Tekið á svartri útleigu íbúða til ferðamanna

Einungis 250 af 1.900 Airbnb gistiplássum í Reykjavík eru með leyfi. Rangheiður Elín Árnadóttur ætlar að leggja fram frumvarp sem einfaldar leyfisveitingu og gerir svarta atvinnustarfsemi í greininni mun erfiðari.

hús íbúð fasteignir
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dóttir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra ætlar að leggja fram frum­varp um heimagist­ingu á veg­um einka­að­ila sem á að auð­velda útleigu íbúða til ferða­manna og eft­ir­lit með­ þeirri starf­semi til að stemma stigu við svartri atvinnu­starf­semi í grein­inn­i. Hún hefur þegar sent þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna frum­varp­ið. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu.

Sam­kvæmt frum­varp­inu þá verður fólki heim­ilt að leigja út heim­ili sín og eina eign að auki í afmark­aðan tíma. Til þess þarf ekki ­rekstr­ar­leyfi heldur er eignin skráð og hún fær núm­er. Einu við­bót­ar­kvað­irn­ar eru þær að upp­fylla þarf allar kröfur um bruna­trygg­ing­ar.

Ragn­heiður Elín segir við Morg­un­blaðið að þeir sem vilji leigja út heim­ili sín á Air­bnb setji þá núm­erið á eign­inni sem þeim hef­ur verið úthlutað inn á vef­inn. Þeir sem aug­lýsi án þess að hafa skráð númer séu þá aug­ljós­lega að reyna að kom­ast hjá eft­ir­liti og því að borga skatta af ­tekjum sínum vegna starf­sem­inn­ar. Þannig ein­fald­ist allt eft­ir­lit og yfir­völd ­fái mun sterk­ari stjórn­tæki í hend­urnar til að fylgj­ast með þessum hluta ­leigu­mark­að­ar­ins.

Auglýsing

250 af 1.900 gisti­plássum Air­bnb-plássum í Reykja­vík með leyfi

Kjarn­inn greindi frá skýrslu sem unnin var í Háskól­anum í Bif­röst um umfang íbúða­gist­ingar í ferða­þjón­ustu á Íslandi í nóv­em­ber 2015. Í nið­ur­stöðum hennar kom fram að um fjögur pró­sent íbúða í Reykja­vík eru leg­iðar til íbúða­gist­ingar í skamm­tíma­leigu, oft­ast í gegnum síð­una Air­bn­b.com, og er hlut­fallið hátt miðað við aðrar borg­ir. Áhrif á fast­eigna­mark­að­inn eru þau að í ýmsum hverfum Reykja­víkur er fast­eigna­verð hærra vegna auk­innar eft­ir­spurnar eftir hús­næði undir íbúða­gist­ingu, en fjölgun hót­el­her­bergja hefur ekki haldið í við fjölgun ferða­manna sem hafa því leitað ann­arra gisti­mögu­leika. 

Fram kom að alls væru um 3.400 her­bergi og íbúðir skráðar á Air­bn­b.com, þar af 1.900 her­bergi og íbúðir í Reykja­vík. Sam­kvæmt Sýslu­manni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru ein­ungis þrettán pró­sent af þeim með skráð leyfi til íbúða­gist­ing­ar. Það gera um 250 leyfi.

Skýrslan var unnin fyrir atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Í henni sagði að gild­andi lagaum­hverfi nái ekki nægi­lega vel utan um nýjan veru­leika í íbúða­gist­ingu, ein­falda þurfi leyf­is­veitnga­ferlið og að reglur um skatt­lagn­ingu séu ekki skýr­ar. Nýtt frum­varp Ragn­heiðar Elínar virð­ist eiga að mæta þessum vanda. 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None