Bandaríski leikarinn Sean Penn hitti mexíkóska eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, eða El Chapo, í október síðastliðnum. Hann tók við hann viðtal sem birtist á vefsíðu Rolling Stone í nótt, en hann átti sjö klukkustunda fund með Guzman, inn í frumskógum Mexíkó, og héldu þeir áfram sambandi eftir það, sem var meðal þess sem leiddi yfirvöld á sporið um hvar Guzman væri að finna. Eftir skotbardaga við lögreglu var hann handtekinn í fyrradag.
Hann flúði úr öryggisfangelsi í gegnum 1,5 kílómetra löng göng, 12. júlí síðastliðinn, en var handtekinn í fyrradag, eftir að hafa verið á flótta í um hálft ár. Hann var eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum, vegna stórfellds eiturlyfjasmygsl, morða og skipulagðrar glæpastarfsemi. Hann er álitinn hafa verið um árabil einn allra umsvifamesti fíkniefnasmyglari heimsins.
Þegar Penn og Guzman hittust sagðist Guzman vera sá maður sem dreifði meiru af heróíni, amfetamíni, kókaíni og maríjúana en nokkur annar í heiminum. Þeir sátu saman dágóða stund, ræddu um kvikmyndir, orkuðinað og ýmislegt fleira, og sammæltust um að hittast aftur átta dögum síðar. Það gerðist hins vegar ekki.
Yfirvöld komust á sporið, og tókst að handsama hann eftir umfangsmiklar aðgerðir og skotbardaga, eins og áður sagði. Búist er við því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna og þar bíði hans löng fangelsisvist.