Tekið á svartri útleigu íbúða til ferðamanna

Einungis 250 af 1.900 Airbnb gistiplássum í Reykjavík eru með leyfi. Rangheiður Elín Árnadóttur ætlar að leggja fram frumvarp sem einfaldar leyfisveitingu og gerir svarta atvinnustarfsemi í greininni mun erfiðari.

hús íbúð fasteignir
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dóttir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra ætlar að leggja fram frum­varp um heimagist­ingu á veg­um einka­að­ila sem á að auð­velda útleigu íbúða til ferða­manna og eft­ir­lit með­ þeirri starf­semi til að stemma stigu við svartri atvinnu­starf­semi í grein­inn­i. Hún hefur þegar sent þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna frum­varp­ið. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu.

Sam­kvæmt frum­varp­inu þá verður fólki heim­ilt að leigja út heim­ili sín og eina eign að auki í afmark­aðan tíma. Til þess þarf ekki ­rekstr­ar­leyfi heldur er eignin skráð og hún fær núm­er. Einu við­bót­ar­kvað­irn­ar eru þær að upp­fylla þarf allar kröfur um bruna­trygg­ing­ar.

Ragn­heiður Elín segir við Morg­un­blaðið að þeir sem vilji leigja út heim­ili sín á Air­bnb setji þá núm­erið á eign­inni sem þeim hef­ur verið úthlutað inn á vef­inn. Þeir sem aug­lýsi án þess að hafa skráð númer séu þá aug­ljós­lega að reyna að kom­ast hjá eft­ir­liti og því að borga skatta af ­tekjum sínum vegna starf­sem­inn­ar. Þannig ein­fald­ist allt eft­ir­lit og yfir­völd ­fái mun sterk­ari stjórn­tæki í hend­urnar til að fylgj­ast með þessum hluta ­leigu­mark­að­ar­ins.

Auglýsing

250 af 1.900 gisti­plássum Air­bnb-plássum í Reykja­vík með leyfi

Kjarn­inn greindi frá skýrslu sem unnin var í Háskól­anum í Bif­röst um umfang íbúða­gist­ingar í ferða­þjón­ustu á Íslandi í nóv­em­ber 2015. Í nið­ur­stöðum hennar kom fram að um fjögur pró­sent íbúða í Reykja­vík eru leg­iðar til íbúða­gist­ingar í skamm­tíma­leigu, oft­ast í gegnum síð­una Air­bn­b.com, og er hlut­fallið hátt miðað við aðrar borg­ir. Áhrif á fast­eigna­mark­að­inn eru þau að í ýmsum hverfum Reykja­víkur er fast­eigna­verð hærra vegna auk­innar eft­ir­spurnar eftir hús­næði undir íbúða­gist­ingu, en fjölgun hót­el­her­bergja hefur ekki haldið í við fjölgun ferða­manna sem hafa því leitað ann­arra gisti­mögu­leika. 

Fram kom að alls væru um 3.400 her­bergi og íbúðir skráðar á Air­bn­b.com, þar af 1.900 her­bergi og íbúðir í Reykja­vík. Sam­kvæmt Sýslu­manni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru ein­ungis þrettán pró­sent af þeim með skráð leyfi til íbúða­gist­ing­ar. Það gera um 250 leyfi.

Skýrslan var unnin fyrir atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Í henni sagði að gild­andi lagaum­hverfi nái ekki nægi­lega vel utan um nýjan veru­leika í íbúða­gist­ingu, ein­falda þurfi leyf­is­veitnga­ferlið og að reglur um skatt­lagn­ingu séu ekki skýr­ar. Nýtt frum­varp Ragn­heiðar Elínar virð­ist eiga að mæta þessum vanda. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None