sæt­is­ráð­herra gerir ummælin og fréttir um þau að um­ræðu­efni í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag. Þar segir hann að „vefmiðlar þurfa auð­vitað að fá sín klikk og í mörgum til­fell­u­m ­gerði meg­in­mál frétt­anna því ágætis skil um hvað var að ræða. En nettröll eru hvorki þekkt fyrir ein­beit­ingu né yfir­veg­un. Þau komust auð­vitað ekki lengra en í gegnum fyr­ir­sögn­ina, hrukku af hjör­unum og deildu frétt­unum um allt. Það kom ­sér ljóm­andi vel því að fyrir vikið komust frétt­irnar til miklu fleira fólks en ella hefðu séð þær og þeir sem höfðu áhuga gátu kynnt sér inni­hald­ið.

Auglýsing

Svona vinnur þetta allt ­sam­an. Stjórn­mála­menn sem þurfa að koma mik­il­vægum atriðum á fram­færi, vef­miðlar með sínar fyr­ir­sagnir og tröllin sem dreifa efn­inu ólesnu. Hjá þeim eru við­brögðin alltaf fyr­ir­sjá­an­leg, þau eru jafn sterk og stöðug og verð­tryggð ­ís­lensk króna.“ 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None